Vera - 01.12.1982, Side 18

Vera - 01.12.1982, Side 18
„Hauki pressara var sagt aö konur fari úr barneign þegar þær verða fimmtugar. Hann var staddur í fimmtugsafmæli frúar hér í bæ og þegar klukkan sló tólf á miönætti stóð Haukur upp og sagði við frúna: „Nú eruð þér ónýtar, frú mín góð.“ Eins er með þesa ríkisstjórn, hún er eins og fimmtug kona, komin úr barneign og til einskis nýt.“ Varaformaður Sjálfstæðisflokksins á fundi um „Viðhorf í íslenskum stjórnmálum“ (sic!) í Háskóla íslands í nóvem- bers. 1. „Ég get nefnt dæmi um málaflokka, sem við viljum gjarn- an sinna — ég minni á málefni fatlaðra, á málefni aldraðra o. s. frv., á verkalýðshreyfinguna, á samvinnuhreyfing- una, á málefni kvenna (takið eftir niðurröðuninni) o. fl., o. fl....“ Félagsmálaráöherra í útvarpsviðtali um málefni Alþýðu- bandalagsins aðspurður um dæmi um „einsmálahópa“. „En ég hygg nú að þessi skýrsla, sem svo mjög hefur verið gerð að umtalsefni, segi okkur nú næsta fátt, sem menn ekki áður vissu. Pað þarf enga skýrslu til að segja okkur að karlarnir sinni heimilisstörfum minna en kon- urnar. Það vissu flestir fyrir og vita sjálfsagt flestir, þó engin skýrsla komi til. Og það þarf enginn að segja okkur það heldur með skýrslu, að fleiri konur stundi eingöngu heimilisstörf heldur en karlar, það vissum við líka fyrir. Þannig að í sjálfu sér þá hefur næsta lítið nytt komið fram í þessari skýrslu, sem gefur tilefni til mikillar umræðu. Ég get alls ekki verið sammála borgarfulltrúa Guðrúnu Ágústsdóttur um það, að þarna komi fram einhver hrika- Ieg sannindi. Kannske er þessi staðreynd slæm. En sé hún slæm þá hefur hún legið fyrir lengi og skýrslan breytir ekki nokkrum sköpuðum hlut um það. Það er bara bá- bilja að ímynda sér það. Þessi staðreynd hefur lengi verið svona og menn um það vitað. Hins vegar má ekki gleyma því, að þetta hefur verið að breytast og það er mitt að það sé ekki jafnréttisnefndir, sem breyti neinu þar um, eða skýrslur, sem breyti neinu þar um. Það sem breytir mestu er það, að konur hafa tekið þátt í hvers kyns þjóðfélags- störfum og þær hafa sýnt það með störfum sínum þar, að þar eru þær ekki síður gjaldgengar en karlar og það er sú staðreynd, sem hefur áhrif, það er sú staðreynd, sem kallar á eftirfylgjur, en ekki einhverjar félagsfræðilegar skýrslur um efnið. Ég kannast ekki við að nokkurs staðar sé hægt að sýna fram á það, í störfum þar sem konur hafa haslað sér völl, að þær sinni þeim verr en karlar hafa gert. Ég held ekki að þær sinni þeim neitt betur heldur en karlar hafa gert. Þar komi ekki til neinn sérstakur sér- reynsluheimur eða þess háttar. Ég held að þær sinni þessu ósköp ámóta vel, ef báðir aðilar hafa jafn bokkaleg tæki- færi til þess að sinna þessum þáttum. Þetta held ég að varði mestu, en ekki um það hvort einhverjir félagsfræð- ingar finna það út í skýrslum að karlarnir vaski sjaldnar upp heima heldur en konurnar, sem legið hefðu fyrir núna um áratuga skeið. Flestir okkar eru nú þannig, karlarnir, að jafnvel þó að við hefðum nú vaskað upp svona tvisvar, þrisvar á 12 ára hjúskaparferli, þá myndum við ekkért vera að monta okkur af því. Við tökum það sem hvern annan sjálfsagðan hlut og förum vel með. Ég vil taka fram vegna þess að ég er alinn upp hjá tveimur konum, bær kenndu mér að taka hlutverk mitt alvarlega og ég hef gert það og mun gera það.“ Borgarstjórinn í Reykjavík. Kristján Benediktsson: Herra forseti.... En það sem ég vildi segja hér er það, að þetta er hið merkasta plagg og það er borgarstjórninni til sóma að hafa stuðlað að því að þessari könnun væri gerð á sínum tíma, og ég er með- mæltur því sem fram hefur komið, að það verði haldið áfram að vinna einstaka þætti út úr þessari skýrslu. Ég held að það væri til gagns og fróðleiks. Hins vegar verð ég að segja það að mér finnst umræðurnar hér í kvöld hafa verið nokkuð einhæfar og mér finnst konurnar, sem hér hafa tekið til máls vera full-viðkvæmar fyrir ýmsu. Ég kannast t. d. ekki við það að borgarstjórinn hafi flutt neitt óeðlilega ræðu hér áðan. Mér fannst það vera ákaflega eölileg og sanngjörn ræða, sem hann llutti. þó hún hafi farið í taugarnar á einhverjum kvenfulltrúum hér. Mér finnst að þær konur, sem hér hafa talað, þær hafi dregið fram vissa þætti í þessari skýrslu. Það er ýmislegt, sem má lesa út úr þessari skýrslu, og þó að við séum nú slæmir karlmenn einnig þá crum við nú ekki al-vondir, eins og þið vitið, og allt stendur nú þetta til .. . Það heíur nú t. d. ekki verið rætt um það hér, sem ég held að við þurfum nú ekki að deila um, að stúlkur og piltar, börn og unglingar og fullorðið fólk það hefur jafnan rétt til skólagöngu hér á Iandi. Stúlkur hafa nákvæmlega sömu möguleika til þess að ganga í framhaldsskóla hér og ljúka prófum eins og karlmenn. Þetta var reyndar ekki svona hér áður, en ég hygg að það sé hægt að mótmæla því að þessi réttur er jafnt til staðar. Annað sem ég vildi draga hér fram er það, að — og ekki hefur verið rninnst hér á, aö við vesalings karlmennirnir í þjóðfélaginu — það hef ég reyndar gert á vissu aldursskeiði — við tökum nú aö okkur að vinna yfirleitt erfiðustu og óþrifalegustu störfin í þjóðfélaginu. Þetta losna konurnar við. Þetta vi! ég að sé einhvers metið. Ég get hins vegar fúslega tekið undir það og það gefur þessi skýrsla ótvírætt í Ijós, að konur þær eru í miklum mæli sérstaklega hjá opinberum aðilum í þeim launaflokkum, scm eru verr launaðir. Og á þessu þarf virkilega að verða breyting. Við getum alveg verið sam- mála um það. Hvaða ráð eru til þess að breyta því — ég hef ekki patent lausn á því. Sumir segja að þetta stafi af því að konur séu ekki eins metnaðargjarnar í störfum eins og karlmenn. Þær sækjast ekki eins mikið eftir því að komast í stjórnunarstörf og trúnaðarstörf. Um þetta skal ég ekki dæma. En það er alveg rétt að konur eru verr launaðar á vinnumarkaðinum heldur en karlar, þó eru undantekningar í vissum stórum greinum, eins og t. d. með kennara, þar sem konur sitja nákvæmlega við sama borð og karlar að ég hygg. En til þess að draga nú hlut okkar karla örlítið hérna fram í dagsljósið — þið heyrið það að ég er sammála svo mörgu, sem hér hefur verið sagt af konum, en mér finnst málflutningurinn hafa verið býsna einhæfur, og það hefur verið dregið svona fram, það sem er okkur frekar til hnjóðs og þeim finnst að þeim sé misgjört. En ég ætla að benda ykkur hér á bls. 76. Nú þurfa allir að vinna, allir að minnsta kosti að hafa tekjur til að geta séð sér farborða og flestir, sem betur fer, þeir vinna fyrir sínum tekjum. Það kemur í Ijós hér, í kafla 3.2.1, hvers vegna karlar sem svara sem eru virkir í at- vinnulífinu, vinna utan heimilis, hvers vegna vinna nú karlar utan heimilis. Við skulum athuga það. Það eru 506 sem svara. Af þeim segja 337 að þeir vinni utan heimilis til þessað sjásérogsínum farborða. Síðan eru það 12 sem segjast vinna vegna þess að þeir þurfi að afla tekna og vegna þess að þeir hafi ánægju af því, — takið eftir því. Síðan kemur þriðji liðurinn og það eru tveir, sem segjast vinna eingöngu af ánægju. Þetta er til í skýrslunni á bls. 76. Síðan eru það 155, sem ekki svara. Nú skulum við fletta yfir á bls. 79. Þar eru konur spurðar hliðstæðra spurninga. Og það eru 327 sem svara. Þetta eru konur,

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.