Neisti


Neisti - 12.08.1949, Blaðsíða 1

Neisti - 12.08.1949, Blaðsíða 1
Sigluf jarífeTpreiitsmiðja h. f. 28. tbl. Föstudagur 12. ágúst 1949. 17. árgangur. Hvad vill Framsókn? Framsóknarmenn hafa núhleypt ólgu í íslenzk stjórnm'ál, hóta illu og bera sig dólgslega, en hvað þessum látum veldur, er mönnum 'varla ljóst. \ Hitt vita menn gjörla, að þessum bægslagangi er stjórnað af for- manni þessa flokks, Hermanni Jónassyni, gerðardómslagahöfund- inum Æræga, sem allir verkamenn þékkja sem einn sinn hatramasta óvin. Framsóknarmenn munu, sem fteiri, vera óánægðir með það ástand, sem nú ríkir í efnahags- : málum þjóðarinnar, því ennþá hefir ekki tekizt að stöðva dýrtíð- ina, og ríkissjóður er foáglega staddur. Gull eða græna skóga hafa menn varla orðið varir við, þó að tveir framsóknarménn skreyti stjórnarstólana íslenzku. En tii þéss að dylja sína minni- • máttarkennd og slá sig til riddara . í augum þjóðarinnar, hafa þessir menn nú tekið upp það ráð að líta á foáða foóga, kenna samstarfs- flokkum sínum um svik og ausa á þá upplognum óhróðri. Einkum hefir Alþýðuflokkurinn fengið að kenna á þessum bitvörgum, enda ekki að furða, þegar forsprakkinn er höfundur hinna alræmdu gerðardómslaga; en allir vita, hver t afstaða Alþýðuflokksins var til þeirra. Nú skulum við koma að því, hvað Framsókn vill, að gert sé til að ráða fram úr vandamálum þjóðarinnar. Það mætti ætla, að þessari spurningu væri auðvelt að svara, því mikið hefir „Tíminn" um málið fjallað, og „Einherji" f endursagt kjarnbeztu greinarnar fyrir þá ógæfusömu Siglfirðinga, sem ekki lesa „Tímann". En samt leylf ði einn ræðumaður sér á leiðar- þingi hér að spyrja málsvarsmann Framsóknar, hverjar væru tillögur flokks hans í vandamálunum, iþví spyrjandinn, eins og allir aðrir, hafði aldrei rékist á þær tillögur Framsóknarflokksins, sem leyst gætu vandann, hvorki að öllu leyti né nokkru leyti. Það furðaði því engan, þó að íramsóknarmaðurinn færi undan í fiæmingi og svaraði því einu til, að Framsótaiarflokk- ,*¦ wrinn, yildi lækna imeinið, en hvernig það skyldi gert, gat kaup- félagsstjórinn ekki sagt. Foringjar flokksins hafa þó leyft sér að tæpa á þeim málum, sem þeir telja, að til greina 'komi til að leysa vandann, en það var ekki von til, að kaupfélagsstjórinn þyrði að segja iþað upp 'hátt í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, því ís- lenzk alþýða mun aldrei hylla þann mann, sem býður henni gengislækkun og launabindingu. Hver er sá, sem ekki trúir Fram- sóknarflokknum tii að vinna að þessu hvor tveggja? Veit hann ekki, að þessi flokkur héfir áður gripið til gengislækkunar og man hann ekki eftir gerðardómslögun- um? Þetta hvort tveggja ætti þó að vera öllum almenningi í fersku minni, og vel væri, að hver kjós- andi gætti þess, áður en hann veitti þessum flokki brautargengi. Það þarf meira en venjulega ósv'ifni. til þess að geta boðið ís- lenzkri alþýðu gengislækkun og launabindingu núna á þessum tím- um, og iþegar taka verður táliit til þess, að ekki er langt til næstu kosninga, þótt þær yrðu ekki á þessu hausti. En framsóknarmenn eru orðnir órólegir, því þeir sjá fram á erfiðleikana við að stjórna iandinu í náinni framtíð, þar sem síldarvertíðin virðist ætla að bregðast eitt sumarið í viðbót og dýrtíðina hefir ekki tekizt að stöðva enn. En Framsóknarflokk- urinn á fleiri óaðgengilegar tillög- ur en gengislækkun, sem hann get- ur notað sem átyllu til að hlaupa úr ríkisstjórninni og heimta þing- rof. Má þar til nefna hið mjög svo vanhugsaða verzlunarfrumvarp iþeirra, sem hefir skömmtunarfar- (Framhald á 2. síðu) Hverju hdfa jafnaðarmenn áorkað í bœjarmalum Siglufjarðarf Að gefnu tilefni, vegna skrifa Siglfirðings, sem út kom í gær, vill Neisti „athuga afrek jafnaðar- manna í bæjarmálum Siglufjarðar" það sem af er'þessu kjörtimabili. Þessi athugun mun fara fram á mati staðreynda og sannrar frá- sagnar, en ebki hleypidóma og f á- vizku, eins og skrif Siglfirðingsrit- stjórans hafa verið byggð á. Afrek íhaldsins 1942-'46 Árin 1942—'46 fór sambræðsla íhalds-framsóknar og D-lista- manna með stjórn bæjarfélagsins. Síðari hluta kjörtímabilsins fór samstarf þetta út um þúfur vegna sundurlyndis fyrrverandi bæjar- f ógeta og Hertervigs — en við tók innilegt samstarif íhaldsins og kommúnista. Er iþessu kjörtíma- bili lauk, taldi blað ikommúnista, Mjölnir, skuldir bæjarins vera um 30 millj. kr., sem nær þvi allar urðu til á þessu kjörtímabili íhalds framsóknar-, hristingsmanna og kommúnista. Annars verður því ástandi, sem r'ikti í f jármálum bæj- arins eftir betta kjörtímabil bezt lýst með frásögn samherja Herter- vigs í 19. tbl. Mjölnis það ár, og yfirlýsingu bæjarfulltrúa Sjáif- stæðisflotoksins á bæjarstjórnar- fundi 29. nóv. '46. Mjölnir frá 26. apríl 1946 hefur orðið. Eftir að hafa birt bæjar- málasamkomulag flokkanna, segir blaðið á þessa leið: „Almennt var talið, að tæpast myndi nokkur einn flokkur fá meirihluta þó kosið yrði upp, og gat þá vel farið svo, að eftir nýjar kosningar væri bæjar- stjórnin jafn óstarfhæf. Eins og f járhag bæjarins er komið, er sennilegt, að slíkt öngþveiti hef ði leitt til kyrrstöðu í öllum fram- kvæmdum og bæjargjaldþrots." Sex mánuðum eftir þessa frá- sögn kommúnistablaðsins, eða nán- ara tiltekið 29. nóv., flytja komm- únistar tillögu í foæjarstjórn um Hinir 200 og 34 I" r FÁAR ÞJÓEXEEt eru eins háðar inn- flutningnum og íslendingar. — Þessvegna eru verzlunarmálin áhugaeíni hugsandi manna í landinu, þess vegna var verzl- unaránauðin þungbærust hins erlenda valds íyr á öldum. Þess- vegna er utanríkisverzlunin mesta þrætuepli ísienzkra stjórn mála. Milljónagróðinn af verzl- uninni skiptist á mili tveggja aðila, heildsalanna 200 og smá- sala annars vegar, en samvinnu- félaganna hinsvegar. íhaldið berst fyrir heildsalana og þeirra fé hefur byggt upp toiöð þess, Morgunblaðið og Vísi. Fram- sókn toerst fyrir samvinnufélög- in, og auglýsingar þeirra og styrkir þeirra renna drjúgum til Framsóknar. Við skulum athuga hvort þessir „heiltorigðu "verzl- unarhættir" séu nauðsynlegir — og hvort það sé hagkvæmt, að. 200 mismunandi heildsalar ann- ist innkaup f yrir aðeins 140 þús. manna tojóð. Við skulum athuga nokkrar tölur þessu viðkomandi. EF FJÖL.DI heildsalanna er toor- inn saman við mannfjöldann í landinu á hverjum t'ima, kemur í ljós, að .1916—'20 var einn heiidsah 'fyrir hverja 2600 lands menn, 1926—'30 var einn fyrir hverja 1600 landsmenn, 1936 — '40 einn fyrir hverja 1400 og á því herrans ári 1946 var einn íslenzkur heildsali fyrir hverja 660 íbúa í landinu. VERZLUN OG INNFDUTNING- UR hafa vaxið og það ekki lítið, en að það þtu"fi einn heildsala , fyrir hverja 660 íslendinga er fráleitt. Þarf ekki annað en að bera þessa fjölgun saman við fjölgun smásöluverzlana. Frá árunum 1916 til 1946 f jölgaði smásöluverzlunum 1,8 sinnum, (Framhald á 4. síðu) nýjar kosningar. 1 samfoandi við þessa tillögu óskuðu foæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins, 'þeir Pétur Björnsson og Egill Stefánsson bókað m.a.: „Hinsvegar telur flokkurinn, að ástand bæjarins í f járhagsmál- um sé þannig, að óf orsvaranlegt sé að fara út í nýjar kosningar. Þannig var hið raunverulega f járhagsástand toæjarins í lok k jör- tímabilsins 1942—1946. Bærinn var á foarmi gjaldþrots. Framund- an var kyrrstaða „í öllum fram- • kvæmdum". Samstarf flokkanna . Vegna hins slæma og „óforsvar- ajilega f jármálaástands" foæjarins, (Framhald á 3. síðu)

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.