Neisti


Neisti - 20.05.1949, Blaðsíða 3

Neisti - 20.05.1949, Blaðsíða 3
NEISTI F.U.J.-SÍÐAN (Framhald' af 2. síðu) SUJ hefur aldrei verið fjöl- breyttari og öflugri, og hefur dugn aður ungra jafnaðarmanna komið vel í ljós á þeim opinberu fundum, er samtök ungra jafnaðarmanna hafa boðað til á undanfarandi þremur árum. Jafnframt því, sem SUJ hefur haldið uppi öflugri útbreiðslu- og fundastarfsemi, hefur það og einnig byrjað skipulagða ifræðslu- starfsemi, sem hófst með stjórn- málaskóla SUJ í vetur og heldur áfram næsta haust. 1 samibandi við stjórnmálaskólann verður gefinn út fjöldi fræðslurita um „Grund- vallaratriði jafnaðarstefnunnar og framkvæmd hennar" eftir Gylfa Þ. Gíslason alþingismann, er hann flutti í stjórnmálaskólanum í vetur og þannig verður haldið áfram, eftir því sem efni og ástæður leyfa. Samband ungra jafnaðarmanna var stofnað og byggt upp af unga fólkinu úr alþýðustéttunum, og þannig er það enn. Hundruð verka- manna og verkakvenna um land allt eru innan samtaka ungra jafn- aðarmanna og ráða stefnu þess og starfsaðferðum. Þetta unga fólk veit hvar skór- inn kreppið að; þekkir skyldur sín- ar og rétt. Þetta er hin sósíaldemó- kratiska alþýðuæska á Islandi, sem vill vinna að því með heildarsam- tökum verkalýðsins og Alþýðu- flokksins, að koma á þjóðskipu- lagi alþýðunnar. Stjórnmálaflokkur, sem hefur jafn sterka unghreyfingu á bak við sig sem Alþýðuflokkurinn þarf ekki að kvíða framtíðinni, ef vel er á málunum haldið. Ungir jaifnaðarmenn skilja, að Alþýðuflokkurinn hefur ekki iþái þjóðfélagsaðstöðu nú, að hann geti framkvæmt allar hugsjónir sínar, þótt hann hafi stjórnarfor- sæti í þriggja flokka ríkisstjórn. Hlutverk hans í rikisstjórninni er að samhæfa þrjú ólík sjónarmið til SIGLFIRÐINGAR! Sparið tíma og peninga. Notið hinar beinu ; f lugf erðir vorar til og frá Reykjavflc. MÁNUDAGA MBOVIKUDAGA og LAUGARDAGA Afgreiðslu í Siglufirði annast Víkingur h.f., Aðalgötu 21, sími 251. LOFTLEIÐIR H. F. lausnar á aðkallandi vandamálum .og að tryggja atvinnu við sem bezt kjör á erfiðleikatímum. En samtök ungra jafnaðarmanna vita, iað Al- þýðuflokkurinn er hinn sanni sósí- aldemókratiski flokkur, sem hann hefur :alltaf verið, og mun mark- víst og skipulega vinna að fram- gangi jafnaðarstefnunnar á Is- landi eftir þv'i sem aðstæður leyfa. I þeirri baráttu munu ungir jaf n- aðarmenn æ meir láta til sín taka eftir því sem samtökin eflast og vaxa. Vilhehn Ingimundarson * lVs milljón í Alþjóðasam- sambandi ungra jafnaðarmanna Landsmót Arbeiderens Ungdoms fylking, sambands ungra jafnaðar- manna í Noregi, var haldið dagana 5.—8. maí s. 1. 400 fulltrúar víðs- vegar að úr Noregi sóttu lands- mótið, en gestir voru um 100. Þar á meðal Ingólfur Kristjánsson, rit- stjóri Æskulýðssiðu S.U.J. í Al- þýðublaðinu. Peter Strassen frá Austurriki, forseti Alþjióðasam- bands ungra jafnaðarmanna, tal- aði fyrstur gestanna. Sagði hann, að í samtökunum væri nú 31 land og væri meðlimataila alþjóðasam- bndsins um 1% milljón. * Vegna rúmleysis á F.U.J.-síð- unni að þessu sinni verður svar- grein við spumingum Ehiars AI- bertssonar, í 4. maí blaði Mjölnis, að bíða næsta blaðs. NYJA BÍÖ Föstud. kl. 9: KENJAKONA Sunnud. kl. 3: Svikið guU Sunnud. kl. 5: Sterki MacGurk Sunnud. kl. 9: KENJAKONA Mánudaginn kl. 9: Kenjakona Þriðjudaginn kl. 9: Hvítar rósir Síðasta sinn Miðv.daginn kl. 9: Svikið gull ATH. Frá og með sunnudegi 22. maí verða sýningar öll kvöld vikunnar. HVER VILL BOTNA? Eftirfarandi vísuhendingar hef- ur mér borizt til birtingar frá „Elliða". Orðalag og/rím gefa til kynna, að vísurnar verði sléttu- bönd. Vilja ekki „hjónaklúbbs- skáldin" og önnur góðskáld bæjar- ins senda mér botna fyrir 4. júní. Þórður Þögli, c/o Neisti, pósthólf 86. Hækkar kaupið. Veltan vex. Vísi-talan stígur. Fylli ísinn yíkur, vá verður Siglu-firði. Verður Siglufjariar skarð moki Á bæjarstjórnarfundi s.l. mið- vikudag var samþykkt eftirf ai'andi áskorun til vegamálastjóra, með öllum atkvæðum viðstaddra bæjar- fulltrúa: „Bæjarstjórn Siglufjarðar sam- þykkir að skora á vegamálastjóra að láta nú þegar hefja vinnu við að moka snjó af Sigluf jarðarskarðs vegi, og halda því áfram þar til lokið er við að ryðja veginn að fullu." mm frá síldarverksmiðium ríkisins Allir þeir verkamenn, sem óska að starfa hjá oss á næstu síldarvertíð, þurfa að hafa sótt skriflega um vinnu fyrir 25. þ.m. \ Siglufirði, 13. maí 1949. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS TILKYNNING Viðskiptanefndin hefur ákveðið, að verzl- anir megi ekki haf a vörur á boðstólum, nema þær geti gert verðlagseftirlitinu fulla grein fyrir, hvaðan varan er keypt. Reykjavík, 12. maí 1949 VERÐLAGSSTJÓRINN Til sölu mei góðu verði: Stór og góður hringnótabátur, — eitt par herpi- nótabátar, vel við gerðir í góðu lagi; — nýjar nóta- rúllur með öllu tilheyrandi; — nótabátaárar HARALDUR GUNNLAUGSSON Suðurgötu 2, Siglufirði. — Sími 245 «,j'í,-y ;( STULKU vantar til af greiðslustarf a í sumar. — Skrif legar umsóknir sendist skrifstofu vorri fyrir 25. þ. m. i Siglufirði, 15. maí 1949. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.