Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 43

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 43
41 Það er likast því sem fagnaðarerindi Jesú Krists væri alveg áhrifalaust þar sem barist er. Yjer eigum erfitt með að kalla Drottinn hernaðarguð, þegar vjer þekkjum náðarboðskap JesúKrists. Frá kristilegu sjónarmiði virðist mjer sem vjer getum ekki skýrt ófriðinn öðruvísi en svo: Ófriður er synd, og synd er ekki frá Guði. Að vísu getum vjer sagt að ófriður sje refsidómur Drottins, því að refsingin kemur þannig að ein syndin er hegn- ingarvöndur annarar syndar. En Drott- inn sjálfur birtir eðli sitt í miskunn- seminni, meðaumkuninni og bróður- ástinni, sem kemur nú í ijós. — Það er sönnun vor gagnvart hinum efa- sjúku; og kristnum mönnum ber að færa þessu sönnun, ef þeir vilja telj- ast börn Guðs og láta anda hans stjórna sjer. — Guði sje lof að vjer sjáum fólkið sýna þetta hjer í verki. — Það sannfærir fremur en alt skrafið um „Drottinn herskaranna", — þvi að þá verður ekki hjá þvi komist að gjöra Guð að þjóðarguði, og það er afturför frá kristindómi til gamallar Gyðingatrúar". — — —

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.