Vera - 01.12.1982, Qupperneq 29

Vera - 01.12.1982, Qupperneq 29
ÚR KVENNASÖGUSAFNINU „Páll Vídalín setti þíng at Skridu í Hörg- árdal föstudaginn næstan eptir páskahátíd, ok dæmdi þar til dauda Sigrídi Vigfúsdótt- ur úr Reykjadal nordan fyrir barnamord, var henni drekkt hinn næsta dag í kílnum út ok nidr undan Mödruvöllum. Halldór Einarsson sýslumadr dæmdi Olafi Sveins- syni í Saurbæ útlegd af landi, er rádit hafdi Sigrídi Vigfúsdóttur, þá hún var vinnukona hans, at fyrirkoma barni sínu .... Arni hét madr Bjarnason, Grímssonar smids í Vidvík, hann bjó í Keldunesi nordr, hann var bródir Ingibjargar, konu Jóns prests Gíslasonar í Saurbæ, gat hann bam vid þeirri konu, er Kristín hét Halldórs- dóttir, ok var systir konu hans, en af því at líf lá vid, ok annar fékkst til til at játa fad- ernit, þá gekk sá undir; fékk Halldór sýslu- madr Einarsson grun, ok gekk fast á Árna; hann neitti fyrst, þar til er sýslumadr hét hönum frelsi, þá medgekk hann, ok reid sídan med hönum viljugr til þíngs; var þíng fjölmennt, ok mörg stórmæli. Par var fyrst lesit konúngsbréf um lögréttumanna nefnd, ok annad, útgefit á Jegersborg, um leigu- lidarétt; þvínæst var dæmd ok tekin af Kol- finna Asbjarnardóttir úr Kjósarsýslu fyrir dulsmál, en Salomon Hallbjarnarson ok Oluf systurdóttir hans úr Snæfellsþingi fyrir barngetnad sín á milii. Skotit var á frest útlegd Olafs Sveinsson úr Þingeyarsýslu. Sumarlidi Eyríksson ok Ragnhildr, bróður- dóttir hans, voru dæmd ok líflátin fyrir barngetnad sín á rnillum, þau voru úr Strandasýslu; en er kom til um Árna Bjarn- arson, ok hann var spurdr í lögréttu um faderni barnsins, er Kristín Halldórsdóttir hafdi alit, bad hann um svarafrest til morg- uns, ok fekk hann, ok gekk laus: kom hann at ákvedinni stundu, ok kvadst vera med sönnu fadir: þá budu sumir yfirmenn hön- um, at mæla fyrir hann vid konúng, en hann neitti því, ok kvadst heldr vilja deya fyrir synd sína enn lifa, mælti hann þat med allri stillíngu ok óklökkvandi, ok furdadi menn hugprýdi hans. „Þriggja bæna mun eg beida,“ sagði hann: „er þat fyrst, at eg sé frjáls ok járnalaus, mun ek ei um hlaupast; þat annat, at snaudir menn fái klædi mín, en eigi bödullinn; ok hid þridja, at líkami minn fái leg at kyrkju“; var hönum því heitit; sídan gekk hann af lögréttu at heyrdum dómi, ok lagdi sig á höggstokk- inn, ok vard vid sem bezt, ok fannst mönn- um mikit um. Kristín, barnsmódir hans, var ei þíngfær, ok var henni drekkt seinna í héradi.“ Eða í stuttu máli: 1. Kona deyðir barn sitt og henni er drekkt, faðirinn, Ólafur Sveinsson, hafði Iagt á ráðin um að fyrirkoma barni sínu. 2. Sifjaspell. Giftur maður á barn með systur konu sinnar. Neitar, meðgengur síðar, hálshöggvinn á Alþingi (og furð- aði menn á hugprýði hans). Barnsmóð- irin var ekki þingfær, og því drekkt heima í héraði. (Barnið hefir kona Árna efalaust orðið að annast). 3. Dæmd og tekin af fyrir dulsmál Kol- finna Ásbjarnardóttir. 4. Tekin af fyrir sifjaspell Salomon og Ólöf systurdóttir hans. 5. Frestað máli Ólafs Sveinssonar, sem hlotið hafði dóm í héraði um útlegð af landi. 6. Dæmd og líflátin fyrir sifjaspell Sumar- liði og Ragnhildur bróðurdóttir hans. Að lokum er eitt dæmi frá 1703, sem er furðu fróðlegt: „Katrín Þorvarðsdóttir úr sýslu Jóns Sig- urðarsonar í Einarsnesi, var dæmd fyrir dulsmál, og henni drekkt á alþingi, en þó var kallað hún hefði verið ei með fullu ráði um þann tíma. Barnfaðir hennar slapp, hann hét Auðunn Sigurðarson, systursonur Sigurðar lögmanns, ok bar hún hann undan [þ. e. bjargaði honum].“ HEIMILDIR: Fyrir utan árbækur Espólíns eru heimildir þess- ar: Lovsamling for Island, 1. bindi, og Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 17. árg. 1896. Þáttur úr sögu íslands á síðari helming 16. aldar eftir Þorkel Bjarnason. / síðasta tölublaði Veru urðu þau leiðu mistök að myndatextar féllu niður á nokkrum stöðum. Vera biðst afsökun- aráþví.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.