Neisti


Neisti - 26.08.1949, Blaðsíða 2

Neisti - 26.08.1949, Blaðsíða 2
V 2 NEISTI - N EIS TI- VIKCBLAB Útgefandi: AlþýðufLfél. Sigluf j. Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H GUBMUNDSSON j Áskriftagjald kr. 20,00 árg. —, Gjalddagi blaðsins er 1. júlí Afgr. bl. er í Aðalgötu 22 Lýðræði — Einræði Við hverjar einustu kosningar er fram fara í lýðfrjálsu landi verða menn að gera sér grein fyrir þeim mismun sem fellst í yfirskriftarorð um þessa greinarstúfs.' Þau mis- tök að gefa einræðissinnuðum flokki valdaaðstöðu hafa víða um heim orðið svo afdrifarík að vert er að læra af þeirri dýrkeyptu en sorglegu reynslu. Lýðræði þýðir 'það, að hver einstaklingur hafi frelsi til þess að skipa sér í flokk eða samtakaheild, láta skoðun sína í Ijós og berjast fyrir henni í ræðu og riti. Þ. e. einstaklingi og flokk- um er tryggt skoðanafrelsi, félaga frelsi, málfrelsi og prentfrelsi. — Innan þessa ramma deila menn og flokkar síðan um það hvernig beri að notfæra þetta frelsi til hags- muna og aðgerða fyrir einstakl- inga, stéttir og þjóðarheildina.' Lýðræðið hefur óumdeilanlega þróast mest og bezt í vesturhluta Norðurálfu. Öndvegisflokkar og \ öflugasti málssvari lýðræðisins hefur ávalt verið og er Aliþýðu- flokkurinn í hverju landi eða ríkja- samsteypu. í lýðræðisríkjum berj- ast flokkarnir eða flokkasamsteyp- •ur um völdin. Þjóðin sjálf fær á vissu árabili að leggja úrskurð sinn á stefnur og framkvæmdir flokkanna og sker úr um hverjir þeirra eigi að fara með stjórnir landanna hvert kjörtímabil. Þetta eru svo augljós sannindi og stað- reyndir að ekki þýðir í móti að mæla. Gagnstætt þessu er svo einræði. Þ. e. einn flokkur, oftast undir stjórn eins manns eða fámennrar samhentrar f lokksstjórnar, hrifsar til sín völdin og neitar að afhenda þau aftur eða láta þjóðina skera úr um það hverjum hún vilji fela þau. Þessu einræði fylgir afnám helg- ustu mannréttinda, svo sem afnám félagafrelsis, málfrelsis og ritfrels- is. 1 kjölfar þessa fylgir alla jafna fangabúðir, fjölmennur hópur njósnara og her eða lögregluvald. Öll andstaða er kæfð í fæðingu. — Allar aðfinnslur eru bannaðar. Eng ar frj'álsar kosningar eru leyfðar. Oftast er borinn fram einn listi við kosningar og kjósendum allra náð- arsamlegast leyft að segja já eða nei. AIl oftast er þannig um hnút- ana búið að stjórnarflokkurinn fylgist með kosningum og neiat- Burtrekstrarnir úr SR Fypr stuttu var sex verkamönn- um sagt fyrirvaralaust upp vinnu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og gefið að sök „léleg" vinnubrögö við grunngröft tunnuverksmiðj- unnar nýju". 1 stað þess að til- kynna trúnaðarmanni verða- mannafél. á vinnustaðnum, að ef þessir menn bættu ekki vinnubrögð sín, yrðu þeir reknir, eru þessir menn reknir fyrirvaralaust frá fyrirtækinu. Allur málstilbúningur forráðamanna SR, sem standa að þessum burtrekstrum, er með ein- dæmum og virðist tilgangur þeirra sá einn að fá verkamenn upp á móti sér. Nú er ekkert að því að finna, þótt þeir, sem stjórna vinn- unni hjá SR, vilji að unnið sé vel. Verkamenn eiga að kappkosta að afreka jafnmikið yfir daginn og mögulegt er, og sjálfsagt er að taka hart á öllum meiriháttar vinnusvikum. En verkamenn geta alls ekki látið það viðgangast, að mönhum sé sagt upp vinnu sökum „lélegra" vinnubragða, nema þessi þunga sök sé sönnuð á þá, sem reknir eru fyrir þessar sakir. Haf a þeir, sem stóðu f yrir brott- rekstri þessum gert það. Við skul- um athuga það nokkuð nánar. — Flokksstjóri S.R. við grunngröft- inn á nýju tunnuverksmiðjunni hefur gefið fjórum hinna burt- reknu eftirf arandi vottorð: „Það vottast hér með, að Andrés Davíðsson, Skúli Benediktsson, Aðalbjörn Þorsteinsson og Gísli Þórðarson, hafa ekki unnið ver en aðrir í grunngreftri tunnuverk- smiðjunnar nýju. Siglufirði 16. ág. 1949. ilaiiur Garibaldason (sign.) Guð'finnur Þorbjörnsson virðist ekki hafa upplýsingar sínar um „léleg" vinnubröð þessara manna frá ílokksstjóra sínum. Guðfinnur Þorbjörnsson getur ekki haft upplýsingar sínar frá Sveini Ásmundssyni verkstjóra, er kemur aðeins endrum og eins á þennan vinnustað, enda hefur Sveinn upplýst í viðurvist hinna burtreknu, að hann hafi ekki borið fram kæru um það, að þeir yrðu reknir úr verksmiðjunum'. — Hvaðan hefur Guðfinnur Þor- björnsson þá upplýsingar sínar um „léleg" vinnubrög þessara manna? Þeir sem stóðu fyrir þessum burt- rekstri virðast nú vera staðnir að þeirri sök, að hafa rekið þessa menn saklausa. Þessir sömu menn kvæðinu fylgja þá jafnan ýmsar skerðingar á þegar takmörkuðum mannréttindum, svo sem atvinnu- og brauðréttindum. Þétta fyrirkomulag er þekkt und ir heitunum Nazismi og Kommún- ismi. Þýzki nazisminn byggði á þessu kerf i og einræðisríkin austan járntjaidsins byggja sína tilveru á því. Kommúnistar um allan heim fyigja þessu kerfi, þó að sumstaðar telji þeir heillavænlegra.að dyljast nokkuð. Hvar sem er í heiminum taka kommúnistar við fyrirskip- unum frá yfirboðurum sínum í Kominform. Fyrirskipun þaðan er 'þeim lög og boðskapur þaðan heil- ög tru. Þetta er ekki nýtt. Það skýrist með hverjum degi og æ fleiri koma auga á þau sannindi, að Kommún- istar geta ekki þrifist í lýðfrjálsu þjóðfélagi. Þessvegna tapa þeir við hverjar frjálsar kosningar sem fram fara 'í lýðræðisríkjunum. Flestir Islendingar eru sér með- vitandi uni meginmisraun lýðræðis og einræðis. Fyrir styrjöldina og í byrjun hennar bar að yísu nokkuð. innan Sjálfstæðisflokk^ins á naz- istasinnaðri hreyfingu. En þessir menn hafa talið hollara að láta lítið á sér bæra. Kommúmstar sáu einnig sitt óvænna, skiptu um nafn og að nokkru um baráttuaðferðir, en um hugarf arsbireytingu va r ekki að ræða. t Má því segja að meginhluti is- lenzku þjóðarinnar hafi fordæmt einræðisfyrirkomulagið. Það hefur þessvegna vakið nokkra furðu og jafnvel eftirtekt, að formaður Sjálfstæðisfloksins hér í Siglufirði hefur opinberlega lýst því yfir að hann geri engan mun á stefnu Alþýðuflokksins og stefnu komm- únista. Telur hann að báðir vilji „stefna að því að koma á sósíal- istísku þjóðskipulagi eins og tíð- kast í Rússlandi og löndum þeim, sem þeir hafa hnésett og svift frelsi, með fangabúðum ófrelsi og þrælahaldi." Með öðrum orðum er iþv'í lýst yfir að enginn munur sé á einræði kommúnista og því lýðræði sem tíðkast á Norðurlöndum, Bret- landi, Belgíu og víðar, sem varið er og barist fyrir af Alþýðuflokkum þessara landa. Þýðir þetta að Sjálf stæðisflokkurinn í Siglufirði undir forustu þessa manns vilji engu síður einræði kommúnista en lýð- ræði jafnaðarmanna ? Ef svo- er verður enginn vandi fyrir, sigl- firzka kjósendur að velja á milli. Yfirgnæfandi meirihluti vill lýð- ræði og mun fylgja þeim 'flokki sem þar hefur hreinan skjöld og fylgja þeim framlbjóðenda sem vill framfylgja því, en ekki hinum sem enga grein gerir sér fyrir mismun lýðræðishugsjónar jafnaðarmanna og miðaldareinræðis kommúnista. hafa ekki viljað viðurkenna yfir- sjón sína og taka verkamennina í vinnu að nýju. Nú er komið að því, að siglfirzkir verkamenn kréfjast þess, að hlutur þessara verkamanna sé tafarlaust réttur, og ekki verði skilið við þetta mál,. án þess að hinir burtreknu verka- menn fái fulla uppreisn. Þeir, sem stóðu fyrir þessum burtrekstrum munu farmvegis verða undir sterkri gagnrýni frá verkamönn- um og þarf þá ekki að undra, þótt slíkt verði til þess, að framvegis verði, því miður, miklu verra að semja um þau ágreiningsmál, sem upp kunna að koma á milli þeirra og verkamanna. Getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sjálfa. Nú er þess að vænta, að stjórn S.R. veiti hinum burtreknu verkamönnum fulla uppreisn, og bæti þannig fyrir óréttlæti verk- stjóra síns. Jóliann G. Möller Tíu ára afmæii (Framhald af 1. síðu). fyrirmælum einvaldans í Moskvu. Lönd sem fengu sjálfstæði sitt á sama tíma og Island, eins og Eist- land, Lettland og Lithauen voru þurrkuð út. Stórar spildur af Finn- landi og Póllandi voru lagðar við rússneska veldið. Með stjórnarbylt- ingum, herveldi, fangelsunum og lífláti margra sinna beztu sona, voru Bulgaría, Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Albanía og Jugó- slavía innlimuð í rússneska stjórn- arkerfið. Mannslífin voru að engu metin. Frelsi og mannréttindi for- smáð. Þetta eru atburðirnir og minn- ingarnar sem tengdar eru við vin- áttusamning Hitlers og Staiins frá 1939. Það er þessvegna engin furða þó að kommúnistunum íslenzku komi það! bezt að hann falli í gleymsku og dá. Margt hefur þó farið öðru vísi en ætlað er. Hin dáða hetja Tító marskálkur — ein- valdi Jugóslavíu — skipar ekki lengur virðingarsess á síðum Þjóð viljans. Nú er hann svikari, for- smáður og fyrirlitinn, af því að hann neitaði að hlýða fyrirskipun- um frá Kreml. \ En þegar Islendingar minnast þessara atburða dettur þeim í hug að. vissulega mundu árnaðaróskir Rússa hafa fylgt Þjóðverjum til hernáms á Islandi, ef það hefði gerzt fyrir 1941. Hugarf ar íslenzku kommúnistanna hefur ekkert breyzt. TILLESENDA! Mikið efni verður að b'iða næsta blaðs, þ. á. m. minningargrein um Sigurð Sigurðsson.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.