Neisti


Neisti - 07.10.1949, Blaðsíða 3

Neisti - 07.10.1949, Blaðsíða 3
NEISTI 3 HROSSAKIÍT Þeir, sem ætla að kaupa hrossakjöt í heilum pörtum í haust, eru vinsamlega beðnir að panta það í Kjötbúð Sigluf jarðar. Hrossasölusamlag Skagfirðinga og Austiir-Húnvetninga Almannatrygg- ingarnar Eitt af þeim framfara og um- bótamálum, sem Alþýðuflokkur- inn hefur sérstaklega beitt sér fyrir er tryggingarlöggjöfin. Setn- ing þessarar löggjafar mætti í fyrstu harðri andstöðu íhaldsins. Og kommúnistar tóku þessu máli eins og öðrum umbótamálum Al- þýðuflokksins. Töldu þetta „kák“ og einskisvert til hagsbóta fyrir hinn vinnandi mann. Nú vilja báðir þessir flokkar eigna sér framgang þessara mála, og kommúnistar hafa að venju verið með allskonar yfirboð og » sýndartíllögur. Það sem rétt er 'i þessu máli er þetta. Alþýðutryggingarlögin 1935 voru sett vegna þess, að Alþýðu- flokkurinn gerði það að ófrávíkj- anlegu sldlyrði fyrir stjórnarsam- starfi að þau yrðu samþykkt. Þessi lagastening var þá stór- kostlegur ávinningur og réttar- V bót. — Af þeim fékkst dýrmæt reynsla, sem hægt var að byggja Slgíuf jarðarumdæmi. Enginn mundi nú vilja vera án Almannatrygginganna. Eln Sigl- firðingar ættu að muna það, að á síðar. Lögin urðu brátt vinsæl, þó að bæði kommúnistar og íhald- ið reyndi að afflytja þau eftir megni. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálístæðis- flokkixm og Kommúnista 1944. — setti Iiann það sem skilyrði, að sett yrði ný lieildarlöggjöf um al- mannatryggingar, svo fullkomin, að Islendingar yrðu á því sviði í fremstu röð. Þetta var samþykkt, en því mið- ur greiddi nokkxir hluti Fram- sóknarflokksins atkvæði gegn þess ari lagasetningu, þó að nokkrir þeirra eins og t.d. Páll Hermanns- son veitti þeim drengilegan stuðn- i ng. Lögin um Almamiatryggingar eru því árangur af baráttu Alþýðu- flokksins. Til fróðleiks fyrir Siglfirðinga birtist hér skrá um tekjur og gjöld í Siglufjarðarumdæmi, og er hún svo fyrir árin 1947—’48. þau eru verk Alþýðuflokksins og fylkja sér því mn frambjóðanda hans hér við þessar kosningar. SKOI AFÚIK’ Eins og að undanförnu höfum við allar fáan- legar skólabækur. — Einnig stQabækur m. tegundir. Teikniblokkir o.fl. o.fl. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal Flugfélag Islands TILKYNNIK • Fyrst um sinn verða flugferðir við Sigluf jörð á mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Flugfélag Islands Skrifstofa Norðurgötu 4 NflABIð Föstudagur kl. 9: Á dansandi bárum Laugardag kl. 9: Teflt á tvær hættur Sunnudagur M. 3: Á dansandi bárum Kl. 5: Carneval í Costa Rica Litmynd Kl. 9: ASTLEITNI Áhrifamikil ungversk stórmynd Danskur texti Stytuföafcarbíc hefur hætt sýningum Vantar síúlku Á GILDASKÁLA K.B.S. HERBERGIGETUR FYLGT STANDLAMPI TIL SÖLU Upplýsingar í síma 94,B F U N D U R Einars Olgeirssonar Sósíalistafélag Sigluf jarðar aug- lýsti almennan stjórnmálafund s.l. þriðjudagskvöld, og að á fundinum mætti alþingismaðurinn Einar Olgeirsson. Ekki var auglýst, að almennar umræður skyldu verða á fundinum. Einar Olgeirsson talaði á 3. klt. og mestan hluta fundarins yfir nær því tómu húsi. I lok frum- ræðu Einars slæddust nokkrir áheyrendur inn í húsið, er þeir komu af hinum sögulega bæjar- stjórnarfundi, þar sem íhald og kommúnistar gengu í eina sæng. Að lokinni ræðu Einars Olgeirs- sonar hófust nokkur skemmtiat- riði af hálfu hjálparkokka komm- únista hér í bæ. Stefán Friðbjarn- arson las upp kvæði eftir Þorberg Þórðarson. Hjörtur Hjartar kaup- félagsstjóri sagði brandara af för sinni um borð í rússneskt skip (veiðiþjóf?) og myndum af Tító og félaga Stalin. Að lokum sagði Vilhjálmur Sigurðsson (ekki) sett ur bæjarstjóri, nokkur orð, og Jón Kjartansson talaði í 4X10 min- útur. Áki þakkaði mönnum fyrir fundarsókn og hjálparmönnum fyrir aðstoðina. Einar var hníp- inn mjög eftir fundinn, og taldi kommúnista hér hafa geypað um of af fylgi sínu. Þó varð hann heldur hressari eftir að aðstoðarmennimir höfðu látið ljós sitt skína. Þykir Áki nú vera farinn að ör- vænta mjög um sinn hag, þegar sýnt er að fólkið fæst ekki einu sinni til þess að fjölmenna á fund hetjunnar „þöglu“ frá Prag. Skrifstofusími Aiþýðuflokksins er 15 A GJÖLD: 1947 1948 Ellilífeyrir og makabætur ................... 521.937,00 529.706,00 Örorkulífeyrir og örorkustyrkur .............. 80.180,00 93.029,00 Barnalífeyrir og fjölskyldubætur ............ 286.767,00 263.978,00 Bætur til mæðra og ekkna ..................... 68.160,00 74.374,00 Aðrar bætur ................................. 60.000,00 123.000,00 Kostnaðarhluti ............................... 45.000,00 46.000,00 Samtals 1.062.044,00 1.130.087,00 TEKJUR: 1947 1948 Persónuiðgjöld ........................... 401.485,00 413.900,00 Atvinnurekendur ......................... 310.324,00 361.338,70 Framlag sveitarfélaga .................... 235.638,87 237,196,07 Samtals 947.447,87 1.012.434,77 Gjöldin 1947 12% meiri en tekjur úr umdæminu. -Gjöldin 1948 12% meiri en tekjur úr umdæminu. Tekjur eru taldar skv. iðgjaldaskrám og niðurjöfnun sveitafram- laga, án tilhts til þess, sem ekki er innheimt. Hinsvegar er endur- kræfur barnalífeyrir talinn með í útgjöldum, þótt verulegur hluti hans endurgreiðist innanhéraðs. Kostnaðarhluti umdæmisins er reikn- aðu rhlutfallslega af heildarkostnaði. Miðaður við samanlagða upphæð tekna og útgjalda, nemur hann í umdæminu mn 2.2%. Undir gjalda- liðinn „áðrar bætur“, falla slysabætur, sjúkrabætur, iðgjaldagreiðsl- ui' vegna lífeyrisþega og greiðslur vegna læknisvitjana og sjúkra- flutninga, og er skipt á umdæmin í hlutfalli við aðrar greiddar bætur.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.