Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 6

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 6
Uppreisnarkonur... manni lengi áöur og geyma því ýmislegar leifar af gamalli menningu auk þess sem þær sýna sjálfsagt að einhverju leyti hugs- unarhátt þeirra sem skráöu þær. Og þó að- staða kvenna sé erfið í þessu hnefaréttar- samfélagi virðist ekki vera gerður munur á kvenlegum og karlmannlegum eiginleik- um. Aðdáun á hreysti og hugrekki nær jafnt til kvenna og karla og hörðustu kon- urnar taldir bestu kvenkostirnir. Það virðist líka eiga við um íslendingasögur en þar eru margar konur í þessum stíl hvort sem það eru áhrif frá gamalli sagna- og kvæðahefð eða þær hafa verið svona í alvörunni. Hins vegar er þar líka algengt að stúlkum sé ráð- stafað eins og hverjum öðrum hlut, oft án þess að þær séu spurðar álits. Þær eru giftar inn í valdamiklar og ríkar ættir til þess að tryggja sér fylgi þeirra í valdabaráttunni, eða veittar sem verðlaun fyrir stuðning í bardögum o. s. frv.... Hins vegar eru fá dæmi um ofbeldi gagn- vart konum í íslendingasögum og það er þar yfirleitt fordæmt og ekki talið sæmandi almennilegum mönnum. Konur virðast líka geta fengið skilnað ekkert síður en karlar, s. s. ef eiginmenn þeirra höfðu misboðið þeim á einhvern hátt eða uppfylitu ekki kröfur þeirra, a. m. k. þær sem höfðu sterka ætt á bak við sig. Það sem vitað er um lög og reglur ís- lenska þjóðveldisins virðist styðja það að konur hafi þá notið meira álits og réttinda en síðar varð. T. d. höfðu þær ákveðna fjárupphæð með sér inn í hjónabandið sem var áfram séreign þeirra og eiginmennirnir máttu aðeins ávaxta en ekki eyða. Ef maður vildi fara af landi brott með fé konu sinnar, gat hún bannað honum það. Og vildi hann neyða hana sjálfa til að flytja með sér úr landi gat hún sagt skilið við hann á stundinni og hann hafði þá engan rétt til hennar meir né eigna hennar. Eftir því sem staða kirkjunnar styrktist á Vesturlöndum ber meira á ýmsum hug- myndum frá Gyðingum og öðrum austræn- um þjóðum þar sem konur höfðu Iengi verið kúgaðar. Hinir svokölluðu kirkjufeð- ur, guðfræðingar og kennimenn sem túlk- uðu og mótuðu kenningar kirkjunnar á fyrstu öldum hennar, voru margir undir- Iagðir af slíkum hugmyndum. I augum þeirra var munklífi hið eina rétta og kynlíf og allt sem tengdist því óhreint og synd- samlegt. ,,Hjónabandið uppfyllir jöröina en hreinlífið himininn,“ sagði heilagur Hieronymus (340—420). En eins og Eva var orsök syndafallsins í Eden forðum daga, þannig héldu allar heimsins Evur áfram að freista guðhræddra manna. Til að stálsetja sig gegn því var konan útmáluð sem djöfull í mannsmynd, engill Satans, freistarinn holdi klæddur, persónugervingur þess illa í náttúrunni o. s. frv. „Af öllum dýrum jarðarinnar er konan það hættulegasta," er haft eftir heilögum Jóhannesi af Antíokkíu (347- 407). Og til marks um útbreiðslu þessara hugmynda má nefna að á kirkjuþingi árið 585 bar biskup einn upp fyrirspurn um það hvort konur ættu yfirhöfuð að teljast til mannkynsins. Rit kirkjufeðranna voru mikið notuð um öll Vesturlönd fram eftir öldum og höfðu þar ómæld áhrif á sögu og menningu. Marteinn Lúther var t. d. þrællesinn í kirkjufeðrunum og sótti til þeirra mörg rök fyrir siðbót sinni, og prédikanir þcirra voru með því fyrsta sem þýtt var á íslensku til afnota fyrir presta eftir kristnitökuna. Gríski heimspekingurinn Aristóteles sem ásamt fleiri löndum sínum hefur haft geysi- leg áhrif á menningu okkar heimshluta taldi konuna eins konar ófullburða mann- veru sem hefði staðnað á lægra þroskastigi en karlmaðurinn. Staða hennar gagnvart honum ætti því að vera söm og staða þræls gagnvart húsbónda sínum, hann ætti að skipa, hún að hlýða. Einn frægasti skólaspekingur rómversku kirkjunnar, Tómas af Aquino (1227- 1274), var alveg á sama máli, sagði konuna fljótsprottið illgresi, ófullkomna mann- eskju sem líkamlega þroskaðist hraðar en karlinn vegna þess að náttúran vandaði sig minna við hana, og væri fædd til að vera undir oki herra síns og meistara sem vegna fullkomnunar sinnar ætti að ráða yfir henni. Þannig mætti lengi telja. Og þó einstaka hjáróma raddir fari að heyrast meðal menntamanna um og eftir 1500 eru flestir fyrirmenn þó áfram innilega sammála um hlutverk kvenna. Meira að segja „jafnrétt- ismaðurinn" Rousseau, einn helsti hug- myndafræðingur frönsku byltingarinnar og þarmeð einn af upphafsmönnum lýðræðis og mannréttinda, taldi að uppeldi kvenna ætti að miðast við þarfir karlanna. Þær ættu að læra að hlýða og þóknast þeim og sætta sig við galla þeirra. A Norðurlöndum má sjá þessar hug- myndir speglast í löggjöfinni. ( landslögum Kristófers af Bayerit, sem var konungur Danmerkur, Noregs og íslands 1439- 1448, segir m. a.: „Besti hlutur sem bóndi á í búi sínu er Iöglega gefin eiginkona hans, og versti og mesti þjófur er sá sem stelur henni frá honum. Hann skal dæmdur til að hengjast í hæsta gálga yfir öðrum þjófum." Það er athyglisvert að þetta stendur ekki í hjúskaparlögum heldur í þjófabálkinum. í stað hinna fornu þjóðveldislaga sem í grundvallaratriöum tryggðu konum sömu mannréttindi og körlum eru þær nú orðnar eign bænda sinna, hlutir meðal annarra hluta í búi þeirra. Á sömu línu eru ýmsar aðrar lagasetn- ingar frá svipuðum tíma sem beinlínis gefa mönnum rétt til að beita konur sínar, börn og hjú ofbeldi eftir þörfum, þó með ein- hverjum takmörkunum, s. s. að ekki megi beita vopni, brjóta bein eða valda dauða þeirra. Nú vitum við ekki hvað að þessum lög- um hefur tekið gildi á íslandi og margt bendir raunar til að staða kvenna hafi oft verið sterkari en lögin gefa til kynna. Það er a. m. k. víst að íslenskar bókmenntir sýna iðulega allt aðra hugmyndafræði, hvað sem því veldur. Sem dæmi um slíka sögu langar mig að nefna Mágus sögu jarls. Hún telst til ridd-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.