Neisti


Neisti - 13.05.1949, Page 1

Neisti - 13.05.1949, Page 1
4 ? V > I T 17. árgangur. Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 16. tbl. Fösfudagur 13. maí 1949. Opið bréí til A. Schiöth var þar mótatkvæðalaust, um að gera samning við Guðlaug Gott- skálksson um að húsaskiptin fari fram samkv. mati. í blaði yðar, „Siglfirðingi," 16. j tbl., sem út kom 5. þ. m„ segið þér orðrétt: „Staðreyndirnar tala sínu máii og þær eru í stuttu máli þessar: Margumrædd húsaskipti hafa farið fram án samþykkis bæj- arstjórnar.“ (Leturbr. yðar). Svo oft er búið að mótmæla þess- ari fullyrðingu yðar, og svo oft er búið að gefa yður kost á að vita það sanna í þessu máli, að ég hef ekki lengur þolinmæði til að telja sjálfum mér trú um að þéy, af vanþekkingu einni saman, farið með rangt mál 'i þessu efni. Það er því ekki yðar vegna, heldur vegna almennings í bænum, sem þér gerið ítrekaðar tilraunir til að blekkja í þessu máli, að ég endur- tek staðreyndirnar og þær eru þessar: 1) Bæjarstjórnanfundurhinn 26. nóv. s.l. fellir með 7 atkv. gegn 1 tillögu um að selja húseignina Hv.br. 29 með lóðarréttindum og auglýsa eftir tilboðum í eignina. 2) Sami bæjarstjórnarfundur fellir með 6 atkv. gegn 2 að ætla I umrædda lóð undir húsmæðraskóla og gera við húsið til bráðabirða, þannig, að það megi nota 'i þessu skyni. 3) Sami bæjarstjórnarfundur samþ. með 4 atkv. gegn 3 tillögu allsherjarnefndar sbr. 5. lið fund- argerðar frá 19. nóv., og samþ. HJúsaskiptin hafa þvá verið | framkvæmd með samþykki bæjar- stjóraar. — Gef ég yður enn frest til loka þessa mánaðar, til að gera annað tveggja: 1. Sanna þau ummæli yðar í blaðinu „Siglfirðingur," sem 'hér að framan er vitnað til, eða, 2. biðja opinberlega afsökunar á því, að þér hafið farið með rangt mál í þessu efni. Fundargerðarbækur bæjarstjórn ar eru yður að sjálfsögðu vel- komnar til afnota. Siglufirði, 6. maí 1949 Gurniar Vagnsson STUTT ATHUOASEMD „Þróttur" segir upp samningiHn. Við allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkamannafélaginu Þrótti, sem fram fór dagana 6.—7. maí s.I. v.ar samþýkkt að segja upp gild- andi kaupgjaldssamningum frá 15. maí með 171 atkv. gegn 40, sex seðlar voru auðir. Alþýðusamband íslands sendi öllum sambandsfélögum s'ínum bréf í feþrúar, þar sem félögin voru hvött til uppsagnar á gildandi samningum. Að undanfömu hafa staðið ýfir stöðugar umræður milli Alþýðusambandsstjórnarinnar og ríkisstjórnarinnar og mun Alþýðu- sambandið hafa lagt aðaláherzlu á lækkun dýrtáðarinnar og aukinn kaupmátt launa. Þrátt fyrir góðan vilja hefur ríkisstjórnin ekki verið þess um- komin að halda dýrtíðinni í skefj- xun nema að litlu leyti, þrátt fyrir vísitöluskerðinguna. Nú er svo komið, að verði ekki ríkisstjórnin við kröfum alþýðunnar um kjara- bætur með tafarlausri stórlækkun á dýrtdðinni, hefur verkalýðurinn ekki um annað að velja en kref jast grunnkaupshækkana og þær all verulegar. I „Einherja“, sem kom út s.l. þriðjudag er skýrt frá afgreiðslu bæjarstjórnarfundar daginn áður, á erindi atvinnumálaráðuneytisins til Rafveitu Siglufjarðar varðandi breytingu á gjaldskrá Rafveitunn- ar. 1 þessari frásögn blaðsins koma fram tvær meinlegar villur: 1) Hækkunin- á- ári, miðað við hækkun síðasta ár, nemur ekki kr. 200 til 300 þús. kr., heldur kr. 150.000. 2) Hin villan er þó öllu hættu- legri. Blaðið heldur 'því fram, að ekki hefði þurft að koma til þess- arar hækkunar á rafmagnsverð- inu, ef samþykkt höfði verið til- laga frá bæjarfulltrúa Framsókn- arflokksins við afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar s.l. vetur, um að kr. 150 þús. yrðu teknar með útsvöium af bæjarbúum og lánað- ar rafveitunni. Fyrst og fremst er engan veginn sannað, að komizt hefði orðið framhjá hækkuninni, þótt umrædd tillaga hefði verið samþykkt. Slíkt er að m'ínum dómi mjög ólíklegt, þar eð tillaga ráðu- neytisins um hækkunina var um þriðjungi háerri, en bæjarstjórn samþýkkti samkv. till. rafveitu- nefndar. En þótt við gerum ráð fyrir því, býst ég við, að þei’r séu mun fleiri, er álíta, að a'f tvennu illu sé þolanlegra og réttlátara, að láta hækkunina koma á rafmagns- verðinu, heldur en að taka sömu upphæð með útsvörum. Á það er t.d. að líta, að fjöldi einstaklinga, og þó sérstaklega atvinnufyrirtæk- in, sem erfitt og stundum ógerlegt er að ná útsvörum af, greiða þó með hækkuðu, rafmagnsverði sinn ; skerf eins og aðrir rafmagnsnot- endur. Sama máli gegnir xun nokkra mjög stóra rafmagnsnot- endur i Siglufirði, sem alls ekki eru útsvarsskyldir, hvorki hér né annarsstaðar. Þessvegna er ég eihdregið þeirrr ar skoðunar, að aðferð sú, er bæj- arstjórn viðhafði, var sú eina rétta sem farin varð og meira í samræmi við vilja og hagsmuni Siglfirðinga, en umrædd tillaga bæjarfulltrúa Framsóknahflokksins. Bæjarfulltr. Framsóknarflokksins, og þeir, sem samþ. hin hækkuðu rafmagns- gjöld, eru sammála um, að gera þurfi sérstakar ráðstafanir til að létta undir með rekstri rafveitunn- ar og standa undir kostnaði við aukninguna, meðan ekki fæst fast lán. Það sem á milli ber er aðeins, hvort þær ráðstafanir eigi að koma fram í auknum útsvarsbyrð- um eða hækkuðum rafmagnsgjöld- um. Þann sama skatt, sem ,,Ein- herji“ vítir bæjarstjórn fyrir að leggja á bæjarbúa, vildi bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins líka 1 svari bæjarstjóra við* 1 2 3 | fyrirspurn „Siglfirðings“ um aukningu á rekstwrskostnaði Rafiieitu Sigluf jarðar, kemur þetta fram: Arið 1946 er reksturskostn- aðurinn kr. 559.565,72, en ár- ið 1948 er hann kr. 378.609,10. — Stefán Friðbjarnarson rit- stjóri SiglfirÖings, FULL- YRTI Á UMRÆÐUFUND- INUM 1 BlÓ, að reksturs- kostnaður rafveitunnar hefði hækkað um 50% síðastliðin tvö ár. Ósannindi „Siglfirð- ings“-ritstj. mælast þannig í tölum: Ef hækkunin hefði numið 50% eins og Stefán ritstj. fullgrti, hefði liðurinn orðið s.I. ár kr. 839.348,58, en liann VARÐ sem áður segir, kr. 378.609,1‘; þannig varð hann kr. 460.739,48 lægri en „Siglfirðings“-ritstj. fullyrti. — „Prósentuvís“ nema ósann indin því: 460.739,48 ^ 100 ---------------= 121,6% 378.609,10 Skyldi ekki vera skynsam- legra fyrir lesendur „Sigl- firðings“ að taka fullyrðing- ar þlaðsins og ritstjórans um ýmis málefni með nokkurri varúð. Skyldi ekki ritstjóri „Siglfirðings“ jafnvel leyfa sér cnn ríflegri ósannindi, í blaðinu t. d„ þegar ritstj. veit, að ummælin eru þess eðlis og um það efni, að ekki verður hrakið með tölurri Alþ.fl.félag Siglufjarðar hélt aðaifund sinn föstudaginn 6. maí s.l. I stjórn félagsins voru kosnir: ( Gísli Sigurðsson, form. Ólafur Guðmundsson, varaform. Sigurður Gunnlaugsson, ritari. Haraldur' Gunnlaugsson, gjaldk. Gunnar Vagnsson, meðstj. Kristján Sigurðsson baðst ein- dregið undan endurkjöri sem for- maður félagsins. Á fundinum kom fram mikill áhugi um að auka félagsstarfið og efla Alþýðuflokkinn. leggja á þá, aðeins í öðru formi, og þá í því formi, sem hefði verið óréttlátara og óhagstæðara Sigl- firðingum. Siglufirði, 11. maí 1949 Gunnar Vagnsson

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.