Neisti


Neisti - 31.05.1949, Blaðsíða 1

Neisti - 31.05.1949, Blaðsíða 1
Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 18. tbl. Þriðjudagur 31. maí 1949 17. árgangur. Rógburður eða rauhhæíar aðgerðir HJvað er framundan? Þetta er spurningin, sem brennur á vörum flestra, er fylgjast eitthvað með og skipta sér af gangi þjóðmál- anna. Að flestra dómi virðist út- litið vera skuggalegt og aldrei liafi brotið jafnmikið á boðum kringum þjóðarskútuna og þessvegna megi lítið út af bera, svo að allt skeyti ekki á grunni. Almenningi er eðlilega gjarnt að varpa allri sökinni yfir á herðar þeirra, er hlutu það lítt öfunds- verða hlutskipti að taka við stjórn- inni, er halla tók undan fæti í pen- ingamálum þjóðarinnar, enda er vel kynnt undir af þeim flokki, sem nú er í stjórnarandstöðu, hin- um íslenzka Kommúnistaflokki. — Hans eina von er sú, þótt fávísleg megi teljast, að þjóðin fyrr eða síðar kasti sér í náðarfaðm! Brynj ólfs hins gerzka, er hún sjái, að núverandi stjórnarsamstarf muni eigi ráða bót á þeim vandkvæðum, er úrlausnar þurfa við hið skjót- asta. Aðalskeytum kommúnista hefur verið beint að Alþýðuflokknum og núverandi stjórn hafa þeir kafLað „fyrstu stjórn Alþýðuflokksms,“ þótt þessi blekkingartilraun þeirra sé of barnaleg til að nokkur viti- borin maður glapizt til að trúa þeim. Nú vita allir að jafnaðar- menn hafa ekiki nema 2 af 6 ráð- herrum ríkisstjórnarinnar svo að auovellt er að gera sér grein fyrír, hve mikill sannleikur er í áður- nefndri staðhæfingu kommúnista. — Myndu kommúnistar vilja, að stjórn.sú, er var við völd frá haust- inu 1944—1947 yrði kölluð „stjórn Sjálfstæðisflokksins ?“ En ef sama mælikvarða ætti að leggja á hinar tvær ríkisstjórnir yrði útkoman sú. Árið 1947 er landið hafði verið stjórnlaust í 117 daga, vegna svika kommúnista, tók Alþ.fl. að sér það vándasama hlutverk að gang- ast fyrir stjómarsamstarfi og hafa þar forustuhlutverk á hendi. Það hefði að vísu verið léttara og ábyrgðarminna að skerast úr leik eins og kommúnistar gerðu og láta aðra takast þann vanda á hendur en reyna heldur að nota sér ástandið í pólitísku hagsmunaskyni eins og kommúnistar hafa reynt að gera. En Alþýðuflokkurinn sá, að þjóðinni var hætta búin og það mikil, ef eigi yrði komið á hið fyrsta ábyrgri stjórn 'i landinu og því hikaði hann ek,ki við, að leggja sinn skerf fram að það mætti tak- ast og því gekkst hann fyrir því að fá borgaraflokkanna í samstarf um stjórn landsins. Alþýðuflokkn- um duldist það ekfci, að með þessu stjórnarsamstarfi gæti hann ekki hrundið 'i framkvæmd ýmsum stefnumálum sínum, né að stjórn, er þannig yrði mynduð, frarnkv. sósíalistískar aðgerðir í ríkum mæli. Til slíks hafði hann ekki nægilega sterka aðstöðu, þar sem hann hafði ekki nema 9 þingmenn ef þeim 42 er stjómarflokkarnir höfðu. Hinsvegar taldi Alþýðufl., að með þv'í að skerast ekki úr leik, gæti hann fremur hindrað að geng- ið yrði á rétt alþýðusamtakanna i landinu og hann hafði einnig þá trú, að fylgjendur hans myndu skilja þá aðstöðu er hann hafði. — Það er staðreynd, sem ekiki er hægt með rökum að mæla á móti, að með þátttöku sinni í ríkisstjórninni, hefur hann tryggt áframhaldandi nýsköpun atvinnuveganna; komið tvívegis í veg fyrir stöðvun fislíi- bátaflotans og tryggt að mestu hagkvæman verzlunarjöfnuð við útlönd. Ennfremur er það stað- reynd að Alþýðuflokkurinn hefur hingað til getað með þátttöku sinni í ríkisstjórninni hindrað að framkvæmd væri stórfelld gengis- lækkun, sem nú virðist vera aðal- óskadraumur Sjálfstæðis- og Fram sóknarfl. — Sú leið mun ekkd verða farinn meðan Alþýðuflokkurinn hefur fulltrúa í rikisstjórn, því ef svo færi, má með réttu segja, að 'flokkurinn hefði varpað hagsmun- um alþýðunnar fyrir borð. Það er einnig staðreynd að fyrir andstöðu Alþýðufloltksins var horf ið frá því ráði að lögbinda vísi- töluna við 280 eða jafnvel 250 stig, eins og forvígismenn borgaraflokk anna kröfðust í fyrstu. Eitt atriði má benda enn á og ekki það veiga- minnsta. Hvernig liefði tekizt að mynda löglega stjórn í landinu án atbeina Alþýðuflokksins ? — Væri það ómögulegt ,að fimmta her- deildin, er stóð fyrir grjótkastinu ' á Alþingi þann 30. marz s. 1., væri nú þegar búnir að hreiðra um sig í valdastólmn íslenska lýðveidisins og íslenzka þjóðin væri nú þegar búin að liljóta þau lítt glæsilegu örlög, er féllu í lilut télíknesku þjóð arinnar fyrir rúmu ári síðan? Þótt jafnaðarmömfum hafi ekki að öllu leyti líkað hvernig á ýmsum málum hefur verið haldið af nú- verandi ríkisstjórn, þá megum við ekki' ganga fram hjá þeim sann- indum að með þátttöku sinni hefir Alþýðuflokkurinn getað liindrað það, að 'islenzka auðvaldið næði því takmarki að traðka miskunarlaust á rétti og hagsmunum alþýðunnar og hann hefur einnig hindrað að kommúnistar gætu hafizt til valda og notað aðstöðu sína til þess að ná siðar völdum með ofbeldi og svikum. Aðstaða Alþýðuflokksins í ríkisstjórninni verður örðugri með hverjum deginum sem l'iður. Sjálfst.fl. með 19 þingmenn og Framsóknarfl. með sína 13 þing- menn + Jónas, færa sig æ meira og meira upp á skaftið og krefjast aðgerða, sem þungt munu koma niður á alþýðu manna. Þessir flokk ar munu því æ meira og meira setja svip sinn á stjóranrstörfin unz til stjórnarslita dregur. Alþýðuflokkurinn hefur oft sinn is birt stefnuskrá sína og hann hef- ur lagt hana undir dóm þjóðarinn- ar, en hún hefur ekki til þessa igef- ið honum umboð til að koma henni í framkvæmd. Þrátt fyrir þá stað- reynd, hefur Alþýðufl. ekki skirzt við að taka á sig ábyrgð af stjórn landsins, er hann hefur verið kvaddur til þess. Hann hefur gert það 'í þágu þjóðarinnar og sýnt með því á áþreifanlegan hátt, að hann er og vill vera ábyrgur fiokkur; að það er f jarri honum að skerast úr leik, þótt hann með starfi sínu geti ekki á skömmum tíma hrundið í framkvæmd þeirri hugsjón er hann fyrst og fremst berst fyrir, en hann ber það traust til þjóðar- innar, að hún sjái að lokum, að örúggasta leiðin er sú, er hann hefur helgað baráttu sína frá því fyrsta: framkvæmd jafnaðarstefn- unnar. Og er ekki kominn tími til fyrir þjóðina, að gera sér þetta ljóst, í stað þess að ásaka forustum. jafn- aðarstefnunnar án raka? Vegna (Frnmhald á 2. síðu) Fréttir IJR BÆNUM * Silfurbrúðkaup. — Þann 24. þ. m. áttu silfurbrúðkaup hjónin Jón Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, Hvanneyrarbraut 54. Vinir þeirra og starfssystkini í stúkunni „Fram sókn“ heiðruðu þau með heim- sóknum, skeytmn og á ýmsan þann hátt, sem sýndi vinsældir þeirra, bæði innan stúkunnar og sem sigl- firzkra borgara. Jón og Guðrún eru tryggir og heilsteyptir félagar, hvar sem þau taka stöðu, og njóta virðingar allra íþeirra, sem kynn- ast þeim. Neisti færir silfurbrúð- hjónunum sínar beztu árnaðar- óskir. * Gagnfræðaskóla Sigluf jarðar var slitið 28. þ. m. Skólastjórinn, Jóh- ann Jóhannsson sleit skólanum með áhrifamikilli ræðu og lagði út af þessum ljóðum alþýðumannsins Örn Amar: „Hver liðin stund er lögð í sjóð jafn létt sem óbl'ið kjör.“ I skólanum voru alls 105 nem- endur í þrem bekkjum. I 1. bekk vom 49 nemendur i tveim deildum; 1 2. bekk 30, og í 3. bekk 26, og 18 þeirra gengu undir gagnfræðapróf en 6 þreyta nú landspróf og 1 tók próf 'i Samvinnuskólann; en þó munu flestir þeirra ekki enn hafa lokið hinu lögboðna sundprófi. — Hæstu einkunn gagnfræðinga hlaut Björg Amjærsdóttir, Norð- urgötu 11. — I 2. bekik var hæst- ur Rikharður Sigurðsson með 8,68. — I 1. bekk var hæstur, og hlaut jafnframt hæsta einkunn yfir slkólann: Jóhann Sverrir Jóhanns- son, Norðurgötu 13. Fékk hann 9,06, og er það fyrsta ágætiseink- unin, sem tekin hefur verið í skól- anum í f jiögur ár. Annar var Gunn ar Gunnlaugssen, fé’:k 8,87 og er það önnur bezta aðaleinkun skól- ans. 1 vetur var tekin upp sú ný- breytni, að 6 meðlimir Rotary- klúbbsins fluttu fræðandi erindi fyrir nemendur skólans um ýmis mál. Voru þrjú erindin flutt fyrir áramót og þrjú eftir áramót. — Séra Óskar Þorláksson flutti erindi um Rotary-hreyfinguna; Magnús Vagnsson erindi, sem nefndist „Timburþörf Islendinga og ræktun nytjaskóga á Islandi"; Hannes Jónasson um „Jólahald fyrir 60 árum“; Sigurjón Sæmundsson, form. Rotary-klúbbsins flutti er- indi um „Prentiðn og bókagerð," og var nemendum 3ja bekkjar stuttu s'iðar boðið að skoða Siglu- fjarðarprentsmiðju; Jón Kjartans- son flutti erindi 1. febrúar um „Bindindisstarfsemi,“ og Ólafur Þ. Þorsteinsson um „Farsóttir og heilbrigðisvarnir." - - öll erindin (Fratnhald á 3. síðu) /

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.