Neisti


Neisti - 22.07.1949, Blaðsíða 1

Neisti - 22.07.1949, Blaðsíða 1
Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 25. tbl. Föstudagur 22. júlí 1949. 17. árgangur. Verda kosningar í haust? Að undanförnu hefur miðstjóm Framsóknarflokksins boðað til héraðsfunda víðsvegar um landið. Þessir fundir hafa m.a. verið látn- ir lýsa yfir stuðningi s'inum við stefnu þá, sem miðstjórn Fram- sóiknarfiokksins markaði í vetur fjárhags-, atvinnu- og viðskipta- málum. Þessir héraðsfundir Fram- sóknarmanna hafa eindreigið hvatt til aðgerða í þessum málum, og ef núverandi ríkisstjórn veitir þessari samþyk'kt ek'ki nógsamlega eftirtekt, munu framsóknarmenn hyggjast að ' rjúfa núverandi stjórnarsamvinnu, og að efnt verði til kosninga í haust. 1 samþykkt , miðstjórnarfundar Framsóknar frá i vetur, segir m.a., þar sem f jallað er um þær leiðir, sem koma til greina til þess að ráða bót á dýrtíðinni: Álítur fundurinn, að þær leiðir, sem um geti verið að ræða í þvi efni, séu allsherjar niðurfærsla eða gengislæKkun eða hvor tveggja." Haldi Framsóknarflokkurinn /fast við þessa ályktun miðstjórn- arinnar, og láti nú til skarar Skríða, er víst, að til kosninga kemur í haust, þar sem Aiþýðu- flókkurinn mim aldrei fallast á gengislækkun. ★ Annað deilumál þessara flokka er um verzlunarmálin. Hafa þau verið mjög umdeild að undan- förnu á milli Framsóknar og íhaldsins og nókkurra illinda gætt í skrifum Tímans og Morgun- blaðsins um þau mál. Þetta inn- byrðis deilumál verður þó tæpast talið til þjóðhagslegra stórmála, þar sem aðeins er um það deilt, ■hvor flókkurinn eigi meir aðmjólka af verzlun landsmanna í flokks- sjóði sína, Framsókn eða íhaldið. En það er stórmál iandsmanna í sambandi við verzlunina, að hvor- ugur fi. sé snýkrjudýr á henni, og er þar eitt ráð öruggt, og aðeins eitt, að ríkið taki alla innflutnings- verzlunina á sínar hendur.. En þrátt fyrir það, að ihaldið og Framsókn gætu komið sér saman um gengislækkun, verða þó verzl- unarmálin aðai sundnmgarepli þeirra. ★ Xnnan Framsóknarflokksins eru nú miklar ýfingar. Hermann Jón- asson, form. flokksins, finnst sinn hlutur helzt tii lítill og er því með uppsteit. Er ekki ólíkt, að armur Eysteins hyggist gera Hermann góðan aftur með því að koma þvi þannig fyrir, að kosninigar verði í haust. ★ Já, sennilega verða kosningar í haust. Alþýðuflotokurinn mun ganga ótrauður til kosninganna. Miklar líkur eru til þess, að við þær kosningar geti flokkurinn aukið fylgi sitt að mun. Er það fyrst að nefna, að launþegar og verkamenn skilja það í vaxandi mæli, að þátttaka Alþýðuflokks- ins í núverandi rítoisstjórn, hefur varið þá hingað til fyrir gengis- Blaðið „Siglfirðingur“, sem kom út í gær birtir þá frétt á forsíðu, ásamt stórri mynd, að Bjarni Bjarnason bæjarfógeti, verði í framíboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn við næstu alþingiskosningar. Enn- fremur getur igreinarhöfundur þess, að baráttan um þingsætið við næstu kosningar verði á milli íhaldsins og kommúnista. Þessu léttara hjali héldu siglfirzkir íhalds menn einnig fram í toosningunum 1946, þegar vinsælasti maður þeirra, Sig. Kristjánsson, var í framiboði fyrir flokkinn. Þær kosn- inigar fóru þannig, að íhaldið fékk aðeins 330 atkv., Áki Jakobsson var þá toosinn með 601 atkv., en frambjóðandi Aliþýðufilokksins, Er- lendur Þorsteinsson fékk 463 atkv. Síðan þetta var hefur Sjálfstæðis- floktourinn haldið áfram að tapa, enda hafa þeir Aage Schiöth og Stefán Friðbjarnarson verið aðal forystumenn íhaldsins hér. Að vísu getur það verið, að flotokurinn fái sömu atkvæðatölu við næstu kosn- ingar með því, að sá fjöldi sigl- firzkra sjálfstæðismanna, sem tousu Áka við síðustu kosningar og tryggðu honum þingsætið, hverfi aftur til föðurhúsanna og kjósi nú Bjama Bjarnason. Er það vel farið ef svo verður. En þá mun fara að saxast á „limina“ hans „Átoa“, og lækkun borgaraflokkanna. Enn- fremur er það staðreynd, að Aliþ.fl. hefur komið í veg fyrir, að vísitalan yrði bundin við 280 eða 250 stig, eins og forv'igismenn borgaraflotokanna hafa torafizt. í öðru laigi er árangur af ýmsum fé- lagslegum umbótum, sem flokkur- inn hefur beitt sér fyrir, sifellt að koma betur og betur í ljós og skýrast fyrir fólki. 1 þriðja lagi er sól kommúnista tekin verulega að lækka í lofti hér á landi, svo að frjálslyndir menn láta nú síður blekkjast til fylgis við þá. Loks eru stefnumál Alþýðuflokksins mitolu gleggri en annarra flotoka, og fóltoi 'því auðveldara að átta sig á, hvað það er að velja, þar sem Alþýðu- flokkurinn er. munu siglfirzkir jafnaðarmenn hyggjast að tryggja sínum fram- bjóðanda sætið, enda hafa þeir einir fylgi og kraft til þess að eign- ast við næstu kosningar þingmann Siglufjarðar. Hvað sem aumingja Stefán Frið- bjarnarson segir, er framhoð Sjálf- stæðisflokksins hér vita gagnlaust til þess að fella Áka. Hinsvegar er það alveg réttilega tekið fram af honum, að kommúnistar hafa tap- að fylgi hér. Álíta verður þetta framboð íhaldsins veitot, þar sem sá Sjálf- stæðismaðurinn, sem mest fyigi hefur fengið, Sigurður Kristjáns- spn, er ekki í framboði. Annars gefst' tækifæri síðar að ræða þessi mál nánar við hina andlegu „fóð- urmeistara" Siglfirðings. Heimsókn íþróttafólks Margt íþróttafólk mun sækja Siglufjörð heim um helginá. Fim- leitoa- og handknattleiksfloktour stúltona frá Norðfirði munu sýna hér leikfimi og keppa í handiknatt- leik við stúlkur úr K.S. Knattspyrnuflokkur frá Sauðár- króki kemur hingað á sunnudaginn í boði K.S., svo og handknattleiks- flokkur kvenna. SÍLDARFRÉTTIR Síldveiðarnar ganga mjög treg- lega enniþá. S.l. þriðjudag komu eftirtalin stoip með síld til Siglu- fjarðar: Freyfaxi N.K. 299 tn., Björgvin E.A. 100 mál, Viðir K.E. 10 mál, Dagur R.E. 300 mál, Hannes Haf- stein E.A. 50 mál, Björgvin K.E. 100 mál, Ásmundur A.K. 90 mál, Þorsteinn E.A. 30 mál, Sigrún A.K. 15 mál, Gullfaxi N.K. 50 mál, Mummi G.K. 25 mál, Víðir A.K. 15 mál, Einar Þveræingur ÖL. 40 mál, Helgi Helgason VE. 199 mál, Skjöldur SI. 117 mál, ÁSÞÓR N.S. 56 mál, Hugrún Í.S. 75 mál, Ár- mann R.E. 31 mál. S.l. miðvikudag komu eftirtalin skip með síld: Sigurður SI. 102 tn. og 218 mál, Ásþór N.S. 292 mál, Andvari R.E. 129 mál, Smári Húsavík 115 tn. og 100 mál, Arnar- nes 51 tn., Anna G.K. 30 mál, Heliga R.E. 75 mál, Grindviking- ur G.K. 250 mál, Aðalbjörg A.K. 30 mál, Ásgeir R.E. 300 mál, — Björgvin E.A. 350 mál, Snæfugl, S.U. 150 mál, Von T.H. 20 mál. I gær komu eftirtalin skip með síld: Freyfaxi 170 tn. og 200 mál, Skliði R.E. 200 tn., Þorsteinn E.A. 80 mál, Kári Sölmundarson E.A. 80 mál, Reykjaröst K.E. 50 mál, Geir Goði K.E. 20 mál, Hvanney S.F. 80 mál, Ólafur Magnússon K.E. 200 mál, Hannes Hafstein E.A. 70 mál, Jón Magnússon N.K. 80 mál, Guðný R.E. 40 mál, Ár- sæll Sigurðsson G.K. 200 mál, Ás- bjöm l.S. 130 mál, Særún S.I. 200 mál, Freyfaxi N.K. 45 t. Bftirtalin skip hafa komið með síld til S.R. á Skagaströnd . Fram A.K. 10 mál, Bangsi I.S. 16 mál, Ólafur Magnússon K.F. 16 mál, Von T.H. 22 mál, Flosi I.S. 22 mál, Muninn H. G.K. 70, Ægir G.K. 206 mál, Guðný R.E. 248 mál, Einar Hálfdánarson I.S. 60 mál, Helga R.E. 84 mál, Pálmar 56 mál, Reykjaröst R.E. 146 mál, Geir goði 178 mál, Pétur Jónsson 60 mál, Þráinn N.K. 694 mál, Garðar E.A. 260 mál, Hilmir K.E. 60 mál, Björgvin K.E. 42, Böðvar A.K. 126, Fróði G.K. 26 mál, Valþór N.S. 24 mál, Víðir G.K. 22, Olivetta 26, Ágúst Þórarinsson S.H. 100 mál, Gylfi E.A. 34 mál, Jón Magnússon G.K. 32 mál. Nýjustu fréttir I nótt fengu nokkur skip sæmi- leg köst. — Aðalveiðisvæðið er nú frá Skaga að minni Eyjafjarðar.— Þessi skip hafa komið inn með síld í morgun: Bjargþór G.K. 400 mál, Særún S.I. 300 mál, Keflvíkingur G.K. 400 mál, Sævaldur Ó.F. 100 mál, Græðir Ó.F. 250 mál, Aðal- björg A.K. 36 mál. Tilgangslaust íramboð

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.