Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 25

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 25
23 IV. A. Heiðuar raddir uui ói'ridinn. Yonc Rogucht skáld í Japan skrifaöi nýlega: „Hvaö getura vjer Austurlanda- búar lært af ófriðnum? Hann sýnir oss hrakfarir menningar Vesturlanda. Sú trú vor hefir alveg brugðist að vestræn menn- ing væri bygð á öruggari ®g göíugri grund- velli en menning vor. — Það er oss hrygð- arefni, að vjer skyldum nokkru sinni trúa á framtið hennar og yfirburði. Ytri Ijómi hennar hefur dregið oss á tálar. Nú sjá- um vjer, að liún var ekki annað en sjón- hverfing eða missýning, sem aldrei hefir verið til í raun og veru, eða hafi hún nokkur verið, þá var hún aldrei annað en æstar hvatir villumanna í liugvitssamleg- um dularbúningi. Þrátt fyrir alla skólana og visindastoínanirnar eru vestrænu þjóð- irnar „inn við beinið" harla líkar nöktum vinum sinum í Asiu og Afríku. Það sjost best nú, að þær eru oins og máltækið vort segir: hungruð skepna með rjett þremur hárum fleiri en apaköttur11. „Amrita Bazar Patrika11, Hindúablað á Indlandi, skrifaði rjett áður en ófriðurinn hófst: „Þegar Frakkland var komið til vegs og valda, steypti það almáttugum Guði af stóli. Það var á dögum stjórnar- byltingarinnar. Norðurálfan kom honum samt aftur að völdum, en setti jafnframt ýms stjórnarskrár-ákvæði (honum til leið- beiningar). Guð er sjálfsagt stjórnandi í Norðurálfunni, en hann er ekki einvaldur

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.