Neisti


Neisti - 26.08.1949, Blaðsíða 3

Neisti - 26.08.1949, Blaðsíða 3
NEISTI Ritstj. annast: Sig. Jónasson, Jón Sæmundsson og Hómist. Þórarinsson STðRL 0SAMSTÆ9IFLOKKUI 4 Á það var bent nýlega í þessu balði áð Sjálfstæðisfl. væri, sem stæði, stærsti stjórnmálaflokkur- { inn. Það var eins og ritstjóra Sigl- firðings hefði áður sézt yfir þetta. Hann kunni sér ekki læti, og f annst að hann (flokkurinn en ekki rit- stjórinn) væri orðinn svo stór, að hann hefði möguleika á að ná meirihluta-aðstöðu við næstu kosn- ingar til Alþingis. Þó að það séu hugarórar er ekki úr vegi að at- huga nokkuð hinn stóra!! flokk. En við þá athugun mun koma í ljós að Sjálfstæðisfl. er í raun og veru ekki einn flokkur ,heldur ósamstæð samsteypa, sem tekist hefur fram að þessu að fleka menn með ólík- ustu sjónarmið og hagsmuni, til þess að fylgja sér við kosningar. Aðaluppistaða flokksins er mynd uð af auðugum heildsölum, iðnrek- } endum og stórútvegsmönnum. Þá fylgja einnig flokknum að' máli afturhaldssöm embættismanna- stétt og ýmsir, sem hafa fengið ákveðin sérréttindi með eignar- rétti á húseignum, löndum og lóðum svo og rekstri arðscmra séreigna með einskonar einokunar- aðstöðu, svo sem kvikmyndahúsa og lyfjabúða. j Þegar Sjálfstæðismenn tala um frjálsa verzlun, meina þeir ekki að hver sem er fái að vezla, heldur vilja þeir viðhalda þröngsýnu . „kvotakerfi," þar sem allur inn- fiutningur á að vera í höndum gam alla rótgróinna verzlunarfyrir- tækja, en þess gætt að kyrkja í fæðingu hverja viðleitni ungra fyrirtækja til verzlunarviðskipta. * Hef ur þetta berlega komið fram í afskiftum verzlunarráðsins, ^sem er samband hinna fáu útvaldra. — Fara saman hagsmunir heildsal- anna, og neytenda og launamanna ? Afdráttarlaust nei. Heildsalarnir vilja sem mesta álagningu og sem mestan gróða. Launamennirnir iþurfa vörurnar sem ódýrastar og ' því með minnstri álagningu. Enda hefur verzlunarstéttin kveinkað _ sér mjög undan þeim ráðstöfunum, • • sem gerðar hafa verið um minnk- aða álagningu. Sjálfstæðisfl. hefur tekizt að blekkja til fylgis við sig ýmsa smásala og verzlunarmenn. En það er hinn mesti misskilning- >• ur að Sjalfst.fl. eða máttarstólp- ar hans hafi nokkuð fyrir þessa menn gert eða vilji nokkuð fyrir þá gera. Máttarstólparnir líta að- eins á þá sem náuðsynleg tæki til iþess að hagnast á. Það er líka staðreynd að fæstir þessir menn hafa fengið ríflegan hlut af verzl- unargróðanum. Þeir munu vera jafn nauðsynlegir til þess aðann- ast dreyfingu varanna, þó að öll innkaup færu fram á einni hendi, t. d. með landsverzlun. Hlutur heild salanna mundi að sjálfsögðu rýrna en hinna ekki. Smáverzlanir eiga enga samleið með heildsölum, það er aðeins nauðsynleg sjónvilla í blekkingarkerfi Sjálfstæðisflokks- ins að halda slíku fram. Stóriðjuhöldarnir hafa að mörgu leyti samskonar sjónarmið og heild salarnir. Hagsmunir þeirra rekast þó á öðru hverju, þegar þeir heimta ákveðinn hluta af gjaldeyrinum fyrir hráefni til iðnaðarins. En oft er þetta hráefni ekki annað en duft eða lögur á tunnum, sem sett er í umbúðir hér innanlands. Þessi stétt á heldur ekkert skylt við smáiðn- rekendur, sem vinna úr íslenzkum hráefnum eða stunda ýmiskonar heimilisiðnað. Hinir mörgu smáu útvegsmenn eiga heldur enga samleið með hin- um f áu auðugu stórútgerðarmönn- um, jafnvel þótt þeir hafi látið blekkjast. Það eru heldur ekki hags munir þjóðarinnar að nokkrar f jöl skyldur skuli eiga flest öil kvik- myndahús í landinu eða að 2 bræð- ur og frændi þeirra skuli eiga 3 stærstu lyf jabúðir landsins. Vissulega þarfnast þjóðin sam- starfs, (en hún hefur ekki efni á iþví að gefa það fyrir samstarfið, að nokkrar f jölskyldur öðlist völd og auð til þess að yáða yfir af- komu alls þorra landsmanna. Hún þarf samstarf, heilbrigt og vitur- legt samstarf, sem byggist á þörf og mannsæmandi aðbúð alirar þjóðarinnar, en það samstarf fæst aldrei fyrir atbeina Sjálfstæðis- flokksins. Þá má ekki alveg gleyma bændadeild flokksins. Ætli velflestir launamenn muni ekki eftir „hækkuninni" hans Ingólfs á Hellu, á landbúnaðarafurðunum, þegar hann ætlaði að slá Fram- sóknarmenn út. Þá verður einnig fróðlegt að vita um afstöðu full- trúa Sjálfstæðisflokksins við verð- ákvörðun landbúnaðarafurða á hausti komanda. Bændur hafa nú ódýrt vinnuafl (þýzka verkafólkið) og margir hverjir góðan vélakost með margföldum afköstum. Fá launamenn og verkafólk að njóta þess? i \\ i;;" Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur oft verið tví- og þríklofinn. ÞAKKABAVARP Innilegar þakkir fyrír auðsýnda samúð við andlát og þarðarför föður og tengdaföður okkar, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Hvann- eyrarbraut 7b. BÖRN OG TENGDABÖRN Nokkrar fyrirspurnir tii OSchiöth í grein, sem birtist í 31. tbl. Siglfirðings, eftir þig — með fyrir- sögninni —; Socialismi eða séreign — ez^u eftirfarandi ummæli: „Stjórnmálabaráttan hér á landi stendur um það, hvort innleiða skuli sósíalistiskt þjóðfélagsskipu- lag samkvæmt kenningum Karls Mar^;, og er f yrirmyndiii Rússland. Frambjóðendur Alþyðuflokksins og kommúnistaflokksins, • þeir Er- lendur Þorsteinsson og Áki Jak- Heildsalar, bændadeild o.s.frv. — Þetta eru staðreyndir, sem ekki tjáir að i mæla mót. Og hvernig hefir svo Sjálfstæðisfiokkurinn tekið á velferðar- og umbótamál- um alls almennings. Hann barðist gegn 21 árs kosningarétti. Hann barðist gegn afnámi sveitarflutn- ings. Hann barðist móti lögum um byggingu verkamannabústaða. — Hann barðist gegn tryggingarlög- gjöfinni. Hann barðist gegn orlofs- lögunum og yfirieitt gegn þjóðfé- lagsmnbótum, meðan unnt var. Og hver voru svo bjargráð flokksins í vetur, þegar átti að fara að spara ? Það átti að afnema orlofslögin. Það átti að stórlækka framlög til trygginga. Það átti að afnema ríkisrekstur arðbærra fyrirtækja. Er það ekki von, að ritstjóri Siglfirðings sé hrifinn aif flokki með þvílíka fortíð og nútið? Er það ekki von, að hann búist við miklum sigri. Sjálfstæðisflokknum, eins og hann er nú, má líkja við gamla fúaduggu, sem hefur verið „dubbuð" upp fyrir kosningarnar. Það hefur kalfaktað yfir stærstu rifurnar og tjargað yfir. Fyrir ofan sjó er skútan máluð með slagorðum'og girnilegum kosninga- loforðum, þar sem allt á að gera fyrir alla. En fyrr eða síðar mun þessi skúta stranda og liðast í sundur á því skeri, sem heitir þekking og hugsun. Hér í Siglufirði mun þetta strand ské fyrr en ella, þar sem við stjórnvöl sitja, menn eins og nú- verandi formaður flokksins og fóðurmeistari íhaldsins, og það af þeirri ástæðu, að þeir kunna ekki skil á lýðræði og einræði. Þeir munu hér eftir sem hingað til vinna að framgangi kommúnista með lýðræðisbros á vör og frelsis- skraf á tungu. obsson, stefna báðir að þessu marki". „Menn verða að gera sér ljóst, hvort þeir vilja stefna að því að koma á sósíalistisku þjóðfélags- skipulagi eins og tíðkast í Kúss- laradi og löndum þeir, sem þeir hafa knésett og svift frelsi, með fangabúðum, ófrelsi og þræla- haldi". Út af þessu vil ég óska eftir svari við ef tirf arandi spurningum: 1. Er þetta sérskoðun þín eða er þetta álit Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði? 2. Geturðu ibent á eitt einasta land, þar sem jafnaðarmenn hafa náð meirihluta, og neitað að láta hann af hendi í frjáls- um kosningum ? 3. Geturðu bent á eitt einasta . land,þar sem kommúnistar hafa náð meirihlutaaðstöðu og af- hent hana í frjálsum kosning- , um? 4. Jafnaðarmenn hafa náð meiri- hluta í Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku og Bretlandi. Getur þú bent á, að í þessum löndum hafi þjóðirnar verið sviftar frelsi með fangabúðum og þrælahaldi ? 5. Um áratugi hefur danska þjóð- in við hverjar kosningar fylkt séu um stef nu Alþýðuf lokksins, sem um árabil hefur verið lang- stærsti flokkur lándsins. — A sama tíma hefur gengi komm- únista farið þverrandi og það svo, að við síðustu kosningár tapaði þessi flokkur helmingi iþingsæta. Danska þjóðin gerir þessvegna mikinn mun á stefnu kommúnista og jafnaðarmanna sem þú vilt setja undir sama hatt. Telur lþú, að þetta sé fyrir menntunarskort eða þekkingar- leysi dönsku þjóðarinnar á eðli sósíalismans ? * Eg vænti svars við þessum fyrir- spurnum hið fyrsta. Ef þú skyldir ekki fá pláss í „Siglfirðingi," skal ég reyna að tryggja þér rúm í „Neista". Erl. Þorsteinsson Föstudag og laugardag kl. 9: KONA NÆTURVARÐARINS • Ný sænsk niynd

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.