Neisti


Neisti - 15.07.1949, Qupperneq 1

Neisti - 15.07.1949, Qupperneq 1
Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 24. tbl. Föstudagurinn 15. júlí 1949 17. árgangur. Skrípaleikur kommúnista og ákvörð- unin á bræðslusíidarverðinu Stofnkostnaður nýju síldarverksmiðjanna er óhóflegur skattur á útvegsmenn og sjómenn. — Þennan stofnkostnað verður að lækka (afskrifa mn 15—19 milljónir króna), svo að Síldarverksmiðjur ríkisins geti framvegis greitt sannvirði fyrir síldina. — Þóroddur Guðmundsson, útgerðarmaður, fulltrúi kommúnista í stjórn S.R. vildi hlutfallslega meiri lækkxrn á bræðslusíldarverðinu frá því í fyrra, en meirihluti S.R. Blað siglfirzkra kommúnista, Mjölnir, hefur að undanförnu verið með stóryrði vegna ákvörðunar meiríhluta stjórnar S.R. um, að bræðslusíldarverðið í ár skuli vera 40,00 kr. Fyrir þessxun skrifum kommúnista hefur staðið Þórodd- ur Guðmundsson útgerðarmaður, eigandi ,,Atla“ og ,,Milly“, en hann mim vera kosinn af kommúnistum til þess að sýna hvernig reka skuli fyrirmyndar útgerð! , Erlendur Þorsteinsson fulltrúi Alþýðuflokksins í stjóm S.R. hef- ur gert þessari gagnrýni komm- únista góð skil í Alþýðublaðinu frá 2. júlí og verður í þessari grein nokkuð stuðzt við þær rök- studdu upplýsingar viðvíkjandi á- kvörðun um bræðslusídarverðið, sem þar koma fram. Það er nú þegar sýnt, að allt málæði kommúnista í sambandi við þetta mál, er aðeins gert til iþess að þyrla upp sem mestu pólitísku moldviðri, og þá iðju sækja þeir svo fast, að þeir gefa sér ekki tóm til þess að láta skynsemina eða staðreyndirnar tala. Óreiðuskuldin hans Áka. ÖHum landsmönnum er um það kunnugt, að byggingarkostnaður nýju verksmiðjanna er xun 43 milljónir króna. Áki Jakobsson, fyrrv. atvinnumálaráðherra hafði aðeins útvegað þeim lán að upp- hæð 20 milljónir. Afgangur bygg- ingakostnaðarins er óréiðuskuld hjá Landsbankanum og ríkissjóði og eru vextir af þeim hluta fjár- ins 'því mun óhagstæðari en vera ætti og þyrfti, auk þess sem al- gerlega er ósamið um afborganir. Svo kemur Þóroddur Guðmunds- son á fund stjómar S.R. og þykist kunna auðvelt ráð til að hækka síldarverðið frá því, sem nú er: Bara lækka afborganir um þrjár milljónir og vexti u meina milljón! Þeir verða áreiðanlega fáir í hópi sjómanna og útvegsmanna, sem taka mark á si'iku skmmi full- trúa þeirra pólitísku ólánsmanna, er bera ábyrgðina á því, að nýju síldarverksmiðjumar hafa orðið stórfelldur baggi á þeim aðilxrm, sem ættu að njóta góðs af þeim í ríkum mæli. Útgjöldin vegna stofnkostpaðar verksmið janna. I lögum um s'ildarverksmiðjur ríkisins er svo ákveðið, að við 'áætlun síldarverðs skuli taka tillit til vaxta af stofnfé, fyrningar- sjóðsgjalds af stofnfé og afborg- ana af verksmiðjunum. Til þess að hver sem er1 geti gert sér grein fyrir, hvernig iþetta er áætlað, birtast hér með þær upphæðir, er lagðar vom til grundvallar við nú- verandi áætlunarverð fersksíldar: Gömlu verksmiðjurnar: Vextir of stofnfé kr. 400,000,00 Fymingarsj.gj....— 626.000,00 Afborganir ...... — 830.000,00 Kr. 1.856,000,00 Nýju verksmiðjurnar: Vextir af stofnfé kr. 1.800.000,00 Fymingarsj.gj. .. — 1.494,000,00 Afborganir ....... — 2.150.000,00 Kr. 5.444.000,00 Framleiðslugeta gömlu verk- smiðjanna er talin vera ca. 19 þúsund mál, en nýju verksmiðj- anna ca. 16 þúsxmd mál. (Ennþá er þó engin viðunandi reynsla fengin fyrir afkastagetu verk- smiðjunnar á Skagaströnd). Ef þessum gjöldum er deilt á alla áætlunarframleiðsluna nema þessi gjöld að því er gömlu verksmiðj- urnar snertir um 2,48 pr. mál, en af nýju verksmiðjunum ca. 7,26 pr. mál. Eins og fyrr getur er framleiðslu geta gömlu verksmiðjanna talin nokkru hærri en nýju verksmiðj- anna. Hins vegar em nýju verk- smiðjurnar nokkru hagkvæmari 'i rekstri. Það mun því efcki fjarri lagi, með tilliti til þess, að skipta vinnslumagninu jafnt á milli þess- (Framh. á 2. síðu) Þorsteinn Hannesson ÓPERUSÖNGVARI efnir til söngskemmtunar í Nýja B'íó í kvöld kl. 9. Dr. Victor von Urbantshisch verður við hljóðfær- ið. Siglfirðingar hafa beðið mjög óþreyjufullir eftir því að „Doddi" syngi og- þarf því ekfci að efa að geysi aðsókn verður að þessum hljómleikum hans. Mun því vera bezt að tryggja sér miða í tíma með þv'i að kaupa þá strax í Bóka- verzlun Hannesar Jónassonar. — Þorsteinn hefur, eins og skýrt var frá í síðasta blaði getið sér mikla frægð fyrir söng sinn í Englandi. Vonandi nota Siglfirðingar þetta tækifæri til þess að hluta á Þor- stein Hannesson. Mikill áhugi Eftir upplýsingum, sem blaðið hefur fengið hjá Hafsteini Guð- mxmdssyni, þjálfara K.S. og F.I.S., eru knattspyrnu- og handknatt- 'leiksæfingamar mjög vel sóttar. Alls munu um 80 manns sækja æfingar þessar daglega. Mikill á- hugi er meðal unga fólksins um að nota kennslu Hafsteins sem bezt Hafa knattspyrnumennirnir í 2. fl. sérstakl. tekið miklum framförum, og eru sumir þeirra efni í mjög góða knattspyrnumenn. Hafsteinn telur að flokkur þessi geti keppt með góðxun árangri við flokka frá Reykjavík og Akureyri. Á sunnu- daginn keppa tvö lið . úr 1. flokki, og hefur Hafsteinn valið í liðin. Hafsteinn Guðmundsson SlLDARFRÉTTIR I fyrrinótt varð fyrst vart við síld á þessu sumri, á Skagagrunni. Fjöldi skipa var á þessum slóðum, sem s'ildin kom upp á, og auk ís- lenzku skipanna munu hafa verið um 200 erlend síldarskip. Mörg tunnur. I gærmorgun komu fyrstu skipin hingað með aflann og fór öll skipin hingað með aflan og fór öll síldin til frystingar. Þessi skip lönduðu í gær í íshús: Ingvar Guðjónsson EA 43 tn. Skíði, R.vík 51 tn. Skeggi, R.vík. 66 tn. Særún, Sigluf. 65 tn. Björgvin, Kef'lav. 62 tn. Runólfur, Grundarf. 44 tn. Munin II. Sandg. 61 tn. Víðir, Aknanesi 19 tn. Ásmundur, Akranesi 14 tn. S. 1. nótt fengu nokkur skip síld á Skagagrunni I morgun komu eft- irtalin skip með síld: Keflivíkingur 200 tn. Muninn, Garði 180 tn. Sigurður, Siglufirði 130 tn. Fjárfestingarleyfið til $ gagnfræðaskólans „Mjölnir“ og “Siglfirðingur“ gera fjáiifestingarleyfið til byggingu gagnfræðasfcólans nokkuð að xun- talsefni í dálkum. sínum, og drótta þv'i að 'bæjarstjóra, að hann hafi stungið leyfinu undir stól. Það sanna í þessu máli er, að skóla- nefnd gagnfræðaskólans sótti um f járfestingaleyfi fyrir byggingunni og var leyfisbeiðni þessi imdirrituð af henni sem umsækjenda og jafn- framt af ibæjarstjóra. — Nú berst bæjarstjóra afrit af öllum fjárifestingaileyfum, sem koma til bæjarins og stóð bæjarstjórinn í þeirri meiningu að fjárfestinga- leyfi það, sem honum barst um byggingu gagnfræðaskólans væri ■afrit af leyfisveitingu, sem skóla- nefnd hefði borizt. Með því að inna bæjarstjórann eftir þessu, hefðu þessi systkinablöð getað komizt að sannleikanum. K. S.-ingar! Mxinið luiattspyrnuæfingu 1. flohks I kvöld kl. 7,30. — Mxrnið í kvöld fcl. 7,30. fara héðan um aðra helgi, en mikl- ar l'íkur eru til þess, að óbreyttum aðstæðum, að hann komi hingað aftur í byrjun september og.mun þjálfa 1. flokk K.S. undir Norðurlandsmeistaramótið í knatt- spyrnu, en það fer fram hér á Siglu munfirði siðast í september.

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.