Neisti


Neisti - 26.08.1949, Blaðsíða 4

Neisti - 26.08.1949, Blaðsíða 4
r f NEISTI Svar til Mjölnis Blaðið „Siglfirðingur“ varð sér eftirminnilega til skammar og at- íhlægis í vetur, þegar það flutti fréttir af afrekum íhalds og komm- únista í bæjarstjóm ísaf jarðar. Nú virðist Mjölnir ekki lengur vilja una því að vera eftirbátur „Sigl- firðings" í fréfctaflutningi frá Isa- firði, sbr. klausu í síðasta blaði um vatnsveitu þar vestra, þar sem íhaldskommum er óspart sungið lof en Aiþýðufiokksmenn níddir. Með þessum skrifum eru um- rædd blöð að láta í ljósi veiþóknun sína á spyrðubandinu svonefnda á Isafirði, en það samanstendur af nazistískum dreggjum íhaldsins og kommúnista, sem hafa svo náið samiband sín á milli, að bæjarblöð ibeggja birta oft svo að segja orð- rétt sömu greinamar. Hefur þarna sannast það sem Hitler hélt fram, að auðvelt væri að gera nazista úr kommúnistum, og það er því ekki að furða, þótt „Mjölnir" og „Sigl- firðingur“ líti fyrirmyndina á Isa- firði, að samstarfi íhalds og komma hým auga. Um vatnsveituna á Isafirði er það annars að segja, að meðan Al- iþýðuflokksmenn höfðu þar meiri- 'hluta, var hún aukin og endurbætt éftir þörfum hverju sinni, og síðast árin 1941 og 1942. Þá var vatns- veitan stækkuð eftir því sem hr. verkfræðingur Sigurður Thorodds- sen lagði til og taldi að duga mundi í mörg ár fyrir bæinn. Verkið var síðan framkvæmt í akkorði af ísfirzkum byggingarmeistara, sem er sjálfstæðismaður. Það kom brátt í ljós að þessi nýja vatnsveita var nokkuð gölluð, sumpart vegna þess, að vatnsmagn ið reyndist minna en verkfræðing- urinn háfði reiknað með, og sum- part fyrir lélegan frágang af háifu verktakans. Samt dugði þessi vatnsveita stórvandræðalítið til ársins 1946, þ. e. fyrsta ársins, sem íhaldskommar fóm með meirihluta vald í bæjarstjórn Isafjarðar, en iþá fóm gallar hennar að koma í ljós fyrir alvöm. Ihaldskommar voru þó ekki mjög handfljótir um úrbæthr, og lítið Var gert fyrr en ein helzta máttar- stoð íhaldsins, og fyrrverandi bæj- arfulltrúi þess hefði sagt sig úr flokknum, vegna þess að hann og kona hans höfðu orðið að vaka til skiptis um nætur, til að safna vatni til næsta dags, og vegna þess að íhaldskommar gerðu ekkert til að útvega bæjarbúum meira vatn, en kratarnir, fyrirrennarar þeirra höfðu þó gert margt, sem að góðu gagni kom í þessu efni. Að síðustu gátu ihaldskommar í bæjarstjórn Isaf jarðar ekki leng- ur komist hjá að sinna kröfum bæj arbúa um endurbætur á vatnsveit- unni, en stjóm þeirra á framkv. hefur verið með endemum. T. d. byrjuðu þeir að láta grafa fyrir vatnsþró, á stað þar sem engin 1 bl. Siglfirðingur í gær birtist snotur glansmynd af bæjarfóget- anum ásarnt greinastúf eftir hann, sem hann nefnir „rétt val“ Þessi fyrsta ritsmíð bæjarfóget- ans um pólitísk efni, hér í Siglu- firði er harla óljós og líkist mest ihinum tvíræðu véfréttum frá Delfi. Ljóst er þó að mikill hugsuður er upp risinn eða hvað finnst mönnum um þetta: „Af dýrkeyptri reynslu margra undanfarinna ára, mun nú hverjum þeim manni, sem leiðir hugann að þessum vandamálmn sjálf síns og samlanda sinna, löngu orðið það ljóst, af hverju þessi ófamaður stafar. Og ekki síður er það orðið hver jum manni ljósara með hverj- um degi, hvaða bjargráði verður að beita.“ (Leturbr. Neista). Við hsr við Neista erum nú svo ófróðir að okkur hefur skilist að enn séu miklar deilur um það meðal landsmanna hversvegna okk ar högum er nú háttað eins og er. botn fannst, og eyddu í þetta af fé bæjarins um 100 þús. kr. Þróin hefur svo ekki verið byggð, en sú aukning á vatnsveitu Isafjarðar, sem nú hefir að nokkru leyti verið lokið við, er gerð samkvæmt til- lögum Aliþýðuflokksmanna í bæj- arstjórninni, þ. e. að lögð hefur ver ið ný aðalæð frá Tunguá að gömlu vatnsbólunum ,en þeirri tillögu var spyrðubandið áður búið að hafna. Það er þessi framkvæmd, sem Is- firðingar hafa nýlega fagnað, og hefir þar verið glaðst yfir sigri Alþýðuflokksins í málinu, þó and- stæðingar hans vilji nú gjarnan eigna sér málalokin, samkvæmt venjunni. Mjölnir kærir sig trúlega ekki um að vita hið rétta í þessu máli fremur en öðrum, sbr. hina saman- • iþjöppuðu lygaklausu hans, sem er tilefni þessa greinarstúfs, en fram- angreindar upplýsingar eru birtar til leiðbeiningar þeim, sem vilja heldur hafa það, er sannara reynist. Þaðan af meiri f jarstæða er að halda því fram, að það sé „orðið hverjum manni ljósara með hverj- um degi, (mjög ís'lenzkulega að orði hveðið) hvaða bjargráði verður að beita.“ Um það stendur einmitt deilan, hvað eigi og þurf i að gera. Og hvað sé óbrigðult. En úr þv'í að bæjarfó- getinn veit þetta með fullri vissu, hversvegna vill hann þá ekki upp- lýsa þetta. Hver eru bjargráðin? Spilin á borðið, fógeti sæll. Óhróðri Siglfirðings um bæjarmálin svarað (Framhald af 1. síðu). ekki lengur gata, heldur venjuleg byggingarlóð, leigð með nákvæm- lega sömu skilmálum og þær. — Kemur það úr hörðustu átt, þegar greinarhöfimdur Siglfirðings, sem öðru hvoru þykist vera til forsvars fyrir séreignarskipulagið og vernd- ari eignarréttarins í mótsetningu við sameignarskipulag socialista, gerir ekki meira með þerman samn ing en það, að Sveinn hafi 1 krafti hans „þótzt hafa ráð á götunni“,!! eins og blaðið orðar j?að. Nú skeð- ur það, að hið mikla snjallræði uppgötvast, að selja Síldarverk- smiðjum ríkisins meginhluta af Vetrarbraut norðanverðri, og slíta þar með sundur eina af aðal um- ferðaræðum á Eyrinni. Þetta er samþykkt vorið 1945. Um leið er samþykkt að opna Austurgötu milli Norðurgötu og Vetrarbrautar og Sveini Þorsteinssyni neitað vorið 1948 að fella umrædda lóðar- IBOB TIL SÖLO á bezta staið í bænum. — Nánari upplýsingar gefur PÁLL G. JÓNSSON, Hvanneyrarbr. 6 — Sími 224b TIL LEIGO tvö herbergi og eldhús, ásamt geymslu, frá 15. sept. 1949 tU 14. maí 1950. r— Nánari upplýsingar gefur AFGREIÐSLA NEISTA Véfréttin frá Delfi BAKARASVEENN i óskast til Akureyrar ★ Upplýsingar hjá VÍKINGUR II. f. Aðalgötu 21. TIL KAUPENDA NEISTA! Þeir, sem ekki hafa enn greitt blaðið, eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. spildu í gamla götustæðinu inn í girðingu um lóðma alla. Var mér skömmu síðar falið að reyna að ’ ná samningum um yf irtöku á lóðar spildunni. Var gert á s.l. hausti uppkast að slíku samkomulagi og það rætt í allsherjarnefnd. Sam- kvæmt því átti að endurgreiða lóðareiganda kostnað hans við að fylla upp götustæðið og leggja tvær helluraðir með norðurgafli hússins til að draga úr slysahættu ( af umferð bíla, þar sem gatan er þarna örmjó; sömuleiðis átti að færa til nokkra girðingarstaura. — Þess í stað félli áður umgetinn lóðarsamningur úr gildi og lóðar- spildan yrði umferðargata, svo lengi sem bæjarstjórn sýndist, en yrði gatan lögð niður á þessum parti á ný og leigð, ætti fyrrver- andi leiguhafi forgangsrétt á að v, fá lóðina á leigu á ný. Allherjar- nefnd þótt upphæð sú of há, sem endurgreiða skyldi fyrir uppfyll- inguna, og hafnaði tilboðinu. Þar við sat þar til 'í vor, að málið er tekið upp á ný á bæjarstjórnar- fundi, sem haldinn var 30. júní. Er þar samþykkt með atkvæðum þeirra 6 bæjarfulltrúa, sem á fundi voru, að ganga að framangreindu samkomulagi og inna af hendi greiðslu í sambandi við það. Hinn voðalegi samningur í 5 liðum, sem Siglfirðingur er svo grátklökkur út af er svo gerður á grundvelli þessarar bæjarstjórnarsamþykkt- ar. Til viðbótar öðrum fölsunum í sambandi við þetta mál, fræðir svo greinarhöfundur bæjarbúa á því, að gangstétt með vesturhlið húss Sveins Þorsteinssonar sé gerð á kostnað bæjarins, og tekur blaðið í þvi efni 1 sama streng og Mjölnir nýlega, sem gaf í skyn, að gang- stéttarlagning við Norðurgötu væri framkvæmd í gustukaskyni við eig endur húsanna. Hið sanna er, að sjálfsögðu, að verkið greiðist af þessum húseigendum eftir sömu reglum og um það gilda almennt. Gunnar Vagnsson

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.