Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 34

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 34
82 og oftar, að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir“. B. Nýguðfræðingar þýskir reyna að hagnýta sjer ófriðinn á sinn hátt, eins og sjá má á grein eftir kunnan prest úr þeirra hóp, sem Graue heitir. Greinin hljóðar svo, að því er norska blaðið „For Fattig og Rik“ skýrir frá 6. des. f. á.: „Nú vex kristnum þýskumælandi mönn- um þrek, svo að þeir geta losnað undan áhrifum Austurlanda, og haft sem Þjóð- verjar sína eigin Guðstrú. Trúmálatvísýnið með baráttunni mcðal kirkjulegra manna og kæruleysinu moð ókirkjulegum mönn- um, er ekki fyrst og fremst sprottið af ágreiningnum milli nýtísku heimsskoðunar og úreltra trúarsetninga, heldur er það miklu fremur af því komið, að vjer hjeld- um að vjer yrðum vegna Jesú og postula hans að vera „somitiskir11 í trúartilfinning- um vorum og skoðunum. Vissulega mun þýsk lotning tengja oss að staðaldri við Jesúm, en þó þannig, að við lotningu þessa fáum vjer innri fullvissu um að vjer get- um dýrkað Guð á vorn hátt. Ekki eins og hnignandi þjóð, sem býst við heimsslitum, líkt og fyrstu kristnir menn, heldur sem þjóð, er býr sig undir yfirráð heimsins, og getur ekki mist sjálfstraust sitt við neinn ósigur. Vjer ættum heldur ekki að dýrka Guð líkt og harmþrungnar sálir, sem haltra og titra milli synda og náðar, heldur sem þeir menn, sem rciðubúnir eru að gjöra skyldu sína, játa og berjast gogn breysk- i

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.