Vera - 01.10.1982, Síða 15

Vera - 01.10.1982, Síða 15
VIRÐUM REKSTRARGRUND VÖLL HEIMILANNA — BORGINNI VORKUNNARLAUST AÐ HALDA B.Ú.R. GANGANDI Nokkur umræða varð um Bæjarútgerð Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar þann 16. september s. 1. Ástæðan var sú, að útgerðarráð B. Ú. R. hafði samþykkt að taka þátt í stöðvunaraðgerðum L. í. Ú. Sigurjón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins og fulltrúi þess í útgerðarráðinu, tók málið upp í borgarstjórn og flutti tillögu um það að borgarstjórn fæli B. Ú. R. að hætta þegar í stað þátttöku í aðgeröunum. Tillögu Sigurjóns var vísað frá með atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Það kom fram í máli Davíðs Oddssonar á fundinum að hann teldi það óforbetranlegt ábyrgðarleysi að skorast und- an stöðvunaraðgerðum L. I. Ú. Sagði hann að rekstrar- grundvöllur togaraútgerðarinnar væri slíkur að algert hrun blasti við. Ekki varð honum eins tíðrætt um rekstrargrund- völl heimilanna eða fjárhagslegt hrun þeirra. Var ekki annað að heyra en hann teldi það ábyrga afstöðu hjá tekju- háum borgarfulltrúum að senda tugi kvenna á atvinnuleys- isbætur sem eru í hæsta lagi unt 350,- kr. á dag eða um 7.000.- kr. á mánuði. Á fundinum lýstu fulltrúar Kvennaframboðsins yt'ir van- þóknun sinni á fyrirhuguðum aðgerðum B. Ú. R. og létu bóka afstöðu sína í því efni. í bókuninni segir m. a.: ,,Eðli- legur rekstrargrundvöllur heimila láglaunafólks hefur aldrei veriö tryggður og nýjustu efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar munu enn auka á óöryggi hans. Á öllum vígstöðvum, bæði hjá ríki og bæ, er verkafólki greinilega ætlað að taka á sig skattinn af ofveiðum og offjárfestingum í sjávarútvegi sem það ber enga ábyrgð á. Þetta fólk verður engu að síður að finna einhverjar leiðir til að halda heimilunum gangandi. Meðan svo er, er Reykjavíkurborg vorkunnarlaust að halda B. Ú. R. gangandi en hlaupast ekki undan ábyrgð um leið og kallið kemur frá útgerðarmönnunutn í L. í. Ú. Er mál til komið að rekstrargrundvöllur heimilanna verði virtur.“ Sólrún Gísladóttir. — verkafólki er greinilega ætlað að taka á sig skattinn af ofveið- um og offjárfestingum ... sem það ber enga ábyrgð á HÚSNÆÐISMÁL Að búa við öryggi í húsnæðismálum er frumforscnda þess að önnur félagsleg þjónusta missi ekki marks. Á þessu sviði hefur Reykjavíkurborg haldið að sér höndum og látið ein- staklinga um að glíma við óyfirstíganlega erfiðleika við að tryggja sér öruggt húsaskjól. Leynt og ljóst hefur sú stefna verið ríkjandi að hið æðsta markmið í lífinu sé að eignast eigið húsnæði. Þeir, sem annað hvort vilja ekki eða geta ekki náð því hafa fallið á manndómsprófinu. Þetta er háska- leg stefna og hér verður að verða breyting á. Afleiðing hennar er trt. a. sú að borgin hefur ekki látið sig neinu varða þau hundruð borgarbúa, sem ofurseldir eru sífellt minnkandi húsaleigumarkaði. Árið 1960 voru 6500 leiguíbúðir í Reykjavík. í dag er ekki vitað um tölu þeirra, en allt bendir til að þeim hafi fækkað um 1000 til 1500 íbúðir. Þetta gerist á sama tíma og lánakjör til húsnæðiskaupa hafa stórversnað með tilkomu verðtryggingar á lán og jafnframt hafa íbúðarbyggingar dregist saman. Það er því augljóst að leigjendum mun fjölga og möguleikar til að fá leiguhúsnæði fara hríðversnandi ef ekkert er að gert. Leiguíbúðum hefur fækkað um rúmlega 1000 á 20 árum 15 p

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.