Vera - 01.12.1982, Side 8

Vera - 01.12.1982, Side 8
Jólasnjór Jólasnjór — hvítur eins og marmari glitrandi í silfurhrími í gulu mánaskini eftir frostnótt. Móbrúnir fuglar mjófættir trítla á gimsteinum í gulri mánabirtu. Tína korn úr moði og brauðmola, sem barnslófar strá á snjóinn. Á hvítum jólasnjó trítla snjótittlingar tína bygg og korn, sem góður barnshugur gaf. Sigríður Einars frá Munuðarnesi ,,Laufþytur“, reykjavík, 1970 Jól í skugga súðar eldstöfum rista kertaljósin minni bernskubjart. Fönn hlúir ungu frjóvi, stjörnur stafa bjarma á frostblóm glugga. Yfir sand og urðir bar tíminn fæturna. Unz taka að flettast til baka lúð slitur, unz birtu sér bera á forna súð. Ferðlúnu ljósi horfir stjarna ein á frostblóm. Arnfríður Jónatansdóttir Birt í „Ljóð ungra skálda 1944-45“

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.