Vera - 01.12.1982, Side 24

Vera - 01.12.1982, Side 24
HVAR ER RÉTTI TÓNNINN? Tvennt er tilefni þessara orða: Útdrættir úr ræðum Alþýðuflokkskvenna á ráðstefnu um „Konuna, Alþýðu- flokkinn og stjórnmálin“ (sjá Alþýðubl., 21. okt. 1982) og bókin „Frjáls hugsun — frelsi bióðar", sem félag Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, Hvöt, gaf út nýlega í til- efni 45 ára afmælis síns. Hvatarbókin telur tæplega 200 bls., — útdrættir ræðanna eru stuttir dagblaðsstúfar svo það er ólíku saman að jafna. Þó virðist hvoru tveggja gefa all góða mynd afstöðu kvenna í viðkomandi flokk- um — e. t. v. ágæta mynd af stöðu kvenna yfirhöfuð. Og það verður að segjast eins og sýnist, að varla er von nema illa gangi, fyrst þetta er tónn bardagalúðranna, sem blásið er í! Tónninn er þessi: Konur vantreysta sjálfum sér, „skortir oft sjálfstraust sökum reynsluleysis“, „eru bein- Iínis hræddar við að láta pólitískar skoðanir í ljósi“ (Alþbl. 21. okt. Af þeim sjö útdráttum, sem«birtir eru í blaðinu, eru aðeins tveir, sem láta ógetið um minnimátt- arkennd kvenna). Sjálfstæðiskonur eru ekki síður með- vitaðar um þetta kvenlega einkenni: „Því miður er ekki ólíklegt að þar hafi skort á metnað kvennanna sjálfra til slíkra starfa. Það verður að vinna bug á þeim beyg, sem mörgum dugandi konum stendur af leiðtogahlutverki og áberandi ábyrgðarstöðum.“ Stúlkur vantar ekki hæfi- leikana, en „þær fá ekki þá hvatningu og stuðning sem til þarf“ (bls. 63 og bls. 60 í Hvatarbók). Þegar núverandi formaður Hvatar lítur yfir farinn veg og spyr: Hver er staða kvenna í Sjálfstæðisflokknum? verða fyrir henni hlutföll kvenna og karla í nefndum og ■ráðum. Niðurstaðan er, að þar endurspeglist „karlaveld- ið í flokknum“. Eflaust rétt niðurstaða. Alþýðuflokks- konurnar ganga einfaldlega út frá þátttöku og áhrifaleysi kvenna og spyrja: Hvernig er hægt að ná til kvenna og örva þær til virkari þátttöku? Og hvað er til ráða? Af fimm liða uppástungu Hvatar er þessi efst: „Framsagn- arnámskeið, námskeið í greinaskrifum, í fundarstjórn, í ræðumennsku og fjölmiðlafræðslu (ss. framkomu, skipu- lag dagskrár, stjórn þátta). Þar á eftir koma málfundir um efni, sem efst eru á baugi hverju sinni, upplýsingar um stöðu kvenna, samstarf fyrir prófkjör. Og svo aftur sé gluggað í ræður Alþýðuflokkskvenna, þá eru sömu lausnir efst á pallborðinu þar líka: ræðunámskeiðið og fræðslufundir. Vandinn er sem sagt minnimáttarkennd og reynslu- leysi — lausnin fræðsla og námskeið í réttri framkomu. Nu mætti spyrja sem svo: Hver er hún, þessi „rétta“ framkoma? Hver er hún þessi reynsla, sem konur skort- ir? Gagnvart hverjum er minnimáttarkenndin? Því eng- inn neitar því þó, að konur hafi reynslu á einhverju sviði, að konur hafi framkomu af einhverju tagi eða þá hinu, að minnimáttarkennd verði til við þá sannfæringu að aðrir séu á einhvern hátt betri en maður sjálfur. Þessar spurningar er þó ekki að finna í umræddum skrifum. Látum þær liggja á milli hluta í bili, vendum okkar kvæði í kross og lítum á reynsluheiminn og kvenleg viðhorf. Hvað svo sem flokksbundnar konur kunna að hafa sagt um tal okkar Kvennaframboðskvenna um reynslu- heim og viðhorf á síðasta vori, fer það tæpast fram hjá neinum að tilvera hvors tveggja er kyrfilega staðfest bæði í Hvatarbók og ræðum Alþýðuflokkskvenna. Sér- stök kvennasamtök innan stjórnmálaflokka (sérstök kvennakvöld líka) eru út af fyrir sig ágæt staðfesting á sérstöðunni. Hvatarbókin sjálf, svo og sérstök ráðstefna flokks um „konuna" raunar líka. Það er þó alla vega sérstök reynsla kvenna að vera sér! En það er af nægum dæmum að taka í skrifum þeirra sjálfra: Haft er eftir einum stofnenda Hvatar að „það væri sannfæring sín, að konur störfuðu miklu betur og meira, ef þær væru í sér- félagi". (Bls. 32) Þessi skoðun er eðlilega enn við lýði: „enn getur ekki talist tímabært að leggja niður sérstök félög innan stjórnmálaflokkanna ...“ (bls. 27) Astæðan kann að vera sú að konum henti betur aðrar starfsaðferðir en karlar, eða þurfi að þjappa sér saman á ólíkan hátt og aðskildar frá körlunum. Ástæðanna er þó ekki getið beinlínis í bókinni en e. t. v. óbeinlínis með lýsingum á sér-málum kvenna og sér-viðhorfum. Ef bókin er spurð um slíkt, stendur ekki á svörum: „sín reynsla væri að konur væru skilningsríkari í ýmsum mál- um, t. d. fátækramálum" (bls. 35). „Þjóðmál og borgar- málefni eru enn þau efni sem hæst ber í félagsstarfinu" en „fræðslumál, heilbrigðismál, fjölskyldumálefni og líknarmál hafa skipað mikið rúm á verkefnaskrá félags- ins“ (bls. 38). Þessi áhugamál lýsa sér ekki síður í starfi flokks- kvenna í borgarstjórn og á þingi: í kafla, þar sem sagt er frá tillögum og ræðum Hvatarkvenna á þeim vettvangi, verða fyrir vali þeirra t. d. frumvarp um niðurfellingu gjalda á heimilistækjum, um orlof kvenna, um jafnréttis- lögin. (Sjá bls. 150—166) Tillögur og frumvörp, sem varða atvinnumál snerta ekki síst þátttöku kvenna í breyttu samfélagi, sbr.: „en við hljótum að setja samfé- laginu það markmið að veita konum og körlum sömu möguleika til að standa jafnfætis án þess að velferð barna, aldraðra og sjúklinga verði fyrir borð borin.“ (bls.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.