Neisti


Neisti - 01.04.1949, Page 1

Neisti - 01.04.1949, Page 1
Til lesenda! Svar við grein Aage Ridderman Schiöths, er birtist í Siglfirðingi í gær, verður að bíða næsta blaðs. Ennfremur grein um það, er Lúð- vflk Jósefsson lét verkanxenn á Norðfírði samþykkja að ganga að síðari sáttatílJögunni í togardeil- unni, eftir að togarasjómenn höfðu fellt það tvívegis. Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 11. tbl. Föstudagur 1. apríl 1949 17. árga&gnr. Sannleikurinn í húsaskiptamálinu í bæjarst jórninni felia kommúnistar tillögu um að auglýsa Hvaimeyrar- braut 29 tíl sölu, en vildu að húsið yrði leigt tveimur sauðtryggum kommúnistum. En er beiðni Guðlaugs Gottskálkssonar mn skipti á Hvanneyrarbraut 29 og Kirkjuveg 5, með milligjof eftir matí, kom til atkvæða, sátu tveir kommúnistar hjá við atkvæðagreiðsluna, en tillaga þar að lútandi var samþykkt með 4:3. — Var þvi í lófa lagið fyrir kommúnista að fella þessa beiðni Guðlaugs. Ef bæjarfulltrúar Alþýðu- fL og bæjarfulltrúi Framsóknarfl. liafa „launað dygga flokksþjónustu með fjármxmum hæjarsjóðs Sigiufjarðar,“ er þeir Jón Jóhannsson og Þórhallur Björnsson, sem mættu á þessum fundi sem fulltrúar kommúnista, meðsekir, en ekkert slíkt á sér stað, svo sem sjá má þegar álit matsnefndarinnar er lesið, en í henni áttí Kristján Sig- tryggsson m. a. sæti. 1 Mjölni, sem út kom 23. marz Fyrsta tillagan, sem borin er s.l. er dólgsleg grein, sem nefnist „Kratarnir launa dygga flokks- þjónustu með fjármunum bæjar- sjóðs Siglufjarðar“. Grein þessi ber öll þess merki, að hún hafi dropið úr penna þess manns, sem svívirðilegastur er allra, og sem Siglfirðingar vita, tað leiknastur er að misþyrma sannleikanum, enda þótt greinin sé undirrituð B.A. (b...... asni). Tilgangurinn með sorpblaða- niennsku þessari er að sverta Al- þýðuflokkinn í augum lítilsigldra manna, auk þess lað draga nafn heiðvirðs siglfirzks borgara inn í umræðurnar, til þess eins að gefa til kynna, að „kratarnir hafi launað honum dyggilega flokks- þjónustu með fjármunum bæjar- sjóðs Siglufjarðar." — Er þarna fyllilega gefið í skyn, að þessum heiðvirða borgara hafi verið mút- að. Til þess að sýna, hve slík skrif eru bulluleg, enda höfundur inn ekki viandfundinn.munNeisti reka gang þessa máls, svo að al- menningi gefist kostur á að vita sannleikann í þessu máli. AFGREIÐSLA MÁLSINS I BÆJARSTJÓRNINNI Á bæjarstjórnarfundinum, sem afgreiddi þetta mál vildu komm- únistar leigja Hv.braut 29 tveim- ur flokksbræðrum sínum og bær- inn legði fram fé, til þess að standsetja húsið, sem aldrei hefði orðið minna en 70—80 þús. kr. Sjálfstæðisflokkurinn vildi, að húsinu yrði breytt í bráðabirgða húsmæðraskóla, og kostnaður við þá breytingu hefði orðið tugir þúsunda króna. Framsóknarflokk urinn vildi, að húsið ásamt lóð yrði auglýst til sölu. upp er tillaga Ragnars Jóhannes- sonar um að auglýsa liús og lóð til sölu. Sú tillaga er felld með 7 atkv. geg'n 1, þar á meðal með atkvæðum kommúnista og sjálf- stæðismanna. Tillaga sjálfstæðis- manna er felld með 6 atkv. gegn 2. Þegar beiðni Guðlaugs Gott- skálkssoniar um Hv.br. 29, er bor- in undir atkvæði er hún sam- þykkt með 4 atkv. gegn 3 (Alþ.fl. og Framsókn). Við þessa atkv,- greiðslu sátu tveir bæjarfulltrúar kommúnista hjá. Nú verður Neista á að spyrja. Er hægt að sakast við Alþýðuflokkinn, þótt bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins greiði sömu tillögu la tkvæði og bæjarfulltrúar hans og tveir kommúnistar með hjásetu sinni tryggi henni meirihluta? Áreiðan lega ekki. Þegar þetta er athugað þarf sérstaka manntegund til þess að ski’ifa þannig imi þetta mál, eins og sorpblað kommúnista hér gerir. Alþýðuflokkurinn með aðeins þrjá bæjarfulltrúa hefur enga aðstöðu til þess að koma málum í gegn í bæjarstjórninni í trássi við liina sex bæjarfulltrú- ana. MATSGJÖRÐ Á HOSEIGNUNUM HV.BRAUT 29 OG KIRKJUST. 5 Eftir að samþykkt var í bæjar- stjórninni, að Guðlaugur Gott- skálksson fengi húsið Hv.braut 29, vár skipuð matsnefnd. Fer hér á eftir matgjörð þeirra Kristjáns Sigtryggssonar, Sveins Ásmunds- sonar og Páls Jónssonar: MATSGJÖRÐ á húseigniimi Hvaimeyrarbraut 29 og Kirkjustígur 5, Siglufirði. Samkvæmt bréfi bæjarstjórans í Siglufirði dags. 10. des. 1948, er o'kkur undirrituðum falið að meta núverandi verðmæti og notagildi húseignanna Hvanneyrarbraut 29 eign Siglufjarðarkaupstaðar og Kirkjustig nr. 5, sem er eign Guð- laugs Gottskálkssonar, — miðað við það, að skipti fari fram á þess- um eignum. Við höfum rannsakað húseignir þessar eftir föngum og gert okkur ljóst, hvert er hið raunverulega verðmæti þeirra, miðað við aldur þeirra og núverandi ástand. Brynjólfur Bjarnason var upphafsmaður óeirðanna í Reykjavík Stefán Ögmundsson eggjaði kommúnistaskrilinn Eins og öllum Siglfirðingum er kunnugt, sem hlustuðu á útvarp í fyrrakvöld, réðist trylitur kommúnistaskríll á Alþingishúsið, er at- kvæðagreiðslunni um Atlanzhafssáttmálann var lokið. Brynjólfur Bjamason, formaður Kommúnistaflokksins, mun hafa komið óeirð- um þessum af stað. Er atkvæðagreiðslu um Atlantshafssáttmálann var lokið trylltist Brynjólfur og hljóp út að einum glugganum og hrópaði út yfir mannfjöldann „að þingmenn sósialista væru fangels- aðir.“ Stefán' Ögmundsson, er þama var nærstaddur i jeppanum R. 6156, útvarpaði þessari lygafrétt í gjallarhom og hófust þá skríls- lætí kommúnista, sem þustu að með grjótkastí og hugðust taká AI- þingishúsið með áhlaupi. Umræður fóru fram um þetta á Alþingi í gær og mun þingmaður Siglfirðinga hafa hagað sér þar all illa, — Kommúnista-skrílsuppþot þetta hefur nú verið tekið i rannsókn. — Samkv. frétt frá Rvik. í fullu samr. við sátt- mála Sameinuðu þjóð- anna, segir Tryggve Lie ★ Tryggve Lie, aðalritari bandalags hinna sameinuðu þjóða, skýrði frá því á blaða- mannafundi í New York ný- ) lega, að Atlanzhafsbandalagið væri stofnað í fullu samræmi við ákvæði sáttmála ,banda- lags hinna sameinuðu þjóða. Aðspurður sagði Lie enmfrem- ur, að bandalag hinna sam einuðu þjóða hefði ekkert verið látið vita um stofnun þeirra bandalaga, sem til hef- , ur verið efnt í Austur-Evrópu eftir styrjöldina. | Það er tekið fram í áðurnefndu bréfi, að sú kvöð sé á húseigninni Hvanneyrarbraut 29, að Guðlaugur verði að flytja húsið af lóðinni eftir tveggja ára afnot, ef bærinn þarf að nota lóðina í sína þágu og verði það bænum algerlega að kostnaðarlausu. Við þetta ákvæði rýrnar verðmæti þessa húss mjög verulega, þar sem ógerlegt er að flytja það í heilu lagi, og ekki annað fyrir hendi en að rífa það. Út frá þessu sjónarmiði séð, höf- um við komizt að þeirri niðurstöðu, að skiptin verði að fara fram án milligjafar frá hvorugum aðiia. — Þetta höfum við reiknað út á eftir- . farandi hátt: Byggingakostnaður timburhúsa er nú ca. kr. 300,00 pr. rúmmetra, þar af efni 40%, sem gerír kr. 120,00 á hvem rúmmetir. Hvamneyrarbraut 29: Stærð 8,5X11,0X4,4=411,4 rúmm. á kr. 120,00, sem gerir kr. 49.368,00 -s- 50% vegna aldurs og skemmda á efninu við niðurrif 24684,00 og kostnaður við niður- rif 7417,50 = 32.101,50. Matsverð- ið er þá kr. 17.266,50. Krkjustígur 5: Vegna aldurs og ástands þessa húss höfum við orðið sammála um að afskrifa byggingartöluna kr. 300,00 um 55%, sem þá verður kr. 135,00 pr. rúmmetir. Stœrð hússins er 8,5 X 4,3 x 3,5 = 127,9 rúmm. á kr. 135,00 verður þá matsverðið kr. 17.226,50. (Frajnhald á 4. siðu)

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.