Neisti


Neisti - 07.10.1949, Blaðsíða 1

Neisti - 07.10.1949, Blaðsíða 1
Sigluf jarðarpréhtsmiðja h. f. 38. tbl. Föstudagur 7. okt. 1949. 17. árgangur. mynda ííieirihluta í bæjarstjórn Þennan meirihluta mynduðu þeir með því að reka bæjarstjóra, Gunnar Vagnsson, fyrirvaralaust frá starf i. Engar sakir til þess að leitast við að rétt- læta þetta, voru bornar á bæjarstjóra, en tækifærið var notað þegar hann var f jarveandi. Bæjarstjórnarfundur var hald- inn mánudaginn 4. okt. s.l. Kvis- ast hafði fyrir þann fund, að á honum myndi tekin til meðferðar tillaga, sem fulltrúi Sjálfstæðis- manna í 4 manna nefndinni, Pétur r. Björnsson,hafði flutt, þess efnis að víkja bæjarstjóra þegar frá störfum. Skrif Siglfirðings undan- farið höfðu verið þannig vaxin, að gera mátti ráð fyrir, að haldið yrði áfram á sömu braut. Sigl- firðingur hafði sí og æ endurtekið margskonar róg um bæjarstjór- ann, og þegar þvi var svarað og þetta hrakið, komu sífellt nýjar y , endurtekningar. Nægir í þessu ef ni að benda á það, að í 33. tbl. „Neista" 16. sept. segir Gunnar Vagnsson (í tilefni þess, að A. fíchiöth hafði haldið því fram, að greiðslur hefðu fram farið 'í stór- um stíl utan fjárhagsáætlunar) svo: „-------En til þess að gera yður t kleift að standa við fullyrðingu yðar um greiðslur utan f járhags- áæthuiar, vil ég hér með bjóða yður til afnota, þær heimildir, sem einar heíðu slikar upplýsingar að geyma, ef til væru, sem sé sjálfar gjaldajbækur bæjarsjóðsins. Með þær í höndum ætti yður ekki að veitast erfitt að sanna mál yðar, ( ef unnt yæri, en takist yður það ekki, þrátt fyrir aðstoð þeirra, verður að líta svo á, að þér í þessu efni, svó sem oft áður, hafði full- yrt meira en þér gátuð staðið við. Siglufirði, 15. sept. 1949. Gunnar Vagnsson". Með tilliti til þessa hefði mátt ætla að þetta tiiboð hefði verið iþegið og ekki sízt þar sem bæjar- gjaldkeranum ætti að vera ljúft að aðstoða flokksbræður sína við gvona smámuni. Þetta er ekki gert, en í stað þess flytur Pétur umrædda tillögu, sem er !í senn persónuleg árás á bæjar- stjórann og algerlega einstök í sinni röð. Mun það aldrei hafa iþekkst áður á íslandi, að opinber- um starfsmanni væri vikið frá starfi fyrirvaralaust, án allra saka, sem réttlættu slíka brott- vikningu. En enga tiiraun gerði Pétur til þess að færa rök fyrir tillögunni. Flestir gerðu ráð fyrir, að hér mundi vera um að Væða þessa venjulega hnífla frá Sjálf- stæðismönnum, og að Pétur mundi í þessu hafa orðið ginningarfífl þeirra Stefáns litla og Söhiöths. Einhvernveginn var það svo, að fyrir iþennan sögulega bæjar- stjórnarfund ætluðu fæstir Pétri iþað illt innræti, sem flutningur þessarar tillögu vitnar um. Komm- únistar ruku upp til handa og fóta. Þarna fengu þeir tækifæri til þess að ná sér niðri (að því er þeir hugðu) á pólitískum andstæðingi og þau tækif æri láta þeir sér aldrei úr hendi falla. í 4 manna nefnd- inni greiddu tillögunni atkvæði Pétur, Gunnar og Ragnar. Krist- ján Sigurðsson lét bóka, að hann sæti hjá og staðfesti á þann hátt, að hann vildi engan hlut eiga að þessum skrípaleik, sem þá var ekki búizt við, að yrði að beinu ódrengskaparbragði. Fundurinn. Fundinum var frestað til þriðju- dags 4. okt. Tillaga Péturs var því ekki tekin fyrir fyrr en á þriðju- dag. Áður en tillagan var tekin til meðferðar las Gunnar upp sím- skeyti, sem hann hafði sevt bæjar- stjóra og svar við því. Kom í ljós, að bæjarstjóri hafði ekki fengið símskeytið fyrr en um það bil að vænta mátti, að bæjarstjórnar- fundur sá, sem um tillöguna átti að fjalla væri búinn. , Fyrstur tók til máls Pétur Björnsson, en svo undarlega brá við, að hann minntist ekki einu orði á tillöguna, og vildi helzt ekki kannast við að hafa flut hana. Var ekki annað sýnilegra, að hann skammast síh fyrir. Talaði hann einungis um f járhagsástæður bæj- arins og var með ýmsar bollalegg- ingar í því sambandi. Pétur fékkst fyrst til þess að minnast á þessa tillögu, þegar þrír ræðumenn höfðu átalið hann fyrir að gera enga grein fyrir þessu stórmáli. Það er sennilega tilviljun, að hann rankaði ekki við sér fyrr en ýtt haf ði verið við honum þrisvar sinn um. : Gunnar Jóhannsson talaði með tillögunni og flutti langa bókun fyrir atkvæði kommúnista. — Ragnar Jóhannesson hafði skipt um skoðun frá því deginum áður. Vildi hann nú láta vísa tillögunni frá. Ragnari mun frekar sómi að því en skömm, að kánnast við villu sína og falla frá ótuktarskap í garð bæjarstjóra og skemmdar- (Framhald á 2. siðu) mmmmmmmmmmmmmmmmmmm F.U.J. F.U.J. SKEMMTIFUND heldur Félag ungra jafnaðar- manna, föstudaginn 7. október kl. 8,30 e, h. í Giidaskálanum. 1. Ávarp: Þormóður Stefánss. 2. Skemmtisaga 3. Ræða: Erl. Þorstemsson. 4. Útvarp F.U.J. 5. Söngur og gítarspil. 6. Kaffi og dans. Félagar! Takið með ykkur gesti. Sækjast sér um líkir ... Á bæjarstjórnarfundinum 4. okt. lýsti Óskar Garibandason því mjög fjálglega að tiliaga Péturs Björrissonar um brottvikning j Gunnars Vagnssonar væri frá- / munalega lúaleg og lubbaleg. — Eftir þessa lýsingu sagði hann að ekki kæmi annað til mála en að peir Kommúnistar greiddu atkv. með þessari tillögu. Skrif „Sfglfirðings" miiína ískyggilega á áróðurstækni Hitlers Undanfarið hefur blað Sjálf- stæðism', „Siglfirðingur'. haldið uppi alleinkennilegum áróðri. — Biaðið hefur síendurtekið ýmis- konar f jarstæður í skrifum sínum mn bæjarmál og nú s'iðast heldur það því fram, að bæjarfulltrúar Alþýðuf lokksins hafi við haft ákveðin ummæli um bæjarstjóra Gunnar Vagnsson. Ailt þetta .er hreinn uppspuni. En það minnir ískyggilega mikið á þá kennisetn- ingu Hitlers, þar sem hann segir: „Sérhver lygi fær sigur ef laglega er á henni haldið." Ekki vantar viljann til þess að breyta eftir þessari kennisetningu lærimeistarans. Nú er aðeins að sjá hvernig þeim Schiöth og Stef- áni tekst framkvæmdin. Þá hafa þessir skriffinnar lát- laust hamrað á því síðan snemma í sumar, að frambjóðandi Sjálí- stæðismanna, Bjarni fógeti, hefði mestar líkur til þess að fella fram- bjóðanda kommúnista. Nú er það hinsvegar staðreynd, að frambjóð- andi Aliþýðuflokksins, Erlendur Þorsteinsson, hefur mest atkvæða- magn, af mótframbjóðendum Aka og því mestar líkur til þess að fella hann. Þarna er því beinlínis verið að „ljúga upp staðreyndum". En einnig um þetta hefur Hitler sagt: „Fjöldinn trúir skilyrðislaust upploginni staðreynd, ef hún er endurtekin nógu oft." Það er ekki beinlínis sagt, að þeir séu ónámfúsir þessir piltar. Hin sanna staðreynd er sú, að við bæjarstjórnarkosningarnar 1946 féllu atkvæði þannig: Kommúnistar ............ 495 atkvæði Alþýðuflokkur ........ 473 atkvæði Sjálfst.flokkur ........ 360 atkvæði Framsóknaraflokkur 142 atkvæði Þarna komu fram „flokksleg" atkvæði. Við Alþingiskosningarnar 1946 hafði frambjóðandi komm- únista sérstaka aðstöðu. Hann var ráðherra og bruðlaði óspart fé ríkissjóðs til ýmsra aðgerða, nytsamra og vafasamra. En þá tjölduðu Sjálfstæðismenn því bezta, sem þeir áttu til. Sigurður Kristjánsson forstjóri var í kjöri. Sjálfstæðismenn héldu þá fram eins og nú, að baráttan stæði milli Sigurðar og Aka, og vitnuðu óspart til kosnhiganna 1942. ¦ En hver varð útkoman. Sjálf- stæðismenn fengu á þenna vin- sæla og ágæta frambjóðanda 30 atkvæðum minna en við bæjarr stjórnarkosningarnar. Þá voru atkvæðatölurnar svo: Kommúnistar ;............... 601 attov. Alþýðufl......................... 463 atkv. Sjálfstfl......................... 330 atkv. Frams.fl......................... 139 atkv. Síðan hefur það breyzt, að Aki (Framhald á 4. síðu)

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.