Neisti


Neisti - 20.05.1949, Blaðsíða 4

Neisti - 20.05.1949, Blaðsíða 4
Adalfundur Kaupfélags Siglfirðinga Verður haldinn að Hótel Höfn, sunnudaginn 22. maí og hefst kl. 4 e.h. stundvíslega. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra. 2. Reikningar félagsins 3. Ráðstöfun ársarosins. L... . 4. Lagabreytingar. 5. Kosningar. 6. Önnur mál. Stjórn Kaupfélags Siglfirðinga (Framhald af 1. síðu) alveg sérstaka ástæðu til að endur- taka þá yfirlýsingu, sem ég gaf á bæjarstjórnarfundinum, þar sem mál þetta var afgreitt, að ég væri stoltur af þeim þætti, sem ég á í hinum nýja samningi. 3) Tilla,ga Aiþ.fl. um að hefja samningaumleitanir við Pólstjörn- una h.f. uxri leigu á stöðinni, :án þess þó, að það væri að sjálf sögðu ekki fyrirfram ákveðið, að leigja því félagi stöðina, heldur leita við það samninga á áður- nefndum grundvelli, svo sem skólastjórinn réttilega viðurkenn- ir. Það er á grundvelli þessarar til- lögu, sem þeir samningar hafa nú náðst við fyrrverandi leigjanda, sem bæ jarstjórn hefur nýlega sam- þykkt. Þegar skólastjórinn kemur að þessum þætti málsins, slær al- varlega út í fyrir honum. 1 stað þess að bera saman gamla og nýja samninginn, týnir hann fram nokkur atriði hins nýja samnings, án þessað veita nokkra vitneskju um, hvemig hiliðstæð ákvæði giltu áður, og fyrirbyggja þar með allan árangur af viðleitni heiðarlegra lesenda til að mynda sér sjálf- stæða skoðun í málinu. Með því, að ég geri ráð fyrir því, að íbúar kaupstaðarins, margir hverjir a.m.k., vilji kynnast þessu nokkru gerr, en unnt er af grein skóla- stjórans, vil ég hér með gera grein fyrir og gera samanburð á nokkrum helztu ákvæðum samning anna, 'hins nýja og hins eldra: 1. 1 nýja samningnum er burtu fellt hið hættulega ákvæði um, að leigjandi hafi, að leigutíma- bilinu loknu, rétt til að ganga inn í tilboð, að jöfnu verði. Að þetta ákvæði náðist burt er miklu meira atriði en margan grunar, og vænti ég, að flestir muni sjá þýðingu þess við nán- ari athugun. 2. Lágmarksleigan er kr. 30 þús. í stað kr. 12 þús áður. Þessi upp hæð, sjálf lágmarksleigan, er lág, ef litið er á hana eina og út af fyrir sig. Um það eru allir sammála. En hvorttveggja er, að vonandi verða saltaðar það margar tunnur á stöðinni, að leigan verði miklu hærri, þar eð greiða á kr. 5,00 á tunnu, ef söltun fer yfir 6000, og er þó hitt margfalt meira virði, að Rauðku eru látin í té viðskipta- skip. Er erfitt að meta slíkt til verðs, eins og nú horfir imi út- vegun skipa til verksmiðjunnar. 3. Fari söltun fram úr 6000 tunn- um, greiðast kr. 5 á tunnu. — Hliðstætt ákvæði var á jþá leið í eldra samningnum, að færi söltun fram úr 800 tunnum, greiddust kr. 1,50 á það, sem fram yfir var þá tölu. Er þama um að ræða verulega breytingu. Allir vita, að á stöðinni má hæglega salt a.m.k. 12—15 þús. tunnur, eða jafnvel meira. Yrði þá leiðan kr. 60—75 kr. 4. Leigjandi tryggir Rauðku minnst 4 síldveiðiskip árlega. Um þýðingu þessa þarf ekki að ræðá, og ekkert hefur komið fram, svo mark sé á takandi, að hægt hefði verið að f á betri niðurstöðu um þetta atriði,enda minnist ég þess ekki, að Óskar Garibaldason gerði, undir um- ræðum um samninginn, nokk- um ágreining um, að hér væri markið sett of lágt. Hversu miklu þetta munar á leiguupp- hæðinni er ógerningur að spá nokkru um. 5. Hálft lagerhús stöðvarinnar er tekið undan og ætlað b. v. Ell- iða“ til afnota. Sömuleiðis er steinsteypti kanturinn í krik- anum milli Öldubrjóts og platn- ingarinnar nú til ráðstöfunar fyrir hafnarsjóð. 6. Leigjandinn veitir b.v. „Elliða“ óhindraðan aðgang að stöðinni, þegar þarf á að halda, hvenær ársins sem er. Þarf þá skipið ekki eins undir högg að sækja um legupláss og áður, og er með þessu leyst úr brýnu vandamáli fyrir útgerðarstjóm togarans. Vill nú ekki skólastjórinn upp- lýsa, að öllu þessu athuguðu, hve há leigan raunverulega er miðað við t.d. 10 þús tunna söltun? Áður hefði leigan verið kr. 15.000,00, — segi og skrifa fimmtán þúsund krónur. Þessi tunnutala var söltuð á stöðinni árið 1946 og þótti það ekkert glæsilegt ár. Með nýja samn ingnum væri leigan kr. 50 þús. — að ótöldum hagnaði Rauðku af við- skiptum við 4 góð skip, sem gæti haft úrslitaþýðingu fyrir afkomu' verksmiðjunnar hvaða ár sem væri, að ótöldu því, að hafa hálft lager- húsið til afnota fyrir togarann og aðgang að stöðinni um legupláss, og að ótöldu þvi, að afnumin er sú forréttindastaða, sem leigjandinn hafði um áframhaldandi leigu, svo sem áður er sagt. Er hér með skor- að á skólastjórann að reikna þetta dæmi, áður en hann ifullyrðir meira um, að illa hafi verið haldið á mál- um kaupstaðarins í þessari samn- , ingsgerð. Þá er það rangt hjá skólastjór- anum, sem hann þó endurtekur þrisvar í grein sinni, með mismun- andi orðalagi, að bæjarsjóður hafi gert samþykkt um að leigja stöð- ina til 2—3 ára áður en gengið var til sariminga við „Pólstjöm- una h. f. Mun þetta þó frekar stafa af ónákvæmni en ásetningi. Bæjarstjórn hefur ekki gert um þetta neina samþykkt, hvorki fyrr né síðar. Skólastjórinn fullyrðir ennfrem- ur, að „Pólstjaman h. f.“ geti, án viðurlaga, haft stöðina á leigu eitt ár, þótt félagið standi ekki við skilyrði um að útvega Rauðku við- skiptaskip. Eg fullyrði hinsvegar, að við þessu er frá sjónarmiði Pólstjörnunnar h. f. mjög strangt refsiákvæði. Það er staðreynd, að Pólstjaman h. f. leggur mikið upp úr því, að leigutíminn verði 5 ár, en ekki 3 ár eða skemmri. Af þeifri ástæðu mun félagið beita allri orku til að uppfylla skilyrðið, þar sem eitt ákvæði samningsins veitir hafnarsjóði heimild til að segja samningnum upp eftir 2 ár, ef ekki er staðið við skuldbindingu !Í þessu efni.. Skólastjórinn hefur einnig látið í það skína, að hætta væri á að Pólstjarnan h. f. legði ekki mikið kapp á iþetta, þrátt fyrir þetta ákvæði. Eg fullyrði hinsveg- ar, að skólastjórinn hefur ekki mikla trú á sínum eigin orðum um að eigendur Pólstjörnunnar h. f. séu „reyridir og glöggir kaupsýslu- menn,“ ef þeir í alvöru gera sér leik að fyrir stundarhagnað að standa ékki við skuldbindingar sín- ar við bæjarfélagið. Það gera engir „reyndir og glöggir kaupsýslu- menn,“ og það ber vott um furðu- lega vanþekkingu á því, hvemig „reyndir og glöggir kaupsýslu- menn“ munu telja hyggilegást að haga sér í samskiptum við opin- beran aðila, að álíta fyrir þeirra hönd þá aðferð skynsamlegasta, sem skólastjórinn hyggur þá muni freistast til að fara í þessu efni. Með því mundu þeir spilla áliti sínu meir en svo, að þeir teldu slíkt borga sig, að ekki sé talað um að með því minnkuðu stórlega mögu- leikar þeirra til að halda stöðinni áfram. Vafasöm er einnig sú skoðun skólastjórans, að faUið hefði úr gildi það ákvæði gamla samnings- ins, að Pólstjarnan h. f. hefði for- gangsrétt til framhaldsleigu, þótt Rauðku hefði verið afhent stöðin. Um það hefði að sjálfsögðu þurft að gera sérstakan samning og inn í hann hefði Pólstjarnan h. f. haft rétt til að ganga. Enginn fyrirvari var um það í gamla samningnum, að ákvæðið nyti s’in ekki fyrir leigj- andann gagnvart tilteknum þriðja aðila. En í þessu er fólgin réttmæt viðurkenning skólastjórans á þvi, hvers virði það var að losna við þetta hættulega ákvæði, sem nú hefur tekizt. Köpuryrði skólastjórans í minn garð og „félaga minna“ Iæt ég sem vind um eyru þjóta. Þeir svara máske fyrir sig, ég hef gert grein fyrir afstöðu minni og hef þar engu að leyna. Miðað við allar að- stæður, t. d. þær hve erfitt er nú að fá viðskiptaskip til Rauðku, er ég mjög ánægður með þennan samning og tel allt hafa verið gert til að tryggja hagsmuni bæjanfé- lagsins og að það hafi tekizt svo sem bezt var á kosið. Af því sem nú hefur verið sagt geta svo bæjarbúar fellt sinn dóm. Við þann dóm er ég eldd hrædd- ur. Siglufirði, 18. mai 1949 Gunpar Vagnsson Blómstur-pottar og allskonar Wóma- og jurtafræ LITLABÍÍÐIN — Aðalgötu 5 —

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.