Neisti


Neisti - 13.05.1949, Blaðsíða 3

Neisti - 13.05.1949, Blaðsíða 3
I NEISTI TILKYNNIIMG um fendurnýjun umsókna um lífeyri frá almannatryggingum Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna er útrunnið hinn 30. júní næstkomandi. Næsta bótatímabil hefst 1. júlí 1949 og stendur yfir til 30. júní 1950. Samkvæmt almannatrygginga- Iögunum skal endumýja fyrir hvert einstakt bótatímabil allai umsóknir um eftirtaldar tegundir bóta: Ellilífeyri, örorkulífeyri, barnalífeyri, fjöl- skyldubætur, ekknalífeyri, makabætur, ör- orkustyrki. Ber þvi öllum iþeim, sem njóta framangreindra bóta og óska að njóta þeirra næsta bótatímabil, að sækja á ný um bætur þessar. Umboðsmenn Tryggingastofnunarinnar munu veita umsókn- um viðtöku frá 6. maí til 6. júní n. k>— Ber því umsækjendum að hafa skilað umsóknum sínum til umboðsmanna eða póstlagt þær eigi síðar en 6. júní n. k. Eyðublöð fást hjá umboðsmönnurn. Sérstaklega er áríðandi, að öryrkjar, sem misst hafa 50%—75% starfsorkunnar og sækja um örorkustyrk, skili um- sóknum á tilsettum tíam, ella má gera ráð fyrir, að ekki verði unnt að taka umsóknirnar til greina, þar sem upphæð sú, sem nota má í þessu skyni, er fastákveðin. Fæðdngarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja um- sóknum, hefi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna, með trygg- mgaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að framan eru nefndar, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekkna- bætur, svo og nýjar umsóknir um lifeyri, verða afgreiddar af umborðmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvís- lega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Reykjavík, 3. maí 1949. Tryggingastofnun ríkisins. Reykjavík, 4. maí 1949 , VERDLAGSSTJÓRINN IBOD TIL SOLU 4ra herbergja íbúð með eldhúsi og baði til sölu. — IJpplýsingar í síma 51. — Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir laugardagskvöid. Almannatryggingar tilkynna: Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta frá almannatrygg- ingunum skerðist eða fellur niður, ef hlutaðeigandi eigi hefur greitt skilvíslega iðgjöld sín tíl tryggingasjóðs. Þeir, sem sækja um bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, skulu leggja fram tryggingaskírteini sín með kvittun innheimtu- manna fyrir áföllnum iðgjöldum. Reykjavík, 3. maí 1949. Tryggmgastofhun rfldsius. TILKYNNdG TILKYNNING Bannað er smásölum að hækka verð á þeim birgðum af tóbaki, sem þeir eiga í vörzlum sínum, og keypt hefir verið af Tóbakseinkasölu rikisins fyrir 1. maí s. 1. ♦♦« Viðskiptanefndin hefur ákveðið, að hámarissverð á blautsápu ("kristalsápu) í heildsölu skuli vera kr. 3,70 pr. kg. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 25. apríl 1949. VERÐLAGSSTJÓRINN Flugfélag íslands býður yður upp á flugferðir frá Siglufirði, — til Kaumannahaf nar — Oslo — Prestwick — London. ÁÆTLUN SEM HÉR SEGIR : Daglegar flugferðir frá Siglufirði til Reykjavíkur. Til Osló fimmtudaginn 19. maí og síðan hálfsmánaðarlega, — frá Osló 20. maí; síðan hálfsmán.lega. Frá Reykjavík tál Kaumannahafn- ar hvern laugardag, — frá Kaup- mannahöfn hvem sunnudag Til Prestwick og London hvera ★ þriðjudag, — f rá London og Prest- wick hvera miðvikudag. Allar nánari upplýsingar um verð farmiða og aiuiað er lítur áð ferðalaginu gefnar á skrifstofu vorri, Norðurgötu 4 — sími 31. — FLUGFÉLAG ISLANDS H. F. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦- JJij/a tf íc Sunnudag kl. 3: . KRÓKUR A MÓTI BRAGÐI Sunnudag kl. 5: FLUGKAPPINN Sunnudag kl. 9: HVÍTAR RÓSIR Tilkomumikil finsk stórmynd Atvinna 2 til 3 stúlkur geta fengið at- vinnu við saumaskap. — Nemar koma til igreina. Vinnutími eftir samkomulagi. Helgi Vilhjálmsson klæðskeri

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.