Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 36

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 36
fórnarlamb kerfisins, að veilan búi einnig með móðurinni, að í raun og veru séu allir haldnir veilunni að meira eða minna leyti í samfélagi mannanna, því hugmyndir okkar og veruleiki eru meira og minna formaðar til þess að passa inn í ramma spilaborgar- innar. „Ég skildi að fólk umhverfis mig bjó í spilaborg og fæstir gerðu sér grein fyrir því,- Þjáningarbræður og systur. Ég sem hélt að ég væri ein í heiminum, óheilbrigð ófreskja" (183). Hún kemst að því að í málinu eru mörg orð sem hún bókstaflega getur ekki sagt. Orð eins og kúkur og rass, hvað þá rassgat. Hún skilur allt í einu að þessir hlutir m. a. hafa verið fjarlægðir úr veruleika hennar, þeir eru hreinlega ekki til. Hún hefur blátt áfram lifað rasslaus alla sína ævi, kona komin hátt á fertugsaldur. Orð eru til alls fyrst og ef ekki eru til orð yfir ákveðna hluti eða ef orðin sem eru til eru Ijót, þá er hugtakið annað hvort ekki til eða það er ljótt. Pessi uppgötvun er mjög mikilvæg. Allt í einu skilur hún að tungumálið er líka njörvað niður af ákveðnum hefðum og við- horfum. Tjáning með orðum verður ógern- ingur ef þau geta ekki tjáð persónulega reynslu og viðhorf notandans. Nú byrjar ný barátta og leit að tjáningarformi sem hentar henni. Smám saman getur hún nálg- ast málið fordómalaust á sinn persónulega hátt, hún finnur orð sem hún getur tjáð sig með. Hún finnur lausnarorðið. Samtímis því sem hennar eigið tjáningarform breytist og þróast, verður auðveldara fyrir hana að sjá í gegn um hefðbundnar skilgreiningar og kreddur sem gegnsýra tungumálið. Sjálfsmynd hennar gerbreytist, nú getur hún tjáð og þess vegna skilgreint sig, hlut- verk sitt og allt það sem felst í því að vera kona. Því meira sem kemur í ljós því víðara og óhugnanlegra verður samhengið: „...., borgin sem ég hélt að hefði hrunið stóð enn á traustum grunni! Það var ekki fyrr en nú sem ég áttaði mig á að ég hafði eiginlega aldrei lesið blöðin, hlustað á fréttirnar, að ég hafði Iitið Alsírstríðið sem raunalega sögu, átakanlega þjóðarsögu á borð við sögu Forngrikkja. Og hvers vegna? Vegna þess að ég hafði ekki neinu hlutverki að gegna í þessu samfélagi sem ég var fædd inn í,....Engu öðru hlutverki en að eign- ast drengi til þess að viðhalda stríðinu og stjórninni og stúlkur svo þær geti fætt drengjunum drengi. Prjátíu og sjö ára algjör kúgun. Þrjátíu og sjö ára samþykki fyrir misrétti og óréttlæti án þess svo mikið sem depla auga, án þess að koma á það auga.“ (195) En á þessu stigi málsins hefur hún öðlast svo mikinn styrk að ekkert fær stöðvað hana, ekki einu sinni þessi hroðalegi sann- leikur. Hún heldur ótrauð áfram sínum miskunnarlausu rannsóknum og loks stendur hún á svo föstum grunni að hún getur snúið sér að börnum sínum og manni; nú getur hún haldið vinnu sinni áfram mcð þeim, þau fara að gegna mikilvægu hlut- verki í sögunni. „Það var ærið verkefni. Allt var gegnsýrt af blekkingu og lygum. Hin hversdagslegustu orð og látbragð voru grímur, grímubúningar, leikaraskapur. Og hvað var orðið af ímyndunaraflinu? Búið að ganga af því dauðu! Jafnvel ímyndunar- afl barnanna var næstum horfið til að rýma fyrir hinu tilbúna ímyndunarafli sem þau voru mötuð á í skólanum og heima. Með því að tala við þau eins og ég gerði, klæða þau eins og ég gerði, með því að lifa eins og við gerðum, hélt ég lögum mínum og regl- um, hugmyndum og smekk að þeim........... Það var þeirra vegna að ég byrjaði að læra upp á nýtt að ganga, tala, skrifa, lesa, reikna, hlæja, elska, leika. Það var ótrúlega spennandi, dagarnir voru alltof Ifjótir að líða. Öllu var umturnað. Allar dyr opnar upp á gátt! Búið að höggva á alla hnúta! HVÍLÍK HAMINGJA! í þetta skipti hrundi spilaborgin til grunna.“ (198) Þó svo að það sé ótrúlega sársaukafullt ferli að sjá í gegn um spilaborgina og horf- ast í augu við kaldan raunveruleikann, þá hefur mikill sigur unnist með því. Spila- borgin hrynur og hin meðvitaða barátta hefst, sem er í sjálfu sér einhvers konar frelsun, því óvinurinn er orðinn áþreifan- legur, þekkt stærð, sem hægt er að takast á við á kerfisbundinn hátt. Ingibjörg Hafstað (Ingibjörg kennir norsku og rússnesku viö Menntaskól- ann í Hamrahlíð og bókmenntir viö Háskólann. Hún hefur ekki gaman af aö elda.) Jóhanna Sveinsdóttir: ,,Matur er mannsins megin“ Svart áhvítu 1982. „Matargerð þjóðanna er áreiðanlega eina vitnið um menningu þeirra". Þessi orð hefur Jóhanna Sveinsdóttir eftir Marcel Rouff í inngangi að bók sinni „Matur er mannsins megin“, sem kemur út þessa dagana. Hvað sem sannleiksgildi þessara orða líður, er bók Jóhönnu enn eitt ánægjulegt dæmið um vaxandi áhuga fólks hér á landi á því að njóta góðs matar og leita nýrra leiða í eigin matargerð. Hér er sem sagt á ferðinni bók um matargerð, en eins og ýmsum er kunnugt, eru þetta ekki fyrstu skrif hennar um það efni — Jóhanna hefur séð um fastan matardálk Helgar- póstsins, Matkrákan, um nokkurt skeið mörgum til gagns og gamans. í bókinni, sem ber undirtitilinn „Ein- faldar uppskriftir, holl ráð, fróðleíkur og skemmtan í dagsins önn" er að sögn höf- undar að finna slangur af uppáhaldsréttum hennar. Kaflaskipti bókarinnar miðast við hefðbundnar máltíðir og fyrsti kaflinn er um brauðbakstur. í honum eru 9 girnilegar uppskriftir og er það vel, því margir hafa snúið sér að því að baka brauð heima þegar indæl grófbrauð bakaranna hækka óhóf- lega. í upphafi morgunverðakaflans er eft- irfarandi haft eftir Adelle Davis: „Á morgnana skaltu borða eins og kóngur, í hádeginu eins og prins, en eins og öreigi á kvöldin". Ekki verður sagt að Jóhanna fylgi þessu alveg bókstaflega, því kvöld- veröurinn hennar trúi ég muni koma við pyngju margra, þótt þar sé þó vissulega ekki eintómt bruðl á ferðinni. En Jóhanna fylgir þessu ráði að því leyti að morgun- verði, hádegisverði og brauði (brauð er mikilvæg uppistaða þessara máltíða) er ætlað meira rúm í bókinni en oftast gerist í matreiðslubókum. Vonandi verða heilsu- pönnukökur og dúndurmusl Jóhönnu til þess að margir láti af þeim ljóta sið að sleppa morgunmatnum, því eins og höf- undur segir réttilega er hann mikilvæg undirstaða dagsins, hvort sem deginum er varið í nám, skurðgröft, ritstörf eða annað. Jóhanna kemur víða við í umfjöllun sinni um hádegisverð; þar eru holl ráö handa þeim sem skýst heim en hefur lítinn tíma, hvatning til heimavinnandi fólks um að borða holla máltíð. Kaflanum lýkur með skrifum um nesti og er þar réttilega bent á það hneykslanlega ástand að fæst skóla- börn búa við mötuneyti þó eldri börn séu í skólanum meira og minna allan daginn. (Eitt af því sem Kvennaframboðið vill láta bæta úr.) Helstu kostir þessarar bókar finnast mér felast í því efni sem hér hefur verið minnst á, því seinni hluti bókarinnar er viðaminni og ekki eins nýstárlegur. Á ég þá sérstak- lega við aðalrétti og eftirrétti, kaflinn um súpur ber þess merki, sem koma fram ann- ars staðar í bókinni, að höfundur virðist hafa sérlegt yndi af góðum súpudiski. „Matur er mannsins megin“ er skemmti- leg bók aflestrar, stíllinn léttur og óþving- aður. í upphafi hvers kafla er að finna ýms- an fróðleik um efnið, þá er lléttað saman líflegum frásögnum af uppruna matvæla, upplýsingum um næringargildi o. s. frv. í óbundnu sem bundnu máli. Jóhanna lætur sér ekki nægja að gefa lesendum góð ráð heldur fullvissar hún okkur um að ekki muni okkur verða illt af matnum, sem er auðvitað mikils virði. Þannig segir hún t. d. í lok leiðbeininga um þrætueplasalatið: „Ég get fullyrt að eplabitarnir í þessum rétti munu áreiðanlega ekki standa í hálsi ykkar eins og hjá Mjallhvíti forðum og þar af leiðandi verður engin þörf fyrir prins á hvítum hesti... nema e. t. v. til að þvo upp öll ílátin, sem þið hafið atað út!“ Ekki amalegt ef hann birtist prinsinn sá! Frágangur bókarinnar er góður og hún er fallega myndskreytt, prentuð á vandað- an pappír. Uppsetning er skýr og það er mikill kostur að undirbúningstíma er getið við hvern rétt. (Vonandi er sá tími réttur, svo ekki fari eins og um daginn, þegar ég

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.