Neisti


Neisti - 25.11.1949, Blaðsíða 1

Neisti - 25.11.1949, Blaðsíða 1
Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 44. tbl. Föstudagurinm 25. nóv. '49. 17. árgangur. BÆ]ARM ^ m 1 eftirfarandi greim verður gamgur bæjarlmálanna frá 1946 rakinn í stórum dráttum, fram að þeim tíma, ér íhaldskommar ráku Gunnar Vagmssom úr bæajrstjórastarfi. Viðskilnaður íhaldsins '46 ÍÞegar núverandi bæjarstjórn tók við eftir kosningarnar í jan. 1946 ríkti alvarlegt ástand í fjármálum bæjarins. íhaldið, sem öllu hafði ráðið kjörtímabilið 1942—1946, með aðstoð Framsóknar og D- listamanna og síðast með aðstoð kommúnista, skilaði af sér stjórn ibæjarins þannig, að bærinn skuld- aði nær 30 millj. kr. „Siglfirðing- ur" er kom út 25. ágúst 1949 segir svo um þessa skulda- súpu: „1 árslok 1945 eru þessar skuldir bókfærðar á bæjarsjóð og bæ jarf yrirtæki: Skuldir bæjarsjóðs eru kr. 1.565.881,85. Skuldir rafveitu kr. 12.387.912,85 Skuldir vatnsveitu kr. 690.000,00 Skuldir hafnarsj kr. 455.106,28. Skuldir mjóikurlbúsins eru kr. 458.088,52". Samtals eru þessar skuldir kr. 15.550.989,50. Við þetta bætist kostnaðurinn við endurbyggingu Rauðku kr. 9 millj. óg viðbótarlán handa Skeiðsfoss að upphæð kr. 1,5 millj., eða alls er þessi skulda- súpa um 26 millj. Þetta var arfur núverandi bæjarstjórnar frá stjórnartíð flialdsins 1942—1946. FYRIRSPURN til framkvæmdastjóra iSíldarútvegsnefndar. Er það rétt, sem heyrzt hefir, að Síldarútegsnefnd hafi nú þegar umráð yfir fé, sem ætlað til bygg- ingar Tunnuverksmiðju ríkisins? Ef svo er, hversvegna er þá ekki vinna við þetta verk hafin? i Atvinnulaus verkamaður. ATH. Neisti vill hér með leyfa Jóni Stefánssyni rúm í blaðinu til þess að svara þessum spurning- um. Annars verður því ástandi, sem ríkti í fjármálum bæjarins eftir þetta kjörtímabil bezt lýst með því að lofa samherjum þeirra Hertervigs og Schiöths að lýsa því sjálfum. Mjölnir frá 26. apríl 1946 segir á þessa leið, eftir að hafa birt bæjarmálasamkomulag flokkanna „Almennt var talið, að tap- ast myndi nokkur einn flokk- ur fá meirihluta þó kosið yrði upp og þó gat þá vel farið svo, að eftir nýjar kosningar væri bæjarstjórnin jafn óstarf hæf. Eins og f járhag bæjarins er komið, er sennilegt að slikt öngþveiti, hefði leitt til kyrr- stöðu í ölhnn framkvæmdum og bæjargjaldþrots." Rúmum sex mánuðum éftir þessa frásögn kommúnistablaðs- ins eða nánar tiltekið 19. nóv. flytja þeir Kristmar Ólafsson, Hlöðver Sigurðsson og Þórhallur Björnsson tillögu í bæjarstjórn um nýjar kosningar. Þessi tillaga var felld með 6 atkv. giegn 3 og létu bæjarfulltrúar Sjalfstæðisflokks- ins, þeir Pétur Björnsson og Egill Stefánsson m.a. svohljóðandi bók- un fylgja atkvæði sínu um afstöðu S jálf stæðisflokksins: „Hinsvegar telur flokkur- inn, að ástand bæjarins í f jár- hagsmálum sé þannig, að (Framhald á 3. síðu). Hvað sagði Brynjólfur um „vinstri stjórn" 1943 ? „Allt tal um samstarf við forustumenn Framsóknar er f jarstæða". KQMiMtJNISTAR falast nú ákaft eftir þátttöku í svokallaðri vinstri stjórn undir forsæti Hermanns Jónassonar. iÞað söng öðru vísi í tálknum kommúnista, þegar páfi þeirra, Brynjólfur Bjarnason, gaf ú „fræðslurit" sitt „um þjóðfélagsmál 2. Samningarnir um vinstri stjórn", árið 1943. Þar sagði Brynj- ólfur: „Það er bezt að seg ja það straX|, &ð allt tal um samstarf miui Sósíahstaflokksins og forustumanna Framsókmarflokks- ins, Hermanns Jónassonar, Jónasar Jónssonar og Eysteins Jónssonar ^>r f jarstæða. )Það er f jarstæða vegna þess, að stefna Sósíalistaf lokksins og stefna jþessara manna eru algerar and- stæður. Herinann Jónasson og Jónas Jónsson eru og verða forvigismenn stríðsgróðavaldsins. Sósíanstafloikkurinn er og verður fulltrúi alþýðunnar til sjáyar og sveita. Rað Fram- sóknarflokksins gegn dýrtíðimni er kaupkúgun, þvingunar- vinna, kaupþvingunarlög og skipulagning atvinnuleysis. iÞjóðin hefur allt of dýrkeypta reynslu tfyrir því, hvernig þessi ráð hafa gefizt". , t , Þannig talaði Brynjólfur Bjarnason, forustumaður komimiún- ista fyrir sex árum. Ekki er vitað til þess að Framsóknarflokkur- inn hafi tekið neinum breytingum til batnaðar síðan. En engu að síður bjóða kommúnistar sig nú Hermanni Jónassyni í samstjórn undir forsæti hans og láta engan dag svo hjá líða, að þeir svívirði ekki Alþýðuflokkinn fyrir að yilja ekiki vera með í slákri stjórn! Það eru heilindi þetta, eða hitt þó heldur! Fréttir úr bænum •k FimmtugsafmæM. Miðvikudag- inn 23. nóv. sl. átti Jóel Hjalm- arsson, Háveg 37, fimmtugsa'f- afmæli. Jóel Hjálmarsson hefur nú um nokkurt skeið verið verkstjóri hjá Saldarverk- smiðjum ríkisins og hefur gegnt því starfi, svo og öðru, sem hann hefur séð um, af mikilli kostgaifni og skyldurækni. Jóel er dreng- ur hinn bezti og vel liðinn af öll- um, sem kynnast honum. Neisti sendir Jóel hugheilar haimingju- óskir fjölda vina, sem gjarna hefðu viija taka í hönd hans á þessum tímamótum með ibeztu óskum um gæfuríka framtiíð. •k Skemmtifundur. S.l. sunnudags kvöld efndi Skíðafélag Sigluf jarð- ar til skemmtifundar í Sjómanna- heimilinu, Jón Sæmundsson fiutti snjallt ávarp. Þar næst fór fram verðlaunaúthlutun frá Skíðamóti Sigluf jarðar 1949 og Skáðanám- skeiðsmóti Skíðafélags Sigluf jarð- arar. Verðlaunaúthlutunina önn- uðust þeir Helgi Sveinssog. og Valtýr Jónasson. Þarna voru alir helztu og beztu skíðamenn bæjar- ins heiðraðir. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá þegar hið unga sMðafólk, sem hafði tekið þátt í Skíðanámskeiðsmótinu var heiðr- að og ákaft hyllt. Að loknum verðlaunaúthlutunum sagði Helgi Sveinsson nokkur orð og skýrði frá því að miklar líkur væru til þess, að Skíðaráðinu tækist að fá hinlgað norskan skíðakennara. Jóh. Möller vara'form. SMðafé- lags Siglufjarðar þakkaði fyrir faönd stjórnar félagsins þátttak- endum í sMðamótunum fyrir drengilega og skemmtilega keppnl • svo og starfsmönnum mótanna fyrir óeigingjarnt starf. Að lokum lét hann þá ósk iljósi, að sem bezt samstarf gæti tekizt á milli skíða- félaganna um aukna eflingu skíða- íþróttarinnar í bænum. Að síð- ustu sungu 5 ungar stúlkur við ágætar undirtekir tilheyrenda, er voru um 200. Þar næst var stigr inn dans til kl. 1. Skemmtun þessi var hin skemmtilegasta, og SMða- félagi Siglufjarðar og siglfirzku sMðafólki til mikils sóima. • Firmakeppni í bridge. Að undaii förnu he'fur staðið yfir á vegum Bridgefélags Siglufjarðar firma- keppni í bridge. —- Sextán firmU taka þátt í keppninni. Úrslitin í þessari firmakeppni urðu þessi: 1. Þráimn Sigurðsson 151 stig , (Verzl. Jónínu Tómasdóttur) 2. Jóhann Jónsson 150 stig (Sparisjóðurinn) 3. Jóhann Jóhanmsson 145 stig (ísafold s/f.) 4. Vilhjálmur Sigurðssom 144 stig. (Hrlímnir h/tf.) 5. Damíel Þórhallsson 141^ stig, (Pólstjarnan h/f.)

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.