Neisti


Neisti - 18.06.1949, Blaðsíða 2

Neisti - 18.06.1949, Blaðsíða 2
2 NEISTI — VIKUBLAÐ — ttgefandi: ALÞráUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR Ábyrgðarmaðnr: ÖLAFUR H. GUÐMUNDSSON Ritstjóm annast blaðnefnd Neista. Blaðið kemur út alla föstudaga Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla í Aðalgötu 22. Alþýðuflokkurinn og bæjarmálin Að loknum bæjarstjórnarkosningunum 1946 var 'það skoðun Al- þýðuflokksins, að vinna bæri að því að skapa raunhægt samstarf alira þeirra floikka, sem fulltrúa áttu í bæjarstjóminni, um bæjarmálin. — Fjármálaástand bæjarins var þannig að eitt af fyrstu verkum hinnar nýju allsherjarnefndar var að taJka % milljón króna bráðabirgðalán, til þess að geta annast nauðsynlegar greiðslur bæjarsjóðs. Bærinn mun hafa safnað um 30 millj. kr. sikuld á kjörtímabilinu 1942—1946; framimdan var kyrrstaða í öllum framkvæmdur og jafnvel bæjar- gjaldþrot. Það var því mikill vandi, sem beið hinnar nýkjörnu bæjar- stjómar. Samningaumleitanir milli bæjarfulltrúanna og flokkanna um bæjarmálasamlstarfið stóð yfir um hálfan þriðja mánuð. Kommúnistar gáfust fljótlega upp á því að hafa forustuna. Á þessu samningaum- leitanatímabili kom berlega í ljós, að bæjarbúar óskuðu einskis fremur en allra flo'kka samstarfs um málefni bæjarins. Undir fomstu Alþýðu- flokksins tókst þetta 26. apríl 1946. Alþýðuflokkurdnn lét minnsta flokknum, — Framsóknarflokknum — eftir annað sætið í þýðingarmestu nefnd bæjarstjómarinnar; ails- herjarnefnd, svo að bæjarfulltrúa flokksins gæfist kostur á að fylgjast með helztu mjálum bæjarstjórnarinnar. Forseti bæjarstjórnarinnar var kosinn Gunnar Jóhannsson og ávallt s'íðan og síðast með atkvæðum jafnaðarmaima og kommúnista í þæjarstjóminni. Þannig skipar Sósíalistaflokksmaður mestu virðingarstöðu innan bæjarstjórnarinnar, enda þótt „flokkurinn" þykist vera „ábyrgðarlaus" gagnvart gerðum meiri-hluta bæjarstjómarinnar. Er það harla eihkennilegt að sá meiri- hluti, sem kommúnistar tala um í bæjarstjóminni, skuli ekki nota meirihlutaaðstöðu sína, til þess að eignast forsetann úr sínum hópi. Ástæðan fyrir þessu er sú, að umi minni eða meirihluta er ekki hægt að tala, nema í einstökum, þýðingarlitlum málum, en Alþýðuflokkur- inn taldi sanngjamt að kommúnistar ættu forseta bæjarstjómarinnar, þar sem þeir reyndust aðeins sterkari við siðustu kosningar. Það hefur fallið í hlut Alþýðuflokksins, þetta kjörtímabil, að fá flokkanna til iþess að vinna saman í einingu um bæjarmálin. Fyrst féll þessi vandi á herðar Hallgríms Dalbergs, sem bæjarstjóra, en síðan 22. nóv. 1946 hefur það fallið í hlut Gunnars Vagnssonar. — Það hljóta aliir bæjarbúar að skilja að hið slæma f járhagslega ástand bæjarins í lok kjörtímjabilsins 1942—1946 hefur verið þungur baggi fyrir bæjarfélagið, sem ekki hefur verið hægt að létta af. Þrátt fyrir þennan arf frá stjómartíð íhaldsins, hefur núverandi bæjarstjórn tekizt að þoka þýðingarmiklum málum fram á veg. Aldrei fyrr 1 sögu bæjarfélagsins hefur verið varið jafn milklu fé til verklegra fram- kvæmda og á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir fjögur síldarleysisár, sem mjög hafa dregið úr tekjumöguleikum bæjarsjóðs. Á þessu kjör- tímabili hefur síldarverksmiðjan Rauðka verið stækkuð upp í 8000— 10000 mála afköst á sólanhring. Fest hafa verið kaup á vélumj og útbúnaði til stækkunar orkuversins við Skeiðsfoss. Með þessum ráð- stöfunum ætti að veera tryggt að í árslok 1951 verði afköst Skeiðsfoss 'komin upp í 6000 hestöfl. — Uppbygging innri hafnarinnar er hafin. Lokið er að nolkkm byggingu fyrirstöðulþils meðfram höfninni. Unnið er kappsamlega að því að verkinu verði haldið áfram, og í því sambandi er verið að athuga að festa kaup á uppmokstursskipi fyrir bæinn. Bær- inn hefur eignast nýsköpunartogara, sem hann rekur á sinn kostnað. Þannig hefur tekizt að framkvæma á þessu kjörtímabili gamalt stefnu- mál siglfirzkrar alþýðu. Byggðir hafa verið verkamannabústaðir fyrir 30 fjölskyldur, en alls em íbúar þeirra um 130. Gagngerð endurbygging í sundlaug -bæjarins er hafin, en hún hefur verið ónothæf í 6 ár. Hafin er bygging nýs sjúknahúss, en vöntun á teikningum og nauðsynlegum leyfum, gera allar byrjunarframkvæmdir mjög erfiðar. Unnið er að stækkun rafveitunnar og í ráði er að dæla vatni úr Fjarðaránni -upp í aýju- leiðslumar, og er 'i ráði, að vatn úr Fjarðaránni verði eingöngu notað til að sjá verksmiðjunum og ,,plönunum“ fyrir nægu vatni. I Tilkynning frá Rafveitu Sigluf jarðar Á fundi Bæjarstjórnar Siglufjarðar '9. mai þ. á. ivar sam- þykkt, að frá ]1. júlí n. k. skyldi Jverð á Haiforku frá Rafveitu Siglufjarðar hækka sem hér segir: Burtu falli sú 5% lækkun, sem verðlagsstjóri fyrirskipaði á árinu 1947. Auk þess hækki allir taxtar fyrir raforku samkvæmt gjaldskrá Raf- veitunnar um 10%, að undanskildum taxta B2 (umframnotkun á heimilistaxta). Gengur því hækkim jæssi í Jgildi /frá næsta mælaálestri, sem fram fer um mánaðarmót júní—júlí þ. á. Siglufirði, 14. júní 1949 Rafveita Sigluf jarðar K AUPTAXTI Trésmíðafélags iSigluf jarðar frá og með 20. júní 1949, þar til öðruvísi verður ákveðið. ALMENN SMÍÐAVINNA: Dagvinna kr. 4,10 á klst. Eftirvinna greiðist með 60%; og nætur- og helgidagavinna með 100% á dagvinnukaup. Meistarar, sem standa fyrir verki, skulu hafa 25% hærra kaup en að ofan greinir. Dagvinna er frá kl. 7 f.h. til kl. 4 e.h. mieð kaffitíma frá kl. 9 til 9,30 f.h., án frádráttar á kaupi. Þó er heimilt, að dagvinnu- tími sé unninn frá kl. 7 f.h.til kl. 4,35 e.h. fimm daga vikunnar, og er þá dagvinnu lokið ld. 12 á hádegi á laugardaga. Eftirvinna er f rá kl. 4 til kl. 8 e.h. og næturvinna frá kl. 8 e.h. til kl. 7 að morgni. Almenna frídaga, tryggingu vegna slysa, og önnur hlunnindi, áskilur félagið sér hin sömu og verkalýðsfélögin á staðnum. Félagið áskilur sér þau réttindi fyrir meðlimi sína, að séu þeir ráðnir til smíðavinnu utan kaupstaðarins, fái þeir kaup sam- kvæmt ofanrituðum taxta, á meðan á ferðum stendur til og frá vinnustað, ásamt ferðakostnaði, og auk þess frítt fæði og hús- næði á vinnustað. Ofangreindur taxti greiðist mieð fullri verðlagsuppbót frá 1. hvers mánaðar, eftir birtingu dýrtíðarvisitölu kauplagsnefndar. Þannig samþykkt á félagsfundi 14. júní 1949. STJÓRN OG KAUPTAXTANEFND imíðum er slippur, er kemur til að taka upp allt að 150 tonna skip, og má vænta, að hann verði fullgerður á þessu sumri. Lagðar hafa værið nýjar götur og aðrar í byggingu, enda þótt sérstakir örðugleilkar íiafi verið á að vinna þar á æskilegan hátt. Til alla þessa framkvæmda hefur bærinn lagt stórfé, óg það án þess ið iafla þess með lántökum. Þannig hefur Alþýðuflokkurinn, með þvf oð fá alla flokka innan oæjarstjómarinnar til þess að vinna sarnjan tekizt að koma í veg fyrir kyrrstöðu í verklegum framkvæmdum. Álþýðuflokkurinn þarf -því sannarlega ekki að óttast næstu kosningar. 4 / < * t X \

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.