Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 28

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 28
26 Það hefir aldrei borið eins mikið á því og nú. En það versta, sem Jesús segir um þenna vonda tíma, er þetta: „Yegna þess, að lögmálsbrotin magnast, mun kær- leikur alls þorra manna kólna“. Og það kemur sorgloga greinilega í Ijós í ófriðar- löndunum, og hörmulegast er að svo skuli vera um kristna menn. Rjettlætið á hvergi heima. og kærleik- urinn kemst ekki út fyrir landamærin. — Vafalaust eru það verstu afloiðingar ó- friðarins. Megin-atriði kristindðmsins eru afbökuð og söfnuður trúaðra manna hjer á jörðu fær þau sár, sem seint og illa gróa, og verða að óbætanlegu t.jóni fyrir samstarf trúaðra manna kristnu þjóðanna. Hjor skulu sýnd dæmi um hugsunar- háttinn úr þýsku og ensku kirkjublaði. Blöðin eru í miklu áliti og ummælin greini- leg sýnisliorn. Þýska blaðið heitir „Die Reformation“ og enska blaðið „The British Weekly", og hafa þau bæði verið vel rómuð fyrir gætni og ákveðinn kristindóm. í þýska blaðinu er t. d. grein um það, hvers krefjast verði af þjóð, svo að liún megi búast við bænheyrslu í ófriði, Þess er minst rjettilega, að málefni þjóðarinnar verði að vera rjett og baráttu-aðferðin rjett. Og hugsunin er sú, að þessu sje svo varið með Þjóðverja. Málefni þeirra er rjettlátt. Meðal annars af þeirri ástæðu, að þjóð sem vex svo óðfluga, verður að liafa leyfi til að eignast nýlendur og útstöðvar i „strjálbygðum11 löndum. Afli fylgir rjettur.

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.