Neisti


Neisti - 25.04.1949, Qupperneq 2

Neisti - 25.04.1949, Qupperneq 2
 NEISTI — VIKUBLAÐ — Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Sigluf jarðar Á&yrgðarmaður : ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Ritstj. annast blaðnefnd Neista Biaðið kesmur út alla f östudaga Áskriftagjald kr. 20,00 árg. Afgreiðsla í Aðalgötu 22. Á að byrja á fsví að spara mannréttindin ? thaldsþingmaðurinn Björn Ólafs son heildsali, vajkti fyrir skömmu athygli á sér með því að flytja á Alþingi ihreinræktuðustu 'ihalds- ræðu, sem iþar hefur heyrzt langa tíð. 1 ræðu þessari krafðist íhalds- þingmaðurinn stórfeldrar gengis- lækkunar eða launaskerðingar. — Neisti gerði þessum afturhaldstil- lögum íhaldsþingmannsins nokkur skil í 9. tbl. Það var ahnenn skoðun, að aftur haldstillögur heildsalawþingmanns- ins ættu fáa formælendur, svo ó- fýsileg sem ráð hans væru. En nú hefur komið í ljós, að Bjöm Ólafs- son á sér stuðningsmenn á Aiþingi, sem yiija ganga enn lengra en hann. Þessir menn eru Sjálfstæðis- mennirnir Sigurður Kristjánsson og Hallgríxri,ur Benediktsson, báðir þingmenn Reykvíkinga í umboði SjóHfstæðisflokksins. Sig. Kristjáns son og Hallgrímur Benediktsson feta í fótspor Björns Ólafssonar, þegar þeir heimta afnám ríkisfyrir tækja. Það sem vakti fyrir þeim félögum í því efni, er einfaldlega það, að einstaklingum verði gefinn kostur á að reka í gróðaskyni fyrir sjálfa sig hin umræddu ríkisfyrir- tæki. En þó kastar þá fyrst tólf- unum, þegar þessir Sjálfstæðis- menn láta stjórnast af svo fá- heyrðu skilningsleysi og afturhalds semi, að heimta orlofslögin afnum- in og framlög til almannatrygg- inga lækkuð. Þjóðinni aíllri ber að gefa gaum að þeirri kröfu og hyggja að því, hvað um er að vera. Það er furðulegt, að fyrirfinnast skuli á Alþingi menn, sem vilja að horfið sé aftur til þess ástands, þegar íslenzkir verkamenn áttu þess ekki kost að ‘njóta hálfsmán- aðar orlofs á ári. Hitt er þó ef til vill enn furðulegra, að fram sé borin á Alþingi tillaga um að horfið sé að meira eða minna leyti frá framkvæmd almannatrygginganna Þeir menn, sem slíkt vilja, eru svo langt leiddir, að þeir sjá ofsjónum yfir styrkjunum, er renna til þeirra þegna þjóðfélagsins, sem vegna elli, sjúkdóma eða örorku, eru mið- GUNNAR VAGNSSON: Nokkrar athugasemdir i. 1 „Siglfirðingi,“ sem út kom hinn 31. marz s. 1. endurtekur bæj- arfultrúi, A. Sohiöth marghraktar fullyrðingar hans og „Mjölnis“- ritstjórans um svokallað húsa- skiptamál og kaup bæjarins á mið- hæð hússins Laugavegur 14. Hafa mál þessi verið það ýtarlega rædd hér 1 blaðinu, auk þess sem þessi iháttvirti bæjarfulltrúi hefur átt þess kost að fræðast um þau á bæjarstjórnarfundi, þar sem þau voru til umræðu, að honum ætti ekki að vera hin minnsta vorkunn að fara rétt með staðreýndir í sambandi við þau. Vænti ég að mér verði ekki láð, þótt ég fari að draga i elfa, að fyrir bæjarfulltrú- unum vaki að fræða bæjarbúa um sannleikann í þessum málum, þeg- ar hann skrifar um þau af því ábyrgðarleysi sem raun ber vitni. En hafi ég bæjarfultrúann í þessu ur síii í lífsbaráttunni. Mörg og fögur orð hafa verið og eru mælt og rituð um mannréttindi. íslend- ingar eru sízt undantekning í því efni. Við viljum koma hér á sem mestum mannréttindum og þess- vegna höfum við efnt til mikilla félagslegra framfara. Þetta er ís- lendingum til mikillar sæmdar, enda munu þeir menn vandfundnir meðal þjóðarinnar, sem ekki fagna þessari þróun af heilum hug og vildu hana meiri en raun er enn á orðin, þótt alimikið hafi áunnizt. Þessvegna er það furðulegt, að á Alþingi íslendinga skuli sitja menn sem 'hafa þann boðskap að flytja þjóðinni, að launastéttunum skuli ekki unnt hálfs mánaðar orlofs á ári og gamalmenni, sjúklingar og öryrkjar skuli sviptir að meira eða minna leyti styrkjum samkvæmt almannatryggingarlögunum. Það er ekkert við því að segja, þó að fram komi tillögur um sparn- að á útgjöldum ríkisins. Þær eiga rétt á sér, ef þær eru rökstuddar óg skynsamlegar. En hitt er regin hneyiksli, að lagt sé til að byrja að spara útgjöld rikisins með því að afnema sjállfsögðustu mannréttindi eins og þau, sem íslendingum eru tryggð meéð orlofslögunum og al- mannatryggingarlögunum. Menn, sem slí'ks krefjast, eru fulltrúar afturhaldsins, sem ætla mætti að Islendingar hefðu vísað á bug í eitt skipti fyrir öll. Alþýðuflokkurinn, sem kom þess um mannréttindum í gegn á sínum tíma, mun fylkja alþýðunni gegn þessum afturhaldstillögum Sjálf- stæðisflokksins, því að þessi dýr- mætu mannréttindi sín mun íslenzk alþýða sannarlega aldrei láta frá sér taka. efni fyrir rangri sök, og hann sé 1 raun og veru ekki fróðari um þessi mál en greinar hans bera vott um, vil ég upplýsa hann um eftir- farandi: Bæjarfulltrúinn segir, að blöðin hafi verið að skýra frá því að bæj- arsjóður hafi tapað 60—70 þús. kr. á húsaskiptunum margumtöl- uðu og virðist meira að segja gefa 'í skyn, að. enginn ágreiningur sé milli bæjarbl. um þetta. Síðan segir bæjarfulltr., að ekkiverðiannaðséð en að þessi skipti hafi fram farið 'heimildarlaust, með því að bæj- arstjórn hafi aldrei lagt á þau blessun sína, enda standi til atkv.- greiðsla um þau innan sikamms. —- Eg vil nú spyrja bæjarfulltrúann 1 fullri einlægni, hvort hann trúi þarna sjálfum sér. Hvernig gæti bærinn hafa tapað 60—70 þús. kr. á skiptunum, sem ekki er búið að ákveða ? Eða ætlar bæjarfulltrúinn að tryggja skiptunum meirihluta í bæjarstjórninni, til þess að ,,tryggja“ bænum þetta tap? — Eftir framsetningu bæjarfulltr. verður þetta ekki öðruv'isi skilið. En hann veit betur; sennilegast þykir mér það að minnsta kosti, enda biðst ég afsökunar ef hann viðurkennir þetta slúður stafa frá fáfræði sinni. Hann veit að bæjar- stjórn ákvað með 4 atkv. gegn 3 að skipti rkyldu fara Ifram gegn milligréiðslu samkvæmt mati, og að 'bæiarstjónr kaus 3 menn; þá Svein Ásmundsson, Kristján Sig- tryggsson og Pál Jónsson, til að framkvæma matið, og sikyldi það vera bindandi fyrir báða aðila, enda báru toáðir aðilar fullt traust til þessara matsmanna. Bæjarfull trúinn skýtur þessvegna jdir mark ið; hann hyggst sverta mig eða bæjarstjórnina í heild (þar með fulltrúa Sjálfstæðisfl., sem engan ágreining gerðu um matsmennina) með því, að matsmennirnir hafi ekki verið starfi sínu betur vaxnir en svo, að þeir hafi með ákvörðun matsins skaðað bæjarsjóð um 60 —70 þús. kr. Slík fullyrðing hittir matsmennina sjálfa. Er reyndar furðulegt, ef mats- mennimir þola bæjarlfulltr. þessa fullyrðingu óátalið, svo svívirðileg aðdróttun sem í henni felst. Ein- asta sikýringin á þolinmæði þeirra er sú, að þeir vita að allar þessar fullyrðingar eru framsettar gegn betri vitund og ætlunin að sverta með þeim aðra en matsmennina, þótt engir aðrir en þeir hljóti fyrir að verða. Bæjarfulltrúi A. Schiöth þarf ekki að taka ráðleggingum mínum nema'honum sjálfum sýnist, það er mér ljóst. En ég vildi þó ibeina þeim tilmælum til hans, að hann geri sér það ómak, áður en hann stingur næst niður penna um þetta mál, að eiga tal um það við ein- hvern matsmannanna, og gera með því ærlega tilraun til að fræðast mn málið, í stað þess að endur- taka sömu firrumar. Vilji bæjar- fulltrúinn hafa það sem sannara reynist, hlýtur hann að gera þetta, og ætti reyndar að hafa tekið það upp hjá sjálfum sér fyrir löngu. — Hvort liann gerir þetta eða ekki er prófsteinninn á það, hvort hon- um leikur nokkur hugur á að liafa heldur það, er réttara reynist. II. Ekki er bæjarfulltrúinn mjúk- hentari á staðreyndunum í sam- bandi við kaupin á íbúðmni handa bæjarverkfræðingnum. Þegar allsherjarnefnd gerði til- lögu til bæjarstjórnar um kaup á 'ibúð handa bæjarverkfræðingnum. og innréttingu hennar, lá fyrir til- boð í ákveðna óinnréttaða hæð, svo sem tillagan ber með sér, og kost- aði hæðin kr. 52.000 kr. Sömuleiðis var því lýst yfir af mér, að þar eð verkfræðingurinn ætti ekki yfir neimrm verulegum fjármunum að ráða er um munaði við kaupin og standsetningu hæðarinnar, . yrði allsherjarnefndin að gera sér ljóst, að um veruleg fjárútlát yrði .að ræða í þessu sambandi. Þetta vissi bæjarstjórnin þegar samþykktin var gerð, þótt ýmsir hafi síðan orðið til þess að ,,gleyma“ því, viljandi eða óviljandi. Orðalag bæjarfulltr. A. Schiöth er, að ég hafi svo út á þessa samþ. greitt hvert tugþúsundið á fætur öðru, er mjög klaufalegt, því ól'ik- legt þykir mér að hann einn bæjar- toúa viti ekki, að engar greiðslur eiga sér stað frá gjaldkeranum, án uppáskriftar allsherjarnefndar. Hún vissi því jafnóðum, hvað greiðslunum leið, og þegar ég í jan. s. 1. óskaði þess 1 allsherjar- nefnd, svo sem fundagerðabók hennar staðfestir, að upphæðinni sé slegið fastri, en hún var þá orðin um kr. 80.000 fékkst nefndin ekki til að gera það, heldur samþ. að greiðslum skyldi haldið áfram vegna innréttingarinnar. Bæjarfulltrúinn gerir tilraim til að telja bæjarbúrun trú um, að ótryggilega sé gengið frá þeim íjármunum, sem bærimi á þarna bundna. Það sé svo sem ekki lítill munur á, hversu hyggnari bæjar- verkfræðingurinn sé 'í þeim efnum og hafi hann snúið laglega á bæj- arstjórann, því sjálfur hafi verk- fræðmgurinn þinglesið afsal fyrir sínum parti í húseigninni, en bær- imi enga. Getur bæjarfulltrúinn ekki skilið það, að það skapar bæj- arsjóði og Jóni Guðmundssyni sameiginlega tryggingu, að hafa þinglesið afsal frá seljanda fyrir ihæðinni? Skyldi það ekki útiloka að hugsanlegir lánardrottnar (Framhald á 3. síðu)

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.