Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 14

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 14
12 Læknirinn beitir stundara hnííi og veit.ir beisk lyf til að hjálpa sjúkum manni. Mannkynið er sjúkt af synd og mannkynslæknirinn hefir sömu ráð. — Við þrjósk börn og óhlýðin verður að beita áminningum og aga, — og hvar eru góðu börnin Guðs, sem aldrei þurfa þess með? — En fyrst og fremst má líkja sambandi Guðs við mennina við góða föðurinn, sem kallar á týnda barnið heim aftur, reynir að laða það, en verður að bíða, uns það kemur sjálfkrafa og frjálst, því að kærleikurinn og traustið verður að vera frjálst, — það stoðar lítið að skipa mönnum að elska eða treysta, — sje þeim það nauðugt. — Og enginn „kemur til Guðs“ riema hann sje farinn að elska Guð og treysta honum. Fjölda margir menn vilja ekki trúa því, og margir prestar og prjedikar- ar þegja um það, að mennirnir eru engu hólpnari eða Guði nær, þótt þeir forðist mestu óknytti og hugsi ein- stöku sinnum heim til Guðs, — þeir verða „að snúa við“ ; hugarfars- breyting er nauðsynleg, heimsást og veraldarhyggja verður alveg að víkja

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.