Neisti


Neisti - 25.11.1949, Blaðsíða 2

Neisti - 25.11.1949, Blaðsíða 2
2 I N E I S T I -NEISTI- VIKUBLAÐ Ctgefandi: Alþýðufl.fél. Siglufj. | Ábyrgðarmaður: / ÖLAFUR H. GUÐMUNDSSON Áskriftagjald kr. 20,00 árg. — Gjalddagi blaðsins er 1. júlí Afgr. bl. er í Aðalgötu 22 Atvinnuleysið og atvinnumálin Eitt af þeim málum, sem 4ra manna nefndinni var ætlað að vinna að voru atvinnumálin. — Pjöldi atvinnulausra manna í bænum litu vonaraugum á störf nefndarinnar og væntu 'þess, að þessum málum yrði unnið að með miklurn krafti og alvöru. Meiri- faluti nefndarinnar brást algerlega öllum vonum alþýðu þessa bæjar, og í stað þess að taka fjármál faæjarins og atvinnumálin föstum tökum, sameinast meirihluti nefndarinnar um að reka Gunnar Vagnsson úr bæjarstjórastarfinu, er hann var f jarverandi í sumar- tfriíi sínu. Síðan hafa störf nefnd- arinnar engin verið. Þannig brást meirihluti nefndarinnar vonum siglfirzkrar alþýðu. Af hálfu forráðamanna Verka- mannafélagsins Þróttar hafa at- vinnumálin ekki enn verið tekin á dagskrá. Á vegum Þróttar og bæjarstjórnarinnar eru starfandi atvinnumálanefndir, sem ekki hafa enn komið saman. Hivað á þetta að ganga lengi? Fjöldi sigl- firzkra verkamanna hefir nú ver- ið atvinnulaus um 2ja mánaða skeið. Fjöldi alþýðuheimila þessa bæjar eru að komast á vonarvöl. Það er þvií kominn tími til þess að bæjarstjómin og verkamannafé- lagið látið þessi mál meira til sín taka en verið hefur. Eins og t'íðar- farið hefur verið hér í faaust hefði mátt vinna við byggingu nýju tunnuverksmiðjunnar, hægt hefði verið að leggja ra'fmagns- strengi í jörðu niður á Eyrina. — Ennf remur vinna að því að tunnu- verksmiðjan táki til starfa. Með samstilltum kröftum bæjarstjóm- arinnar og verkamannafélagsins hefði mátt þoka þessum málum fram. Atvinnulausir verkamenn þessa bæjar krófjast þess, að bæjar- stjórnin láti þessi mál til sín taka og láti einskis ófreistað til þess að að auka atvinnu verkamanna og skapa atvinnumöguleika. Til þess verður einnig að ætlast að for- ystumennn Þróttar láti þessi mál tii sin taika og sinni þeim af meiri Schiöth lætur bóka Á bæjarstjórnarfundinum er haldinn var 7. nóv. s. 1. létu bæjar- fulltrúar íhaldsins, þeir Aage Schiöth og Páll Erlendsson bóka álit S jálfstæðisflokksins (?) um brottvikningu þeirra íhalds-komm anna á Gunnari Vagnssyrii úr bæjarstjórastarfinu. Þetta álit þeirra félaga er nú þegar all frægt orðið að endemum. Bókunin mun eiga að vera nokkurskonar skýring á brott- vikningartillögu Péturs Björnsson- ar í 4ra manna-nefndinni. I þessu áliti halda þeir Schiöfch og Páll því fram, að Gunnari Vagnssyni hafi aldrei verið vikið frá störf- um, og að hann sé áfram bæjar- stjóri en hafi hinsvegar: „ekki sýnt lit á að gegna störfum sínum síðan hann kom til bæjarins 12. f.m. og ekki er okkur kunnugt um, að nokkur á vegum bæjarstjóm- ar hafi meinað honum að vinna þau.“ Að áliti þeirra Schiöths og Páls á Gunnar Vagnsson að gera annað tveggja „að hverfa til vinnu sinnar að biðjast lausnar“. Ennfremur minnast þeir félagar á það að Gunnar Vagnsson hafi skrifað bæjarstjórninni bréf og haldið því fram, að honum hafi verið vikið úr bæjarstjórastarfinu og segja svo um þetta orðrétt: „Er okkur ekki kunnugt, hver hefir veitt bæjarstjóra heimild til að túlka afgreiðslu málsins á þennan hátt“. (!!) (Leturbr. Neista). Þetta álit þeirra félaganna, Schiöfchs og Páls mun vera ó:brot- gjarn minnisvarði um ráðaleysi og fálm aðal-forkólfa íha'ldsins, til þess að reyna að klóra sig út úr þeim ógöngum, sem framkoma þeirra við bæjarstjórann hefur komið þeim í. Tillaga Péturs Björnssonar í 4ra manna nefnd- inni um brottvikningu Gunnars Vagnssonar er það skýr, að það er alveg óþarfi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn hér að láta þá hr. Schiöth og Pál Erlendsson bóka skýringar við tillöguna. Bandamenn þeirra kommúnistarnir, fóru og fara ekkert dult með, að tillögu Péturs Bjömssonar beri að skilja sem fyrirvaralausa brottvikningu. 1 bókun þeirri, sem Áki alþing- ismaður samdi fyrir bæjarfulltrúa kommúnista og þeir lögðu fram á bæjarstjórnarfundi 4. okt. segir m.a.: 1) ,,í sambandi við framkomna tillögu Péturs Bjömssonar í 4ra manna nefndinni hinn 1. okt. s.l. röggsemi, en verið he'fur að und- anförnu. um fyrirvaralausa brottvikningu bæjarstjórans Gunnars Vagns- sonar —“ 2) „— fyrr en bæjarfulltrúi Pétur Björnsson flutti tillögu sína 1. okt. um fyrirvaralausa brott- vikningu bæjarstjórans“. 3) „Þegar nú fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins .... flytur tillögu um fyrirvaralausa brottvikningu hans —“ 4) „— munum við greiða at- kvæði með tillögu Péturs Bjöms- sonar um brottviknnigu bæjar- stjórans“. (Leturbr. Neista). Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins 'hafa aldrei mótmælt þessum skilningi kommúnistanna á tillögu Péturs Björnssonar, enda varð hr. Schiöfch svarafátt á bæjarstjómar fundimun 7. nóv. s.l„ er Þóroddur var að lýsa undrun sinni á þessari bókun, þar sem þeir höfðu sam- einast á bæjarstjómarfundinum 4. ofct. s.l. um að víkja Gunnari Vagnssyni fyrirvaralaust úr bæj- arstjórastarfinu. Hvað sem íhaldsmönmmum hér kann að detta í hug og láta bóka, verður ekki faægt fyrir þá að sverja af sér fóstbræðralagið við kommúnistana um brottvikningu Gunnars Vagnssonar. Bókun hr. Sohiötfas og hr. Páls á bæjarstjórnarfundinum 7. nóv. gerir iSjálfstæðisflokkinn hér hlægilegan og mennina, sem fluttu hana að viðundri. v ÞAKKARÁVARP Oklcar innilegustu iþakkir færum við öllum, nær og fjær, fyrir auðsgnda samúð, við andlát og jarðarför GUÐBJARGAR GUÐJÖNSDÓTTUR Fg\i ir mína hönd, barna minna, foreldra og sgstkina SIGURGEIR JÓSEFSSON TILKVIMIMIIMG FRÁ FJÁRHAGSRÁÐI FVá og með 21. nóv. mun fjárhagsráð veita móttöku nýjum umsóknum um fjárfestingarleyfi fyrir árið 1950. I því sambandi vill ráðið vekja athygli væntanlegra umsækj- enda á eftirfarandi atriðmn: 1. Eyðublöð fyrir umsóknir er hægt að fá hjá skrifstofu ráðsins í Arnarhvoli, Reykjaviík, og hjá oddvitum og bæjarstjórum í öllum sveitarfélögmn landsins utan Reykjavíkur. 2. Nauðsynlegt er að sækja um fjárfestingarleyfi fyrir öllum ný- byggingum, sem áætlað er að kosti meira í efni og vinnu en kr. 10.000,00, og ennfremur til byggingar útifaúsa og votfaeys- gryf ja, enda þótt þær framkvæmdir kosti innan við þá f járhæð. Um fjárfestingarleyfi þarf ekki að sækja vegna viðhalds. Sé hinsvegar rnn verulega efnisnotkun að ræða vegna viðhalds eða framkvæmda, sem kosta innan við kr. 10.000,00, er mönnum þó ráðlagt að senda fjárfaagsráði umsóknir um efnisleyfi. 3. Fjárhagsráð hefur horfið að því ráði að þessu sinni, að ákveða ekki sérstakan umsóknarfrest, heldur mun ráðið veita mnsókn- um móttöku urn óákveðinn tíma. Þyki síðar ástæða til að ákveða annað, verður það gert með nægum fyrirvara. 4. Öllmn þeim, sem fjárfestingarleyfi hafa fengið á þessu ári, hefur verið sent bréf og eyðublað til endurnýjimar. Skal beiðni um endumýjun vera komin til f járhagsráðs eða pósfclögð fyrir 31. des. þ. á. Reykjavík, 17. nóv. 1949. | FJÁRHAGSRÁÐ ATVINNA Þær stúlkur, sem kyinnu að vilja ráða sig við hraðfrystihús í Keflavík í vetur, eru beðnar að snúa sér til HALLGRÍMS HALLGRÍMSSONAR Vallargötu 1. 5 * i k.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.