Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 5

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 5
Kristindómur og ófriðurinn. 1. Um mánaðamótin júlí og ágiist f. á. var jeg á alþjóðafundi I. 0. G. T. í Kristianíu; voru þar fulltrúar frá flestum löndum Norðurálfu, og með- al þeirra allmargir Englendingar og Þjóðverjar. Allir voru þeir saman í bróðerni, og enginn þjóðarígur ljet á sjer bera. — En alt í einu bárust fregnir um að Austurríki ætlaði að segja Serbíu stríð á hendur, og hin stórveldin væru að hervæðast sem óðast, enda þótt utanríkisráðherra Englendinga reyndi á allar lundir að miðla málum. Þessar ófriðarfregnir, sem urðu í- skyggilegri með hveijum degi, komu oss flestum sem þruma úr heiðskýru lofti, og sýndu oss átakanlega hvað bræðralag og friðarfundir vor og ann- ara alþjóðafjelaga voru áhrifalillir á stjórnmál þjóðanna.

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.