Vera - 01.12.1982, Side 21
öllum mögulegum aðferðum til að sannfæra okkur um
að það borgaði sig ekki að bóka afstöðu sína — ýmist
var okkur sagt að vissum ekkert um þetta mál, eða að
viö yrðu að sýna ábyrgðartilfinningu vegna slæmrar
stöðu borgarsjóða, nú eða þá að gripið var fram í fyrir
okkur eða neita að hlusta. Þeir beittu líka rökum á borð
við þau, að bókun myndi vekja athygli á væntanlegri
hækkun fargjalda, ,,það“ myndi bara fara að hamstra
miða og ekki hefðist undan við að prenta nýja! En við
bókuðum nú samt! Kvennaframboðið er ekki með full-
trúa í stjórn strætó til að efna kosningaloforð Davíðs ...
Hvað áttu við?
Lægri fasteignaskattar til dæmis þýða auðvitað lægri
tekjur borgarsjóðs, sem þarf að bæta upp annars staðar.
Er einhver ástæða til þess að láta fólk, sem ekki hefur
efni á eða hreinlega vill ekki nota bíl öllum stundum
greiða niður skatta fasteignaeigenda? Og það á meðan
borgarstjórn hreinlega bruðlar með peninga útsvars-
greiðenda eins og þeir væru eitthvað til að leika sér nteð!
Nefndu dœmi!
Þessa dagana standa þrír Ikarus vagnar ónotaðir á
planinu til strætó. Þeir kostuðu samans 2.2 milljónir.
Kannski eru Ikarus-vagnarnir mikið verri strætisvagnar
en Volvo — ég blanda mér ekki í þá deilu. En það
kemur samt dálítið skrýtilega fyrir sjónir að horfa á þrjá
nýja og nothæfa strætisvagna grotna niður fyrir veðri og
vindum á sama tíma og lögð eru drög að kaupum á
öðrum. í greinargerð frá borgarstjórn um framkvæmdir
borgarsjóðs kemur fram að 16.5 milljónum króna verði
varið til kaupa á nýjum vögnum á þessu ári. Það munu
vera Volvobílar, en þeir kosta um tvær milljónir hver.“
Fulltrúar Kvennaframboðsins í stjórn SVR hafa m. a.
komið með eftirfarandi tillögur þar:
„Stjórn SVR samþykkir að komið verði fyrir skiltum
við útgöngudyr vagnanna með eftirfarandi texta:
Farþegar vinsamlegast aðstoðið samferðafólk með
barnavagna inn og út úr vagninum."
„Stjórn SVR samþykkir að kanna endurbætur á út-
göngudyrum allra strætisvagna borgarinnar svo að far-
þegar með barnavagna komist auðveldlegar leiðar sinn-
ar.“
Þá er væntanleg tillaga til að leiðrétta þá skrýtnu til-
högun, að farþegar með tvö börn yngri en fjögurra ára
þurfi að borga fargjald annars.
Ms.
Mjög
athyglisverð bók
fyrir konur
Bók, sem svarar
mörgum
brennandi
spurningum
m
mUÍM
Eftir
Lucienne
Lanson
Metsölubókin,
sem náð hefur
miklum
vinsældum
um allan heim
BÓKAÚTGÁFAN
SKJALDBORG
Halnarstræti 67, Akureyri
Simi 24024
REYKJAVÍK
Ármúla 38, 2. hæö
Simi 31599