Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 31

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 31
forinni í dimmum garðinum, hjartað barðist og ég var að deyja úr hræðslu. Ég veit hvernig veiðidýrinu líður þegar verið er að elta það. Ég reyndi að fela mig. Hann fann mig. Eitt kvöldið faldi ég mig í gamla bílnum hans bakvið húsið. Ég lá í hnipri á gólfinu og baðst fyrir. Hann kom upp að bílnum. Ég heyrði í honum — heyrði hann opna dyrnar. Hann dró mig út og inn í húsið. Svo hrinti hann mér niður á stól og sagði, „Pú situr þarna þangað til ég segi þér að færa þig.“ Hann settist niður rétt hjá mér og fór að kalla mig öllum illum nöfnum. Hann sagði að ég ætti að viðurkenna að það væri satt sem hann sagði. „Þú veist að þú ert helvítis drullumeri. Ha? Hvers vegna svar- arðu mér ekki? Svaraðu mér eða ég slæ hausinn á þér niður í maga.“ Ég þagði. „Fituhlussa! Pussa! Hvers vegna viðurkennirðu það ekki? Segðu það!“ Ég sat og grét og hann sló mig í andlitið. Svo spurði hann aftur. Loksins sagði ég, „Jáh.“ „Já hvað? Hvað ertu?“ „Ég er það.“ „Hvað? Segðu það!“ ,,Ég er helvítis drullumeri." Eftir því sem æðisköst Mickeys urðu tíðari urðu foreldrar hans tregari til að hjálpa Francine. Berlin gaf í skyn að hún ætti ekki síður sök á þessu en Mickey, að hún egndi hann til við sig. „Það þýðir ekkert fýrir þig að hlaupa hingað framar,“ sagði hann við Francine. „Fjandinn hafi það, þu verður að sjá fram úr þínum málum sjálf. Ef þú hagaðir þér almennilega mundi hann gera það líka!“ Flossie var Berlin sammála um að Mickey myndi ekki „æsa sig svona upp“ ef Francine væri honum betri eiginkona. Francine hafði aldrei geðjast að Berlin. Henni fannst hann smásálarlegur og grimmur. Hann gaf börnunum utanundir fyrir smáyfirsjónir og níska hans var hreint ótrúleg. Henni fannst Flossie hafa svikið sig en Francine hafði reynt að vera henni góð tengdadóttir. Nú lét Flossie sem hún sæi ekki þjáningar Francine en tók Mickey ævin- lega opnum örmum og stjanaði við hann á alla lund. Francine vissi að í raun og veru gátu Berlin og Flossie lítið meira gert en hún sjálf þegar Mickey fékk æðiskast. Berlin var kominn á sextugsaldur, hafði fengið lungnaþembu og orðið að hætta í verk- sntiðjunni. Hann var heinia við nema hvað hann fékk stundum íhlaupavinnu. Hann hafði verið stoltur af því hvað hann var harður af sér en þegar kraftarnir fóru að gefa sig varð hann bitur. Francine vissi að hann vildi ekki viöurkenna að hann stóðst syni sínum ekki Iengur snúning. Þegar ástandið var sem verst fannst Francine að hvergi væri neina hjálp að fá. Mickey var alltaf með bíllyklana í vasanum. Ef Francine ætlaði að taka upp símtólið reif hann það af henni. Og það var óhugsandi að banka upp á hjá nágrönnunum. Hún var ofurseld Mickey. Klukkustundum saman gat hún ekki annað en skotið sér undan höggunum, beðið um vægð og þraukað og vonað að kvalræðinu linnti. Hugsanirnar þyrluðust um í höfðinu á henni. „Ég fer í fyrramál- ið. Einhvern veginn kemst ég í burtu. Ég get ekki látið hann gera mér þetta aftur. Ég fer burtu.“ Mickey sá alltaf hvað hún var að hugsa. „Þú skalt ekki halda að þú getir farið frá mér, merin þín. Aldrei! Þú losnar aldrei nokkurn tíma við mig! Ég skal finna þig hvert sem þú ferð og þá verður aldeilis sjón að sjá þig. Ég skal drepa þig hægt og rólega. Ég skal drepa þig, helvítis pussan þín!“ Mickey endurtók þessi orð hvað eftir annað þangað til hann hafði hamrað þau inn í hana. Hann virtist hafa sérstaka ánægju af þessu. Stundum bætti hann við, „Láttu þér ekki detta í hug annað en að ég drepi þig. Mér er andskotans sama hvað verður um mig. Ég hef engu að tapa.“ Eftir því sem mánuðirnir liðu og pyntingarnar héldu áfram fór Francine að finna til undarlegrar vanlíðunar. Henni var óglatt. Stundum var hún lystarlaus en stundum svo banhungruð að hún borðaði þangað til hcnni lá við að kasta upp. Hún fann til and- þrengsla, fannst hún vera að kafna og hún gæti ekki dregið andann nógu djúpt. Hún fékk ákafan hjartslátt og hana sundlaði, jafnvel þegar hún lagðist fyrir. Henni datt í hug að kannski væri hún komin með krabbamein. „Ég ímyndaði mér að ég mundi deyja ógurlegutn dauðdaga og þá ættu börnin ekki neinn að nema Mickey!" Hún varð líka fyrir sálrænum breytingum. Francine hafði alltaf verið mannblendin en nú fór hún að óttast fólk. Áður hafði henni fundist hún lagleg en nú fannst henni hún vera ljót, óaðlaðandi og heimsk. Hún forðaðist að tala við nágrannana þegar hún mætti þeim á götúnni. Ef hún sá einhvern sem hún þekkti þegar hún var að versla leit hún í aðra átt. Hún hélt að allir í Dansville hlytu að fyrirlíta hana fyrir þá niðurlægingu sem hún bjó við. Hún var hrædd við að fara út úr húsi eða aka bíl. Henni fannst hún ekki ráða við neitt og vera hjálparvana á allan hátt. Hún bað Mickey

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.