Neisti


Neisti - 15.07.1949, Blaðsíða 4

Neisti - 15.07.1949, Blaðsíða 4
NEISTI Ur andlegu jaínvægi Smágreinar, sem birtust í næst síðasta tbl. Neista og báru heitin ,, Stuðningsmaður kommúnista1 ‘, „Fáfræði og ósannindi“ og „Um hvað fjallaði skeytið“, virðist hafa komið núverandi form. Sjálstfél- ags Sigluf jarðar enn einu sinni úr andlegu jafnvægi og gerist nú þessi veiki kappans nokkuð tið, Allt um það. Hina grautarlegu grein, sem ber nafnið „Málgagn Alþýðuflokksins, Neisti“, fékk hann birta í Siglfirðingi, og verður henni gerð hér nokkur skil, en vægt farið í sakirnar, svo að aum- ingja manninum gefist tækifæri til þess að jafna sig á milli kastanna. GÖMUL GREMJA A.R. Schiöth kvartarsárannyfir einhverjum vondum mönnum, sem stöðugt séu að hrella sig í dálkum Neista, og nefnir í því sambandi Erl. Þorsteinsson og Jóhann G. Möller. Að gefnu tilefni vill Neisti taka það fram að Erl. Þorsteinsson hefur ekkert ritað um þennan mann, ( apotekarann), um langt skeið. — Hér á ár- unum deUdu þeir Erl. og Schiöth mjög hart á opinberum vettvangi. Fékk Sohiöth þá hirtingu í þess- um skrifum, sem hann man jaifn- an síðan, og þessvegna eignar hann Erlendi þær. greinar í Neista, sem koma honum úr andlegu jafnvægi. Sem dæmi um lélega frammistöðu Sohiöths í þessum skrifum má nefna, að þessi danskættaði maður hélt að „exportkretid þýddi fyrirtæki eða lánsstofnun". UM HVAÐ FJALLAÐI SKEYTIÐ? Schiöth fer undan í flæmingi og viU als ekki skýra frá því, hvað stóð í skeytinu, sem hann sendi í æðiskasti sunnan úr Reykja- vík, til skrifstofu Rauðku. Vesa- lings Sohiöth. Er hann nú loksins farinn að skammast sín og sjá eftir öllu saman ? Sehiöth veit ákaflega vel við hvaða skeyti Neisti á, þar sem hann talar um, að með leyífi Haraldar Gunnlaugs- sonar og Kristjáns Sigurðssonar skuli hann „leysa frá skjóðunni“ viðvíkjandi þessu skeyti.“ Ágætt herra Schiöth, það er áskorun Neista að þú takir „þetta skeyti“ fyrir á næsta Rauðbustjómarfundi og munu þá fulltrúar Aliþýðuflokks ins segja tU um, hvort þeir sjái ástæðu tU þess að það verði birt almenningi.. Nú er að standa við orð sín, Schiöth en renna ekki af hólmi. VERKAMENNIRNIR OG >,STÓRLAXINN“ „Stórlaxinn" hr. A. R. Sshiöth getur ómögulega komið því inn í sitt höfuð, a,ð Siglufjarðar- kaupstaður samdi aðeins til bráðabirgða, með fyrstu samning- um sínum við Þrótt, og aðeins fyr- ir 'þá menn, sem unhu þá hjá bæn- um. Það var bráðnauðsynlegt fyrir bæinn að láta vinna, ef til verkfalls hefði komið og mismunurinn á því kaupi, sem bærinn greiddi (3,25) og því, sem samið var um (3,08) gat aldrei orðið neitt stórfé fyrir bæinn, sem sézt bezt á því, að þótt verkfallið hefði staðið yfir 'í mánuð og bærinn hefði haft 40 manns í vinnu, hefði mismunurinn orðið um 4000 kr. Öil gagnrýni Sohiöths þessu viðvíkjandi svo og öðru, er því algerlega út í hött. En það sýnir bezt velvilja þessa „stórlax" í garð þeirra manna, sem vinna hjá bænum, að hann situr hjá við atkvæðagreiðsluna um að bæjar- stjórnin samþykki gerða samninga við verksmiðjurnar og atvinnurek- endur, en samþykkir aftur á móti iþessa sömu samninga í stjórn Rauðku. „Það er margt skrítið í kýrhöfðinu", hr. Schiöth. m bænhim Axidlátsfregnir. Þann 4. júlí s. 1. lézt að heimili sínu, Suðurgötu 8, Guðlaugur Sig- urðsson, skósmíðameistari. Guð- laugur héitinn var fæddur 20. júlí 1874 og var því tæplega 75 ára er hann lézt. Jarðarför hans fer fram á morgun kl. 2 e.h. og hefst með húskveðju frá heimili hans í Suð- urgötu 8. Aðstandendur hins látna eru beðnir afsökunar á villu er urðu í frásögninni um andlát hans í síðasta tbl. Neista. I dag kl. 4 verður til moldar borin, frú Ólína Ólsen, Hlíðarveg 3. — Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hennar. Jarðarför Helga Björnssonar frá Skútu fer fram á morgun kl. 5 e. h., og hefst með húskveðju frá heimili hans, Hlíðarveg 23. Athugasemd blað við grein Sóphúsar Árnasonar á 3. síðu í dag. Spíritismi er umdéildur, og mjög mörgum er hann viðkvæmt mál. „Neisti“ tékur enga afstöðu til þeirra deilna, þótt hann birti nú grein um það efni. Hún er eftir kunnan Siglf irðing, ersegir frá eigin reynslu, jafnframt því, sem hún er rituð í tilefni fimmtugsafmælis eins hins kunnasta miðils meðal núlifandi íslendinga. LÖGTAK Samlkvæmt ltröfu bæjargjaldkera Siglufjarðar f. h. hæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram fyrir ógreidd- um útsvÖrum til bæjarsjóðs, álögðmn árið 1948 og fyrr, ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði, að átta dögum liðmmi frá birtingu þessarar aug- lýsinagr. . , ■■■)'■ Bæjarfógetinn í Siglufirði, 13. júlí 1949. BJARNI BJARNASON Kaupum tómar ibjór- og pelaflöskur HÁU VERÐI LITLA BÚÐIN Aðalgötu 5 NÍJA-BÍÖ Sunnudaginn kl. 3: LÖGREGLUFORINGINN með Roy Roges. — Spennandi amerísk kúrekamynd í eðlilegum með Roy Roges. Spennandi ame- rísk kúrekamynd 'í eðlilegum litum Sunnudag kl. 5: GEORG SIGRAR Sprenghlægileg ensk gamanmynd Síðasta sinn Sunnudag kl. 9: FLÓTTINN FRÁ SVARTA- MARKABINUM Afarspennandi sakamálamynd (Úrdráttur úr henni var sýnd- ur fyrir nokkru) Siglufjarðarbíó Föstudag kl. 9: ÆSKUÁSTIR Laugardag kl. 9: SKYTTURNAR Síðasta sinn. DÝNUR Ódýrar viðarullardýnur í skip og bragga. HAUKURJÓNASSON Eyrargötu 24 Arabátur til sölu / 4ra ræða árarbátur til sölu. — Dálítið af veiðarfærum getur fylgt. — Nánari upplýsingar gefur SÖLVEIG ÁRNADÓTTIR Ólagötu 5 Látið ykkur eldd leiðast. Kaupið skemmtilegar og spennandi bækur svo sem: Lífs eða liðinn Milljónaævintýrið Bófarnir frá Texas Strandvörðurinn Ævintýrið í Þanghafinu í sævarklóm Blámaður um borð, að ógleymdum tímaritunum og blöðunum. BÓKAVERZLUN LÁRUSAR Þ.J. BLÖNDAL KAUPTAXTI verzlunarf ólks 1. gr.) Lágmarkskaup kvenna við verzlunarstörf (Stúlkur með verzlunarskólamenntun). 1. árið pr. mán..... kr. 300,00 2. — — — — 375,00 3. — — — — 450,00 b) Stúlkur án verzlunarskóla- menntunar: 1. árið pr. mán..... kr. 250,00 2. — — — — 325,00 3. — — — — 400,00 6. — — — — 450,00 2. gr.) Lágmarkskaup karla við verzlunarstörf ( með verzlunar- skólamenntun): 1. árið pr. mán.... fcr. 450,00 2. — — — — 500,00 3. — — — — 550,00 4. — — — — 600,00 b) Afgreiðslumenn án verzlunar skólamenntunar: 1. árið pr. mán..... kr. 350,00 2. — — — — 400,00 3. — — — — 450,00 3. gr.) Á ofangreint kaup reikn- ast dýrtíðaruppbót mánaðarlega, skv. vísitölu þess mánaðar, sem kaupið er greitt fyrir. Mikið efni yerður að bíða uæsta blaðs, þar á meðal afmælis- greinar um Sigurð Sigurðsson, áttræðan og Sigurð Guðmundsson 75 ára

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.