Neisti


Neisti - 09.09.1949, Blaðsíða 2

Neisti - 09.09.1949, Blaðsíða 2
4 NEISTI 2 | —HEISTI— I j VIKUBLAÐ j j tJtgefandi: Alþýðufl.fél. Siglufj. ; l Ábyrgðarmaður: { ÓLAFUR H. GUÐMUNÐSSON J Á^kriftagjald kr. 20,00 árg. — / Gjalddagi blaðsins er 1. júli 7 Afgr. bl. er í Aðalgötu 22 | Áróðursherferðin gegn Alþýðu- flokknum Landsmálablöðiw bera það með sér, að kosningar standa fyrir dyr- um. Þegar er byrjað að framhefja ágæti eigin floklka og niðra hinum. Vikublöðin hér á Siglufirði eru þar engin undantekning, þó að varla geti taiizt, að þau séu enn komin í , kosningaham, nema ef undan mætti skilja nokkrar sefasjukar greinar, sem birzt hafa 'i blaði „!kommúnista“ nú að undanfömu. Þar er þó ekki eingöngu um flokks pólitík að ræða, heldur veldur þar um nokkm, að Neisti ský»ði frá ágengni rússneskra veiðiskipa í landhelgi Islands. En eins og þar stendur: „Þunnt er móðureyrað". Mjölnir hefur fyllzt heilagri vand- lætingu gegn aðfinnslum á fram- ferði Rússa, líkt og þegar við- kvæm móðir vil-l verja pöróttan og ódælan strák. En iþegar þessu sleppir þá er þó auðsætt hvert kommúnistar beina skeytum sínum. íhaldið er ekki lengur sá andstöðufloklkur, sem ber að afmá. Nei, ekki aldeilis. Það er Alþýðuflokkurinn. Skrif Mjölnis — ofsafengin og ástriðufull—bera iþess glögg merki, að þeir óttast Alþýðuflokkinn mest allra flokka. Og þetta er eðlilegt. Alþýðuflokk- * urinn hefur flett ofan af óheilind- um þeirra í verkalýðsbaráttunni, og í stefnu þeirra '1 utanríkismál- um, sem í einu og öllu hafa miðast við ímyndaða hagsmuni yf irþjóðar- innar d austri. Á það hefur verið greinilega bent, að kommúnistar vom óðfúsir í borgaralega sam- stjórn, þegar þeir héldu, að það væri í samræmi við óskir og fyrir- skipanir hinna visu feðra í Kreml. Þeir hlupu úr ríkisstjórainni, þegar iþeir sáu fjárhagslega erfiðleika nálgast, en höfðu þó að yfirvarpi ímyndaða þjónustu við yfirmenn sána. Þingmenn kommúnista voru þá ekkert að hugsa um það, þó að þeir brygðust trúnaði við kjósend- ur sína og umbjóðendur, og beittu ekki þeim áhrifum, sem þeir þykj- ast eiga í svo ríkum mæli, á fram- kvæmdir og stjórn landsins. Komm únistum sámar, að á þetta er bent. En enginn hefur gert það eins rækilega og Alþýðuflokkurinn. — Þessvegna betna þeir nú eiturörv- um sínum að Alþýðuflokknum e» láta hina í friði. Því má þé skjóta inn hér, að kommúnistar vilja ekki að svo stéddu bláka mikið við þeim hluta Framsóknarflokksins, sem fylgir Hermanni Jónassyni að mál- um, enda hyggjast þeir hafa nokk- ur not hans í náinni framtáð. Þessi afstaða kommúnista sýnir glögg- lega viðurkenningu þeirra á þv'i, að baráttan hér í Siglufirði muni fyrst og fremst standa millum þeirra og Alþýðuflokksins. Má þvá segja, að engum sé alls varnað, er þeir kunna að viðurkenna stað- reyndir. Og „stærsti fjokkurinn"! höfuð- íhaldið — lætur ekkí sitt eftir liggja. Morgunblaðið, sem um lang- an tima hefur fómað annarri síðu og Reykjavákurbréfinu að fordæm- ingu kommúnista, hefur nú snúið við blaðinu og hamast að Alþýðu- flokknum. Málgagn flo'kksins hér f Siglufirði hefur litið blakað við kommúnistum, en snúið sér með miklu offorsi að AJþýðuflokknum og ýmsum Sorystumönnum hans. Litli felumaðurinn á bæjarfógeta- skrifstofunni, sem lætur svo lítið að þiggja Jífsframfæri sitt að mestu af framkvæmd almanna- trygginganna, sem hann þó og ýmsir flo'kksmenn hans vilja af- n^ma, etritast við að telja hús- bónda sínum trú um, að hann eigi miklar sigurvonir við í hönd far- andi kosningar. Og þessar sigurvon ir eiga ákki að byggjast á hrörn- andi fylgi kommúnista, heldur minnkandi fylgi Alþýðufl. For- maður flokiksins, sem hefur þegið trúnaðarstöðu af dönsku þjóðinni, hefur jafnvel gengið svo langt að setja persónu sána að veði fyrir málastefnu Alþýðuflokksins og kommúnista. Barátta þessara Sjáíf stæðismanna er þvi ekki gegn kommúnistum, heldur fyrir gengi 'kommúnislfe. Og aumingja „Eitiherji" vill á engan hátt verða eftirbátur hinna. Hann sér állstaðar slæma Alþýðu- flolkksmenn, sem allt vilja gera Framsóknarflokknum til miska. — Það skiptir hann engu máli í þessu sambandi, iþó að alþjóð sé það kunnugt, afð Alþýðuflokkuriiin og Framsóknarfl. hafa ekki bolmagn til þess, einir eða saman, að koma hugðarmálum sínum í framkvæmd. Hann gleymir því alveg, að sam- stjóm þriggja flokka þarf að hliðra til um fraimkvæmd ýmissa mála, og enginn einn getur fengið það, sem hann vill. Það hefur fallið 'i hlut Alþýðufloklksins, oft á tíð- um, að bera klæði á vopnin i sam- skiptum Sjálfstæði^flokksins og Framsóknar í núverandi ríkis- stjórn. Það kann að vera að slík friðarsókn sé efcki vinsæl, þar sem slikir rlbbaldar eigast við, en þó MaÖurinn, sem svarar í austur, þegar spurt er í vestur. Framli. af 1. síðu.) sem þú Villt setja undir sama hatt. Telur þú, að þetta sé fyrir menntunarskort eða þekkingar- ieysi dönsku þjóðarinnar á eðli sósáalismans ? Tif upplýsingar fyrir Schiöth skal bent á, að all mikill munur er á hvort floklkar em „einn og sami flokkur“, eða samskonar flokkar. Mér mundi aldrei detta í hug að halda því fram, að Alþýðuflokkar Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Bretlands séu „einn og sami flokk- ur“ — þar skilja þjóðir og lönd. En þeir eru samskonar flokkar með sömu höfuðsjónarmið til þjóð- málanna, eftir þvi sem ástæður eru fyrir hendi í hverju landi. Hvaðan kemur sú vizka, að Branting, Per Albin og Stauning hafi verið andvígir þjóðnýtingu, eða öðrum stefnumálum sósáíl- demókrata? Út af þjóðnýtingu á Norðurlönd- um mætti kannske aðeins spyrja Schiöth, hvort hann kannist nokkuð við járnbrautir og rekstur iþeirra eða rekstur þjóðbankanna, svo að eitthvað sé nefnt Svo að seinustu þetta í tilefni greinar þinnar: Ætlar Sjálfstæðisfldkkurinn að beita sér fyrir því: 1) Að hætt verði að reka S'ildar- verksmiðjur r'ikisins. 2) Að afnumin verði Áfengis- verzlun ríkisins. 3) Að afnumin verði Tóbaks- einkasala ríkisins. Eg bið rólegur hálfan mánuð enn, og þögn getur líka verið svar. Siglufirði, 8. sept. 1949. Erl. Þorsteinsson mun þjóðin kunna að meta það, að tekizt hefur að vinna á móti upp- láusnarstarfsemi öfgamanna að nok-kru. Alþýðuflofckurinn má vel una þvi, að þessir 3 flofckar hamist gegn honum. Meðan svo er þá mun vist, að hann er á réttri leið. í þessu fellst einnig sú viðurkenning, að þessir flokkar óttast vöxt og viðgang AlþýSuflokksins. Því að væntanlega dettur ekki þessum flofckum eða fyrirgangsmörmum þeirra í hug, að almenningur trúi því, að þeir séu svo illa innrættir að vera að ráðast með afli og of- forsi að hættulausum andstæðingi, sem sé þar að auki í andarslitran- um!!! Ónei, það er annað, sem býr á bakvið. Það er vaxandi ótti og jafnframt vissa þeirra um það, að Alþýðuflokkurinn er vaxandi flokk ur, og að hann mim nú eins og við síðustu kosningar auka fylgi sitt allverulega til hrellingar öllu íhaldi í landinu, hvort sem það Ikennir sig við sjálfstæði, framsókn eða austrænt einræði. Kommúnistar tapa tapa tapa . Þær kosningar, sem fram hafa farið á þessu ári hafa ekki verið hughreystandi fyrir kommúnista því að þær sýna, að flokkur þeirra tapar nú hröðum sfcrefum fylgi þar sem lýðfrjálsar kosningar fara fram. I Hollandi fóru nýlega fram bæj- arstjómarkosningar. 1947 höfðu kommúnistar þar 71 sæti, en' fengu nú aðeins 38 sæti, og misstu tæplega helming fylgis síns. 1 Austur-Þýzkalandi fóru fram kosningar omdir járnhæl rauða hersins og var aðeins einn listi, listi kommúnista, í framboði Samt greiddu yfir fjórar miljónir þjóðverja atkvæði á móti þeim. Þetta er einsdæmi austan járn-j tjaldsins. 1 Belgiu höfðu kommúnistar áð- ur 23 fulltrúa í neðri deildinni en töpuðu helming fylgis sins og fengu nú aðeins 12 sæti. I Kanada höfðu fcommúnistar aðeins einn þingmann, en fengu nú engan kosin. Er það held- ur ekfci von, því að þessi eini, hinn annálaði Fred Rose, var á kjör-*- tímabilinu opinberlega uppv'is að njósnastarfsemi fyrir Sovétríkin. I Vestur-Þýzkalandi bám komm- únistar herfilegaasta ósigur. Fengu fengu aðeins 5% greiddra atkvæða, þrátt fyrir margskonar hjálp Rússa. Kommúnistar fengu 15 þingsæti, Jafnaðarmenn 131, Kristi legi lýðræðisflokkurinn 139. For- ingi kommúnista Max ReimanrE féll í þessum kosningum, í kjör dæmi, sem kommúnistar þóttust eiga sigurinn vísan í. Þannig hrynur fylgið af komm- úniatum í þeim kosningum er fara fram í lýðfrjálsum löndum. UR BÆMUMI , Jarðarför Guðrúnar Jóhannesd., er lézt 31. ágúst s'iðast liðinn, fer fram á morgun og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Suðurgötu 44, kl. 2 e. h. Andíátsfregn. — Miðvikudaginn 7. þ. m. andaðist á Sjúkrahúsi Siglu fjarðar, Björn Jónsson, bóndi frá' Siglunesi, 64 ára að aldri. Bjöm heitinn var mesti dugnaðar -og at- orkumaður. Miðstöðvaeldavél óskast Nánari upplýsingar í afgr. blaðsins. S

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.