Neisti


Neisti - 01.04.1949, Blaðsíða 2

Neisti - 01.04.1949, Blaðsíða 2
2 NEISTI . t NEISTI — VBKUBLAÐ — tJtgefandi: Alþýðuflokksfélag Sigluf jarðar Áfcyrgðarmaður : ÓLAFUIi GUÐMUNDSSON Ritstj. annast blaðnefnd Neista Blaðið kemur út alla föstudaga Áskriftagjald kr. 20,00 árg. Afgreiðsla í Aðalgötu 22. Frekja Framsóknar JÞegar samkomulagið vai'ð milii alira flökka bæjarstjórnarinnar 16. apríl 1946 um máleínasamninginn, var Alþýðuílokkniun það ljóst, að ætti Framsóknarfiokkurinn engan mann í Allsherjarnefnd, væru stónun rýrðir möguleikar fyrir nauðsynlegiun tengslum milli flokka bæjarstjórnarinnar með til- liti til samstarfsins. Af þessari ástæðu lét Alþýðuflokkurinn Fram sóknarflokknum eftir annað sætið í AUsherjamefnd. — Sömuleiðis stuðlaði Alþýðuflokkurinn að því, að Framsóknarflokkurinn fengi fulltrúa í niðurjöfhunameínd. — Frams.flökkurinn hefiu’ engan veginn rejmzt vera maklegur þess trausts, sem honrnn var með þessu sýnt. Hann vildi nota sér þetta til þess að ganga á lagið og gerði strax veturinn 1947 kröfu til Alþýðúílokksins rnn það, að AlþýðufloMkurinn gæfi honiun eftir sæti í f jórum nefndum bæjar- ins, þ.á.m. í Rauðkustjóm og Hafiiamefnd. í ákafanum láðist honum að gæta þess, að ekki var að því sinni kosið í Hafnamefnd, þar eð sú kosning fór fram árið 1946 og til tveggja ára samkvæmt háilnarlögum. Við slíkri frekju átti Alþ.fl. að sjálfsögðu ekki önnur svör en blákalt nei. Þrátt fyrir það lét Framsóknarflokliur- inn sér ekki verða bumbult af að endurtaka sömu kröfu árið 1948. Þegar bæjarútgerðin tók til strfa kom enn fram krafa þeirra um, að í togaranefnd yrði fjölgað, svo Alþýðuflokknum gæfist færi á að lána þeim þar sæti. Þegar rafveitunefnd var kosin, komu þeir með tillögu um, að í hana yrðu kosnir fimm menn í stað þriggja, til þess að Fram- sóknarfl., með hjálp AIþ.fl. gæti eignast þar fulltrúa. Fyrir slíkum kröfum á hendur Alþýðufloklmmn eru vitanlega engar skynsamlegar ástæður, enda var slíkri frekju ekki sinnt. Framsóknarmenn eru algerlega einir um að ásælast meira en þeim ber eftir styrkleika- hlutföllum við síðustu kosningar. íslenzkur málstaður — eða rússneskur? Mottó hins rússneska málstaðar: „En félagar! Það er ekki nóg að tilheyra heimsflokki kommúnismans. Við verðum allir að vera reiðubúnir að framkvæma fyllilega í verkinu fyrirskipanir hans.“ (Vehkalýðsbl. 1932, 25. tbl.) Lýðræðisríkin, sem nú eru að stofna Atlanzhafsliandalagið.lhafa aldrei farið í neina launkofa með það, hver væri tilgangur þess. — Það á !að vera varnarbandalag gegn yfirgangi og ofbeldi og tryggja hinum frjálsu þjóðum Vestur-Evrópu og Norður-Amer- íku frið og öryggi. Það er skiljanlegt, að Rússland sé slíku varnarhandalagi andvígt og reyni þar af leiðandi að af- flytja það við lýðræðis])jóðirnar með síendurteknum getsökum um, að því sé ætlað að vera árás- arbandalag. Rússland vill, að lýð- ræðisrikin í Vestur-Evrópu séu einangruð, samtakalaus og varn- arlaus svo að auðvelt sé fyrir það að kúga þau hvert um sig. Það er hin gamla, gullvæga regla allra árásarríkja, sem Þýzkaland Hitl- ers fór eftir með svo miklum ár- angri fyrir rúmum áratug síðan: !að deila og drottna. Þessvegna herst Rússland nú svo hatrammri baráttu gegn því, að lýðræðisríkin í Vestur-Evrópu gangi í Atlanz- hafsbandalagið. Og ekkert er skiljanlegra, út frá stórveldishags munum ])ess. En hvernig eiga menn að skilja jafn h'atramma baróttu eins stjórnmálaflokks í lýðræðisrikjunum sjálfum gegn því, að þau hafi með sér samtök til varnar og öryggis? Getur slík barátta hans vcrið háð með þjóðarhag fyrir augum á hverj- um stað. Getur það t.d. verið ís- lenzkur málstaður, sem komm- únistar berjast fyrir, þegar þeir ólmast gegn aðild Islands í At- lanzhafsbandalagi. — Athugum þetta nánar. Það er vitanlega vel skilj'anlegt, að kommúnistar, telji sér það liklegt til nokkurs framdráttar, Þessi olanritaða saga af Fram- sóknarflokknum er leið og ljót, en hún liefur það sér til ágætis að vera sönn. Þessi saga er því ljótari af því, að aðaluppistaðan í skrifum Fram- sóknarmanna mn bæjarmálin bygg ist á því, að Alþýðuflokkurinn hef- ur ekki orðið við frekju Fram- sóknarflokksins. Þessvegna skal rógkvömin sett af stað og henni snúið af „viðskotaillum ribbalda“, sem vart er „vandfimdinn, þeim, sem kynnu að liafa gaman af að Iiynna sér hann nánar, því slíldr menn eru, sem betur fer, fágætir í þessum bæ.“ En eitt er víst, að bæjarbúa mun ekkert imdra, þótt Alþýðu- flokkurinn hafi ekki viljað þýðast frekju Framsóknarflokksins. að kalla málstað sinn íslenzkan mólstað. En hvenær hafa þeir yfirleitt barizt fyrir íslenzkum málstað. „Skilyrðislaus afstaða með Sovét-Rússlandi“. Fyrir tíu árum viar um það rætt, að sameina Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokkinn í einn ílokk. Sainningaumleitanir, sem fram fóru um það, strönduðu ekki hvað sízt á því, að Bryn- jólfur Bjax-nason gerði það að ófrávíkjanlegú* skilyrði fyrir samciningunni, að hinn nýi flokk ur tæki, ef stofnlaður yrði „skil- yrðislausu afstöðu með Sovét- Rússlandi'. — Hvort lialda menn, að kommún istar hafi þá haft fyrir augum is- lenzkan málstað, — eða rússnesk- an? . „Hér yrði skotið á miskunnar“. Tökurn annað, ekki síður lær- dómsríkt dæmi. Fyrir tæpuin 8 árum gerði Alþingi, sem kunnugt er, berverndarsamninginn við Bandaríkin. Kommúnistar höfðu fram til þessa tíma verið allri samvinnu við Vesturveldin mjög andvígir, enda Rússland i upp- hafi ófriðarins gert sinn fræga vináttusamning við Þýzkaland Hitlers. Töldu kommúnistar sig alla tíð á meðan sá samningur stóð fylgja strangri hlutleysis- stefnu. En er herverndarsamning- urinn við Bandaríkin var sam- þykktur var Rússland komið í stríðið, og því kvaddi Brynjólfur Bjarnason sér hljóðs á Alþingi og sagði, að Islendingar myndu ekki telja það eftir, að land þeirra yrði hertekið af Bandaríkja- mönnum, og „hér yrði skotið án miskunnar“, ef það yrði aðeins til þess, að Rússland fengi virka hjálp í stríði þess við Þýzkaland. Hvort haldia menn, að kommún istar hér hafi þá verið að hugsa um íslenzkan mólstað eða rúss- neskan? Landráðaviima. Landvamarvinna. Tökum þriðja dæmið. Eitt af því, sem sýnir átakanlega vel, hversu kommúnistar á Islandi voru þrælbundnir á sál og sam- vizku af griðasáttmála Rússa við nazistana þýzku, eru ummæli þeirra í tilefni af setuliðsvinn- unni 31. jan. 1941, þá sagði Þjóð- viljinn m.a.: „Ekkert handtak, sem er unnið fyrir hinn brezka inn- rásarher, er þjóðinni í hag. Ef slík hagnýting vinnuafls- ins er ekki glæpsamleg, þá er óþarfi að vera burðast með það orð í ísl. orðabókum.“ Einar Olgeirsson sagði i eldhús- dagsumræðum þann sama vetur, að ríkisstjórnin hefði rekið verka menn til að vinna hjá innrásar- hernum störf, sem Jiverjum Islendingi er raun\ að sjá unnin hér, og flest öll eru landi og lýð til tjóns eða a.m.k. einkisnýt.“ Þegar Rússar voru komnir í stríðið, þótti þeim allt um van sem áður var um of. Þann 19. maí 1942 sagði Þjóðviljinn: „Þeir, sem hamast nú gegn landvarnarvinnunni á Islandi eru að vinna í þágu Kvislings og Hitlers.“ Hvort halda menn, að kommún istar hafi í þessum tilvitnuðum skrifum sínum verið. að hugsa um islenzkan málstað eða rúss- neskan? Rússneskur málstaður en ekkí íslenzkur. Þegar þeir Brynjólfur Bjarna- son og ísleifur Högnason sigldu til Rússlands 1932, sendi Verka- lýðsblaðið þeim kveðjuorð, og sagði m.a.: „En félagar! Það er ekki nóg að tilheyra heimsflokki kommiinista. Við verðum einnig allir að vera reiðu- búnir að framkvæma fylli- lega í verkinu fyrirskipanir hans.“ Nú er það heitasta ósk Rússa að koma Marshallhjálpinni og Atlanzhafssáttmálanum fyrir kattarnef. — Atlanzhafssáttmálan um' til þess, að Rússar geti með hjálp kvislinga kommúnista tekið eitt og eitt ríki og innlimað það „þegjandi og hljóðalaust“ inn í ráðstjórnarfyrirkomulagið. Með því að hamast gegn Atlanzhafs- sáttmálanum eru íslenzkir komm únistar að framkvæma fyrirskip- anir heimsflokks kommúnista og berjast fyrir heimsveldisstefnu Rússa. Að þessu öllu athuguðu þurfa menn ekki að vera i nein- um vafa um þiað lengur, fyrír hvaða málstað kommúnistar eru nú að berjast — islenzkum eða rússneskum. 1 þessu máli berjast kommúnistar fyrir allt öðrum málstað en t.d. Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson, sem viljia samvinnu við hinar vest- rænu þjóðir, en finnst, aðsérstaða Islands komi ekki nógu vel fram í Atlanzhafssáttmálanum. Komm- únistar eru því sannarlega einir mn liinn rússneska málstað, enda hefur hringdans þeirra i utan- (Framhald á 4. síðu) Allar leturbr. Neista i *- \ \

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.