Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 19

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 19
17 Fyrstu vikurnar bar langmest á þessu. Það var líkast því sem snarpur vindur færi um löndin, og feykti brott ljettúð og guðleysi. Kirkjurnar voru fyllri en nokkru sinni fyr. Fóik streymdi saman til bænagjörðar. Her- menn sungu sálma innan um ætt- jarðarkvæðin, og konur og gamal- menni báðu heima fyrir ástvinum sínum og þjóð. Þessi trúaralvara kom í )jós bæði hjá þjóðunum, sem voru að fara í hernað, og sömuleiðis hjá nágrönn- um þeirra, sem óttuðust afleiðingar ófriðarins. — Það var eins og allir könnuðust við, að nU væri áríðandi að eiga aðstoð vísa hjá almáttugum Guði. Vilhjálmur Þýskalandskeisari skip- aði hvern bænadaginn á fætur öðrum i riki sínu, og landsmenn tóku því svo vel, að margir sögðu likt og AugUst Lange prófessor í Halle: „TrUin, sem virtist að dauða komin hjá almenningi, brýst mi fram með nýjum krafti Frakkar hættu að tala um „klerka- hættu“, en buðu velkomna klerkana sem þeir höfðu áður gjört landræka,

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.