Vera - 01.12.1982, Side 15

Vera - 01.12.1982, Side 15
„Vertu ekki eilíft með þetta ergelsi út í köttinn, ekkert tekur hann frá þér,“ sagði amma um leið og hún fór fram í eldhúsið. Það hnussaði í afa og ég fór að hugsa um hvernig Soffía horfði á mig þegar ég vildi ekki dansa við hana í gærkvöldi. „Nú fáum við okkur snabbs, krakkar," æpti Óli og veifaði tveimur flöskum. „Ég stal þessu frá kallinum." „Komdu heldur að dansa," sagði Soffía aftur. „Nei,“ sagði ég. „Dansaðu við Óla.“ Og ég tók glasið sem Óli rétti mér og svolgraði úr því. Það var ferlegt. Ég hélt ég myndi kafna. Og Soffía horfði svona skrítilega á mig allan tímann og svo sagði hún: „Ertu afbrýðisamur?“ alveg eins og hálfviti. Ég! Af- brýðisamur! Eins og hún mætti ekki sitja í fanginu á Óla fyrir mér. Mér kom það ekkert við. Ég hafði sko engan áhuga á píum eins og... „Komdu hérna aðeins og hjálpaðu mér, Nonni minn,“ sagði afi allt í einu. „Þú ert svo góður í ensku.“ Afi byrjaði að læra ensku í fyrra. Hann sagði að sér leiddist að hanga svona aðgerðarlaus eftir að hann hætti að vinna og að sig hefði alltaf langað til að læra tungumál. „Hvað ertu að lesa, afi?“ spurði ég. „Tímaritsgrein.“ „Um hvað?“ „Hún er um hermennina sem voru í Víetnam og hvað varð um þá eftir að þeir komu heim. Þeir virðast hafa farið illa út úr þessu sumir hverjir. Það eru viðtöl við nokkra þeirra. En það er svoddan bölvað hrognamál á þessu að ég skil ekki nema helminginn og varla það. Og sum orðin eru hreinlega ekki í orðabókinni.“ „Hvaða blað er þetta?“ „Það heitir Time. Mjög gott blað. Og fróðlegt. Hann Bogi hérna á næstu hæð gefur mér þessi blöð til að æfa mig á þegar liann er búinn að lesa þau sjálfur. Ég er búinn að vera meira en viku með þessa einu grein, og er ekki enn búinn, ha?“ Afi hló. Svo varð hann aftur alvarlegur. „Sjáðu, hérna. Hvað eiga þeir við með þess- ari líkamatalningu?“ „Líkatalningu,“ sagði ég. Enska er eina fagið sem ég er góður í. „Líkatalning?" „Já, þeir hafa átt að telja þá sem þeir drápu, skilurðu." „Ha?“ sagði afi um leið og amma kom inn með disk fullan af kleinum og jólakökusneiðum og setti á borðið. „Hjálpaðu mér, Nonni minn, að bera inn bollana,“ sagði hún. Ég fór fram og sótti bollana og setti þá á borðið. Amma kom á eftir með kaffikönnuna og sykur og mjólk. „Líkatalning," tautaði afi. „Hvað segirðu?" spurði amrna. „Þeir voru látnir telja líkin,“ sagði afi. „Um hvað ertu að tala, rnaður?" spurði amma óþolinmóð. „Hermennirnir, þeir voru látnir telja líkin. Þá sem þeir drápu. Já, þetta hefur orðið nokkurs konar keppni hjá þeim,“ sagði afi. „Keppni um það hver hefði hæstu líkatöluna. Það var ekki svo vitlaus hugmynd." Ömmu brá. „Keppni?“ sagði hún svo eftir langa stund. „Keppni! Guð hjálpi þessum vesalings mönnum.“ Afi sagði ekki neitt. Ég ekki heldur. Ég skildi ekki hvað þau tóku þetta alvarlega. Þetta stríð var löngu búið. „Fáið ykkur nú kaffi,“ sagði amma loks. „Það er ekkert nýtt undir sólinni, og allra síst manndráp, talin eða ótalin. Viltu ekki nýjar kleinur, Nonni minn?“ Og svo rétti hún afa kaffibolla og disk með kleinu og jólaköku. Afi hallaði sér aftur á bak í stólnum og starði á bollann eins og hann hefði aldrei séð kaffibolla fyrr. „Ég skil þetta bara ekki með hana Bröndu,“ sagði amma svo. „Hún skilar sér,“ sagði afi þreytulega. „Það er bara að hún er kettlingafull, greyið," sagði amma hálf- afsakandi við mig. „Þetta getur komið hjá henni hvenær sem er. Og . ..“ ammma þagnaði. „Og hvað, amma?“ spurði ég. „Æ, það er drengurinn hérna í næsta stigagangi. Þú þekkir hann víst, ég held hann hafi verið í sama skóla og þú í fyrra." „Villi?" spurði ég, en ég vissi að það var hann. „Já, ég held hann sé kallaður Villi. Honum er svo skelfing upp- sigað við okkur.“ Drengur? Villi drengur? Var amma orðin eitthvað klikkuð? Vissi hún ekki að Villi var. .. „Amma, Villi er — ég meina, hann er ekki drengur, hann er ...“ „Ojú, víst er hann drengur,“ sagði amma rólega. „Þetta er bölvaður vandræðagemlingur," sagði afi. „Já, hann er eitthvað vansæll, eyminginn. Hann var alltaf að hrella okkur öðru hvoru, brjóta fyrir okkur blómin og hríslurnar hérna fyrir utan, maka út gluggana fyrir mér og svona eitt og annað, en svo ...“ „Svo hvað?“ spurði ég. „Hann afi þinn hristi hann dálítið til. Við hefðum sjálfsagt átt að reyna að tala betur við hann. Eða þá foreldramyndirnar hans.“ „Varstu ekki búin að margreyna það?“ „Jú, en ...“ „Hristirðu hann til? Hann Villa?" spurði ég og glápti alveg rugl- aður á afa. „Já, auðvitað hristi ég drenginn til,“ sagði afi reiður. „Hann var að gera allt vitlaust hérna með yfirganginum í sér og þessu krakka- slengi sem alltaf hangir aftan í honum. Það var aldrei friður fyrir þeim. Og þegar hann svo fór á þessu mótorhjóli sínu þvert yfir lóðina hérna, þvert yfir beðin, og braut niður meira en helminginn af hríslugreyjunum og skellihló svo upp í opið geðið á mér þegar ég bað hann um að hætta, þá kippti ég honum af og hristi hann duglega til. Og þótti engum mikið, það hefði átt að kaghýða strák- skrattann!" „Ja, þetta var nú fyrir framan alla krakkana sem hann er vanur að vera með,“ sagði amma. „Og hann hefur ekki gleymt þessu. Ég reyndi að tala við hann um daginn, mig langaði að reyna að gera gott úr þessu, en hann svaraði mér ekki einu sinni. Hann starði bara á mig og svo sagði hann urn leið og hann fór: ,Ég ætla að drepa kattardjöfulinn'...“ Amma leit ekki á okkur. „Hvað ætli hann hafi meint þetta, drengbjáninn," sagði afi loks. „ ,Hvort á ég heldur að rista hana á kviðinn eða hengja hana? Þú mátt ráða.‘ — Já, þetta sagði hann.“ Amma starði niður á hendurnar á sér. Við þögðum öll. Ég passaði að líta ekki á þau. „Uss, það bylur hæst í tómri tunnu," sagði afi svo. „Ég mætti honum þegar ég var að koma úr búðinni í dag," sagði amma og það var eins og hún hefði ekki heyrt í afa. „Mér sýndust vera rispur á höndunum á honum.“ „Hvaða vitleysa er þetta í þér,“ sagði afi. „Þér hefur áreiðanlega missýnst." „Já,“ sagði amma. „Já, kannski mér hafi missýnst. — Ef þið viljið ekki meira kaffi þá ætla ég að skreppa út og leita smávegis hérna í kring. Hún er orðin svo þung á sér, greyskinnið, og hún er vön að kúra hérna inni á kvöldin núna.“ „Jæja þá,“ sagði afi. „Farðu þá og leitaðu að henni. Ekki það að Branda skilar sér, það gerir hún alltaf." Amma klæddi sig í kápuna og fór út. Ég lagðist upp í gamla sófann þeirra og afi sat og fletti öðru hvoru í orðabókinni. Mér leið ekki vel. Næstum því eins illa og í gærkvöldi. Fyrir utan heyrði ég ömmu kalla vinalegri röddu á Bröndu. Afi hélt áfram að lesa. 15 $

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.