Neisti


Neisti - 09.09.1949, Blaðsíða 4

Neisti - 09.09.1949, Blaðsíða 4
NIJI STJ KEÐJAN ER ALDREI STERKAR! EN VEIKASTI HLEKKURINN“ iNýlega tok ónafngreiryiur rit- 'höfundur að sér það hlutverk að fræða bæjarbúa um dráttarbrautar byigginguna með grein í „Siglfirð- ingi“. Væri slík fyrirhöfn og um- hyggja þaikkarverð, ef hinn rauin- verulegi tilgangur slíkra skrifa væri' að miðla fróðléik* en hér skeði það, sem oftar, að höfundur- inn féll fyrir þeirri freistingu, sem bann yfirleitt virðist gera sér æði lítið far um að sigrast á, að ata pólitíska andstæðinga sína óhróðri, læða inn hjá lesendum blaðsins tor- tryggni gagnvart mér og öðrum þeim, sem ábyrgir eru fyrir þess- um framikvæmdum sem öðrum á bæjarins vegum, snúa við stað- reyndum, láta annarra staðreynda ógetið, þótt verulega máli skipti, allt þetta að þvl er virðist oft gegn betri vitund. Hér koma nokkrar leiðréttingar við ummæli greinarhöfundar varð- andi þetta sérstaka mál. Hvorki hafnarnefnd né bæjar- stjóm gengu að því með neinni sér- stakri hrifningu að kaupa umrædd- an dráttarbrautarsleða frá Akur- eyri, eins og greinarhöfundur vill vera láta. En allir aðilar voru al- gerlega sammála um, að þetta myndi þó eina færa leiðin til að fullgera dráttarbrautina á þessu ári. Tel ég, að það hafi verið rétt sikoðað og enginn þurfi éftir því að sjá. Verður vonandi unnt á kom- andi vetri að tryggja noikkrum mönnum sæmilega atvinnu við þetta fyrirtæki. Nógu þungur verð- ur komandi vetur samt, því miður, eftir því sem nú horfir í atvinnu- málum. „Ein nefndin ásamt bæjarverk- fræðingnum var send til Akureyr- ar.“ Er ekki von, að mönnum bíöslkri bruðlið. Það tók því svo sem að vera að senda bæjarverk- fræðinginn alla leið inn á Akur- eyri og eyða í ferðakostnað kannske á annað hundrað krónum, til að kynna sér ásigkomulag hlut- ar, sem ekki á að kogta nema tvö hundruð þúsund krónur! Hvað þá heldur að senda þar á ofan þrjá mehn til að semja við seljandann um andvirðið og eyða í það heilum virkum degi. „Ekki rnirn enn hafa verið gengið frá kaupsamningi, en við undir- skrift hans átti Sigluf jarðarkaup- staður að greiða 25 þús. kr.“ Frá kaupsamningi hefur verið gengið, og það fyrir méir en tveim mánuðum. Engin greiðsla átti að fara fram við undirskrift samningsins, heldur all-löngu síðar. Munnlegt sam- komulag varð síðan um það milli mín og bankastjóra Útibús Lands- bankans, en þangað átti upphæðin að greiðast, að greiðslan skyldi fara fram 1 ágústlok. Hinn 31. ágúst var upphæðin, kr. 25.000,00, greidd inn í Sparisjóðinn hér og send Útibúi Landsbankans, Akur- eyri. Við þetta atriði hefur verið staðið gagnvart seljanda, svo sem vera bar og eins og um var samið. „Nú hefur verið unnið að undir- byggingu undir sleðann hér í góða tvo mánuði. Þurfti að mölva og ryðja burt sumu, sem byggt var í fyrrasumar og byggja annað undir þennan sleða. Kemur þetta niðurrif og nýbygging sumum á óvart, þvi fram var tekið í vetur skýrt og skorinort, að Akureyrar- sleðinn „passaði“ á garðana, sem byggðir voru í fyrra“. Hafnarnefnd gerði sér ljóst, að hverju leyti sleðinn „passaði" á garðana og að hverju leyti ekki, og í því efni hefur enginn verið iblekktur, þótt greinarhöfundur telji sér hentara að reyna að telja bæjarbúum trú um hið gagnstæða. Mátulega langt var á milli garð- anna, en það þurfti að hæklka þá af þeirri ástæðu, að þeir voru s.l. sumar ekki byggðlr hærri en svo, að hæfilega var miðað við hliðar- færslugarðana og trésleða,'sem þá var gert ráð fyrir að smíða. Járn- sleðinn, sem keyptur var, er miklu þynnri. Ekkert var mölvað og engu var rutt burt og ekkert var byggt annað undir þennan sleða, ofan fjöruborðs, en búið var að gera í fyrrasumar, nema að mölvað var af efsta yfirborð gömlu garðanna ofan sjávarmáls, til að steypan í upphælkkuninni festi sig betur. Við það fóru að visu í kaf þeir teinar, sem settir voru í steypugarðana s.l. sumar, en það fékkst marg- faldlega uppbætt, þar sem í stað komu mikhi ibetri teinar, er selj- andi Akureyrar sleðans og verk- takinn, Gunnar Jósefsson, leggur sjálfur til, hafnarsjóði að kostn- aðarlausu. Þegar verkinu lauk í fyrrasumar hafði ekki verið gengið frá undir- byggingunni í sjó, og kom þvi ekki til neinnar breytingar þar. Hins vegar varð hækkun garðanna til mikils hagræðis við veríkið frammi í sjónum. Staurasleðarnir, sem þvertré hvila á, komu ofar en ella. Af framanskráðu er ljóst, að frásögn blaðsins af umræddu verki er í öllum atriðum ýmist röng, vill- andi eða fölsuð. Hiér er ekkert að kafna í fæðingu vegna fyrirhyggju leysis í einu eða neinu. Staðið hef- ur verið við þær skuldbindingar, er á hafa fallið fram að þessu, og þrátt fyrir illæri það, sem alla þjáir, bæði fyrirtælki, einstaklinga og opinbera aðila, verður unnt, með góðum vilja og samstarfi að standa við þær skuldbindingar, vegna þessa verks, sem á munu faila á næstunni. „Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn". Þegar í sam- starfinu að framgangi nauðsynja- mála, eða að lausn aðsteðjandi vandamála, eru hlekkir af þeim gæðum, sem lýsa sér í rógskrifum sem þessum, er ékki góðs að vænta. Niðurlagsályktanir greinarhöf- undar um afrek, sem kafna í fæð- ingu, fyriihyggjuleysi, brölt og busl í fjármálum, eru sjálfdæmdar dauðar og ómerkar, því þær eru dregnar af forsendum, sem hér að framan héfur verið sýnt fram á, að eru alrangar. Rithöfimdi „Sigl- firðings“ skal á 'það bent í fullri vinsemd, að þegar draga á álykt- anir af gefnum forsendum, verða forsendumar að vera réttar, ef ályktanirnar eiga ekki að verða hégómi og fánýtt 'hjal, því einnig a rölksemdafærslu gildir hið gull- væga spakmæli: „Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn"! Gmuiar Vagnsson Framsókn og verzlunarmálin Framh. af 1. síðu.) dregið taum heildsalarma í verzl- unarmálunum. Þetta er alrangt og skal bent á 3 atriði, sem skipta verulegu máli. 1. Innflutningur kaupfélaganna á vefnaðarvörum, hreinlætistækj- um o.fl. þ.h. hefur í tíð núver- andi stjórnar aukist um 25—30 prosent. Þetta hefur gerzt með stuðningi Allþýðuflokksins en í andstöðu við SjáLfstæðisflolkk- inn. 2. glS vildi fá leyfi til þess að gera vöruskiptaverzlun við Finnland, þar sem seldar voru gærur með hagstæðu verði, en keypt- ar í staðinn ýmsar hreinlætis- vörur og aðrar vörur. Sjálf- stæðismenn voru mjög andvígir iþessum samningi. Hann var samþykktur með fulltingi Al- flokksins. 3. SÍS hafði gert samning um byggingu Skips 1 Sviþjóð. Þessi samnmgsgerð mætti frá upp- hafi andstöðu fulltrúa Sjálf- stæðisfldkksins. Að síðustu virt ist þetta mál mundu stranda á 'þvu, að SlS fengi ekki leyfi til þess að greiða ákveðinn hluta af andvirði skipsins í dollurum. Þessi greiðsla og leyfið var sam þylkkt fyrir fulltingi Alþýðu- flokksins. Þessi 3 dæmi ættu að færa mönn um heim sanninn um það, hversu öfgakennd sú fullyrðing Fram- sóknarflokksins er, að Alþýðu- flokkurinn hafi alla jafna staðið igegn hagsmunum ttmbjóðenda Framsóknarflokksins. En Fram- sóknartflokikurinn vii’ðist oft og tíðum gleyma þvd, að í samstjóm 3ja flokka með gei.'ólík sjónarmið SKRIFSTOFA Alþýðuflokksins i Aðalgötu 22 \ er opin alla virlta daga frá í kl. 11—12 f. h. og 5—7 e. h. ) Alþýðulflokksfóllt! Hafið ) samband við skrifstofuna. — } Athugið hvort þið eruð á kjör- j skrá. — Gefið skrifstofunni 1 l upplýsingar um alla þá, sem ^ Iýkur eru til að verði f jarver- J andi á kjördag. — Komið á / skrifstofima. — Fylgist með / gangi málanina. Takið þátt í i starfinu. ^ AlþýðuflokksféL Sigluf jarðar I Félag ungra jafnaðarmanna | l Frækileg knattspyrnuför Um síðustu helgi fór 2. fl. Knattspyrnufélags Siglufjarðar til Akureyrar og háði þar tvo kapp- leiki. Héðan var haldið með Esju í slæmu veðri, komið til Akureyrar kl. 2 á sunnudag og kl. 13,30 var 'keppt við 2. fl. úr Þór og imnu K.S. ingar með 1:0. — Kl. 18,30 sama dag var svo keppt við 2. fl. K.A. og fóm leikar þannig að jafntefli varð 1 :1. ^iylufyarfatbíc Föstudaginn kl. 9 og laugardaginm kl. 6 og 9: HAMLET (ísl. texti) Pantaðir aðgöngumiðar sækist 10 mín. fyrir sýningu. er ekki unnt fyrir einn aðilann að fá allt það, sem hann vill og telur æskilegast. Þá má loksins benda á það, að öll álagning hefur i tið núverandi níkisstjómar verið stórlækkuð og verðlagseftinlitið ibætt nokkuð. Hitt er svo annað mál, að verðlagseftir- litið mætti enn bæta að miklum mun. En það er ábyggilega ekki sök Aliþýðuflokksins, að svo hefur ekki verið gert. Framsóknarflokkurinn hefur ósk að eftir og fcnúið fram kosningar. Hann hefur lofað þwd, að leggja öll mál fyrir þjóðina og rökræða þau. Ef hann vill standa við þessi loforð, er honum ekki sæmandi, að taka upp hátt kommúnista og vera með órölkstuddar dylgjur og get- sakir í garð Alþýðuflokksins, allra sízt þar sem gömul og ný samvinna þessara flokka hafa fært umbjóð- endum iþeirra margskonar um- bætur og hagsbætur, sem þó allir réttsýnir menn hefðu óskað, að yrðu enn meiri.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.