Neisti


Neisti - 07.10.1949, Page 2

Neisti - 07.10.1949, Page 2
2 I —NEISTI— VIKUBLAÐ Ctgefaaidi: AlþýðufLfél. Sigluf j. Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSON 7 Áskriftagjald kr. 20,00 árg. —/ Gjalddagi blaðsins er 1. júlí 7 Afgr. bl. er í Aðalgötu 22 / (haldið og Kommar mynda meirihluta (Framhald af 1. síðu) starfsemi í garð bæjarfélagsins. Hitt var smekkleysa af honum að vera að reyna að snúa sig út úr jþessu með allskonar fáránlegum dylgjum og getsökum í garð ann- ará bæjárfulltrúa. Ragnar Jóhann- esson er ekki það heimskur, að hann veit vel, að ekkert af því, sem hann kom fram með, þó satt hefði verið, gat réttlætt það að víkja bæjarstjóra fyrirvaralaust frá starfi. Fulltrúar kommúnista lýstu andstyggð sinni á tillögu Péturs og fannst hún ódrengileg, og kannske einmitt af þeim ástæð- um hefur þeim fundizt sjálfsagt að greiða henni atkvæði. Fulltrúar Alþýðuflokksins mót- mæltu þessari tillögu og færðu að íþví sterk rök, að engar þær ástæð- ur væru fyrir hendi, sem réttlætt gætu fyrirvaralausa brottvikningu bæjarstjóra. — FrávísunartiUaga Ragnars var síðan felld með 5 atkv. gegn 4 og tillaga Péturs síðan- samþykkt með atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og kommún- ista, gegn atkvæðum 3ja fuUtrúa Alþýðuflokksins og Framsóknar- mannsins. — Með þessari sam- (þykkt skriðu íhaldið og kommún- istar í flatsængina og mynduðu meirihluta, sem þó hvorugur þeirra vill .bera nokkra ábyrgð á. Afleiðingar fyrir bæjarfélagið. Undanfarin 5 s'íldarleysisumur hafa lagst með ofurlþunga á þetta bæjarfélag. Beinar tekjur bæjar- ins og hafnarinnar hafa brugðizt svo að segja algerlega. Rauðka hefur tapað. Önnur fyrirtæki bæj- arins hafa einnig tapað. Togarinn tapaði á b.1. ári, og svo mætti lengi telja. Þetta viðurkenndu aUir bæj- arfulltrúamir. Þeir fimmburamir sem í heiminn komu á umræddum bæjarstjómarfundi, gátu heldur ekki neitað þessum staðreyndumf" Þeir gátu heldur ekki neitað því, að enginn bæjarstjóri hefði verið (þess megnugur að ráða síldargöng um, eða afla togararis. Þar með er það viðurkennt, að ekki er hægt neiihn að saka Gunnar Vagnsson um það. Þá er það einnig viðurkerint, að bærinn og fyrirtæki hans hafa lagt fram mjög háar upphæðir til fjárfestingar (togarinn o fk) án þess að taka lán. Þetta skapar vissulega greiðsluvandræði, þó að auknar eignir skapist hjá b^enum. Öll þessi greiðsluvandræði voru bæjarfuUtrúunum löngu kunn, og það af skýrslu, sem bæjarstjóri hafði gefið allsherjarnefnd. Ut af þessum greiðsluvandræðum hafði Gísli .Siguiðsson í samráði við bæjarstjóra flutt tUlögu um það, að Allsherjarnefnd tæki að sér aö ráða því hvaða reikningar og í hvaða röð þeir skyldu greiðast. — AUsherjarnefnd virðist hafa skillð erfiðleika (aðallega bæjargjald- kera) á skiptingu lítils fjár í marga staði og samþykkti þetta. Það var því síður en svo, að öllum bæjarfulltrúum væri ekki ljóst, hvernig málin stóðu. Þess- vegna var kosin 4 manna nefnd til til þess að rannsaka enn ítarlegar f járhagsástæður bæjarins, gera ráðstafanir til úrbóta og gera til- lögur um ráðstafanir til aukinnar atvinnu í bænum. Það er mjög athyglisvert, að það er í þessari 4 manna nefnd, sem fram kemur tillagan um brottvikningu bæjar- stjóra. Ber að skilja þetta svo, að þær einu ráðstafanir, sem Pétur Björnsson og sálufélagar hans komu auga á, væru þær að víkja bæjarstjóra? Fyrir þessu vanta rök og upplýsingar. Allir ókunnir, og utan Siglufjarðar, hljóta að líta svo á. Þessi sama nefnd taldi brýna nauðsyn bera til þess að senda menn á fund ríkisstjórnar- innar tU þess að leita aðstoðar. Er það virkiléga svo, að Pétur Björns- son og félagar hans telji, að þá för væri ekki hægt að fara fyrr en búið væri að víkja bæjarstjóra frá störfum? Enn verður að heimta skýr svör. AUir bæjarfuUtrúar og bæjar- stjóri höfðu gert sér ljós þau vand kvæði, sem þarf að leysa. Allir vildu gera sitt bezta. En einmitt þá flytur Pétur Björnsson þessa marg umræddu tillögu. Var þetta gert til þess að sundra samstarfi? Var Pétur Björnsson að gera tU- raun tU þess að spiUa fyrir hags- munamálum bæjarins, eða var svona nauðsynlegt að reka bæjar- stjórann, að til þess þyrfti að fórna einhug þeirra, sem bæjar- málunum eiga að stjórna? Enn vantar skýr svör. Fulltrúar íhalds- ins og kommúnista hafa hér skap- að sér þunga ábyrgð. Þeir hafa gert sitt til að telja þeim, sem ekkert þekkja til mála á Siglu- firði trú um, að bæjarstjórinn sé áfbrotamaður, sem víkja beri taf- arlaust frá starfi. En þeir, sem til þekkja skynja, að hér eru á ferð- inni pólitískir loddarar, sem hugsa um það eitt að reyna að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi, en. meta að engu hagsmuni þess bæj- arfélags, sem þeir eiga að stjórna. Og nú er ástandið þannig, að eng- inn bæjarstjóri er í bænum og ekkert framkvæmdarvald. Herr- arnir, sem ráku bæjarstjórann, hafa sem sé ekki getað komið sér saman um skiptingu á ránsfegn- um. Hvór kennir öðrum um það öngþveiti, sem skapast hefur cg sem er óleyst. Pétur Björnsson heimt- aði,að bærinn yrði settur strax undir eftirlit. Ekki verður svo skilist við þennan bæjarstjórnarfund að þesS sé ekki getið, að fulltrúi Sjálf stæðismanna, Pétur Björnsson, flutti tillögu um það,- að bærinn yrði settur undir opinbert eftirlit.. Þess má þó geta öllum öðrum bæjarfulltrúum til verðugs hróss, líka kommúnistum, að þeir felIJu þessa tillögu. Það skal ósagt látið, hvort hér er um að ræoa heiguls- hátt við að mæta erfiðleikunum og gera tilraun til þess að leysa þá, eða almenna fyrirlitningu fyrir sjálfstæði bæjarfélagsins. Og nú reyna þeir að afsaka sig. Fulltrúarnir 5 — fimmburarnir, sem getnir voru með nafnakalli á bæjarstjórnarfundinum 4. okt. og fæddust samstundis — reyna nú að afsaka sig á allan hátt. Ekkert samkomulag er og bróðurþel lítið á kærleiksheimilinu. Þeir gera vanmátta tilraunir til þess að skjóta sér bak við Alþýðuflokk- inn með rangri tilvitnan í tillögur og ranga túlkun á ummælum bæj- arfulltrúa Alþýðuflokksins, og er það hrekkur ekki, þá hreina föls- un. Kommúnistar hafa lengi setið á svikráðum við bæjarstjóra, og þegar þeim barst tækifærið upp í hendurnar, skorti þá manndóm til þess að meta hag bæjarins fram yfir ímyndaðan pólitískan ávinn- ing. Enginn gat vænzt neins dreng- skapar af þeirra hendi í garð póli- tísks andstæðings, allra sízt, er hann var Alþýðuflokksmaður. — Það má að vísu ætla, að Gunnar Jóhannsson hafi haft nokkra löng- un til þess að gefa bæjarstjóra kost á að verja mál sitt. En Gunn- ar hlýðir alltaf því sem flokkurinn leggur fyrir hann. Má nærri geta, að maður, sem hefur opinberlega beðist afsökunar á því að láta fé- laga Steinþóru (konuna sína) hafa flokksleg áhrif á sig, (sem urðu þess valdandi, að hann kom með ásakanir í garð félaga Aðal- björns Péturssonar) mundi ekki leggja sig í neina flokkslega hættu fyrir Gunnar Vagnsson og rétt málefni. En kommúnistar verða að sitja uppi með þá skömm, að hafa haft hagsmuni bæjarfélags- ins að engu og myndað nú meiri- hluta í bæjarstjórn með íhaldinu. Þá ábyrgð hafa þeir á sig tekið, og undrar það engan, að þeir hafi heldur valið þá leið en að koma drengilega fram við Gunnar, þó að það kynni að hafa kostað setu ' hans sem fcæjarstjóra, — með hlut leysi þeirra, — í nokkra mánuði. Allt öðru máli er að gegna um íhaldið. Þar er það aðeins lítill hluti flokksins, sem hlut á að máli undir forystu Stefáns og Schiöth. Mikill meiri hluti flokksis, og þá sérstaklega þeir, sem hafa skömm á kommúnistum, fordæma þetta atferli. Þeir vilja vinna að fram- > gangi bæjarmála af heilum hug, og fyrirlíta eins og allir góðir drengir þessa fruntalegu fram- komu og skammast sín flokksins vegna fyrir þau afglöp, sem fram- in hafa verið í nafni hans. Það er vitað, að þessi hópur manna kom þar hvergi nálægt, og að þeir mundu hafa beitt áhrifum sínum ... til þess að koma í veg fyrir það. Stefán og félagar sitja nú uppi með skömmina og fyrirlitningu allra þeirra fjölmörgu Siglfirðinga, sem þykir vænt um bæinn sinn bg vilja ekki láta slík endemi ber- ast út um landsbyggðina. En þessir menn virðast ekki kunna að skammast s’in. Seinast í dag birta þeir eftirfarandi í blaði sínu: „Það er rétt að leggja áherzlu 1 á, að á sama tíma og 4 manna nefndin samþykkir emróma, að fjárhagur bæjarins sé þannig, að ENGA BIÐ ÞOLI að leita að- stoðar ríkisstjómarinnar bregð- ur Gunnar Vagnsson sér í sumar frí.“ (Leturbreyting Neista). Þessir herrar bera ekki mikla . virðingu fyrir sannleikanum, og ' það er eins og þeir búist við, að i engir lesi blað þeirra aðrir en hálf- vitar. Á annarri síðu blaðsins er að finna tilvitnaða samþykkt. Hún er gerð á fundi 4 manna nefndarinnar 1. október 1949. Nú er það vitað, sannað og upp- lýst, að Gunnar Vagnsson fór úr ' bænum þriðjudagskvöld 27. sept- ember. Hjvernig átti Gunnar Vagns- son að vita um samþykkt, sem gerð var 1. október og haga ferðum sínum nokkrum dögum áður (27. sept.) í samræmi við það? Hvað halda þeir Siglfirðings- >. menn að hægt sé að ganga langt í lygi og blekkingum. Trúa þeir virkilega að hægt sé að bjóða fólki upp á annað eins og þetta ? En einmitt þetta litla dæmi ber glöggt vitni málflutningi þeirra Stefáns og Schiöths í þessu máli sem öðrum. Þeir munu uppskera eins og þeir 'hafa til sáð: Verðskuldaða fyrir- litningu allra góðra manna, jafnt flokksbræðra sinna sem annarra. s

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.