Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 37

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 37
var að sjóða niður rauðvínssósukraftinn. Pað átti að taka 10-15 mínútur samkvæmt danskri bók en tók 60 mín. En það tókst nú samt að hafa allt tilbúið í tæka tíð því aldrei þessu vant hafði ég byrjað með góðum fyrirvara.) Snúum aftur til bókar Jóhönnu. Efnis- yfirlit hefði mátt vera betra, því heiti sumra rétta gefur ekki alltaf næga vísbendingu ef leitað er að snjallri hugmynd til að nýta ákveðið hráefni. Auglýsingar eða ekki — mér hefði þótt rétt að hafa myndatöku þannig að t. d. víntegundir sæjust ekki. Og hvað er Helgarpósturinn að gera þarna við hliðina á lokkandi kotasælunni á bls. 49? Að vísu lesa margir blöðin meðan þeir borða, en .... Málfar hefði mátt vanda að- eins betur, þó höfundi sé greinilega annt um það. M. a. koma fyrir einstaka sinnum orð, sem enn hafa ekki hlotið náð fyrir augum undirritaðrar (né finnast í Orðabók Menningarsjóðs). Ég er auövitað algjör leikmaður á þessu sviði og því e. t. v. kontin út á hálan ís hér... Kannski er mál að linni. Mér finnst þetta góð bók, sem örugglega mun hressa margan í skammdeg- inu. Svart á hvítu gefur út, myndir eru eftir Ásrúnu Matthíasdóttur og höfund. Guðrím Kristinsdóttir. (G. K. cr félagsráðgjafi og yfirmaður fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar R.víkur, og hefur gaman af að elda mat.) Alfrún Gunnlaugsdóttir: Af Mannavöldum Mál ogmenning, 1982. Undirtitill bókarinnar AF MANNA VÖLDUM er: „Tilbrigði um stef“. Bókin er samsett af 9 þáttum, sem allir eru byggð- ir upp í kringum sama stefið, valdbeitingu af einhverju tagi. Valdbeitingu einstaklings gagnvart öðrum einstaklingi. Valdbeitingu í skjóli hervalds, í skjóli húsbóndavalds o. s. frv. Ef frá er talið þctta stef, má segja að lítið annað sé sameiginlegt þessum 9 þáttum. í hverjum þætti kemur fram nýtt sögusvið og nýjar persónur. Til að gefa nokkra hug- mynd um þetta má nefna að sögusviðið er ýmist ísland, Spánn, Frakkland, Sviss eða jafnvel Túnis. En það er ekki einungis sögusvið og per- sónur sem taka breytingum, heldur og frá- sagnartæknin. Það er, að mínu mati, einn sterkasti punktur bókarinnar hve mikið vald Álfrún hefur á ólíkum frásagnarhátt- um. Innan hvers þáttar er oft og iðulega skipt um sögusvið og farið fram og aftur í tíma. Þannig er frásögnin brotin upp og les- andanunt gert að raða brotunum saman í heilsteypta sögu. Þetta má sjá í t. d. II., V. og VII. þætti. Með þessu er Álfrún kannski að reyna að líkja eftir lífinu eða eins og segir í bókinni: Á öllum frásögnum er skipulag; ákveðin tengsl milli persóna og viss samræming í atburðarás. Þessu er öðruvísi farið í líf- inu. Minningarnar eru gloppóttar, sjald- an nema smábrot, skyndimyndir á stangli. (bls. 109) Annar frásagnarháttur kemur fram í 1. þætti. Þar gengur frásögnin í hring þannig að fyrsta setningin er beint framhald af þeirri síðustu. Sú frásögn er líka í beinni samfellu. Enn eitt dæmi um frásagnarhátt er VIII. þáttur. Þar er byggð upp spenna með því að tala unt „það“ og „þetta" án þess að gefið sé upp unt hvað verið sé að ræða, fyrr en seint í frásögninni. Annar sterkur punktur bókarinnar er stíllinn. Hann er einfaldur og knappur. Stuttar, hnitmiðaðar aðalsetningar og engar málalengingar. Aldrei er um ágengni sögumanns að ræða, heldur þvert á móti er lesandanum gert að lesa milli línanna og fylla út í eyðurnar sem felast í stílnum. Þessi stílnotkun getur verkað mjög sterkt á lesandann, eins og t. d. í I. þætti: Það var kippt í handlegginn á henni. Byssan. Hann ætlaði ábyggilega að skjóta. Hún hljóp. Kannski var hann á hælunum á þeim. Hún datt. Sterk hönd togaði hana á fætur. Byssan. (Bls. 14) Ekki eru notuð nein lýsingarorð til að lýsa ótta stúlkunnar við hermanninn, í þessum kafla. En hann kemst engu aö síður vel til skila. Sífellt er skipt um sjónarhól í frásögnun- um. Fyrir kemur t. d. sjónarhóll ungrar stúlku, sjónarhóll reynds föður og oftar en einu sinni er um sjónarhól barna að ræða. Vel væri hægt að tala um kvenlegan sjónar- hól í mörgum tilvikum. Til dæmis í I. þætti þar sem lýst er óskilgreindum ótta við her- manninn. Eða í VI. þætti þar sem lýst er á nærfærinn hátt ólíkum flótta nokkurra kvenna frá raunveruleikanunt. Eða þegar lýst er nánu vináttusambandi kvenna eins og í II. og IX. þætti. Viðfangsefni Álfrúnar eru hverjum manni viðkomandi. En þótt svo sé má næsta undarlegt heita að þau séu nýjung í íslenskum skáldskap. Það felst kannski í því að Álfrún hefur sig upp úr því sem kalla mætti íslenskan raunveruleika og gefur þannig sögunum víðtækara gildi. Hingað til hafa jú aðalviðfangsefni íslenskra rithöf- unda nútímans, verið svokallaður íslenskur raunveruleiki. Álfrún hefur djúpa samúð með börnum og fullorðnunt sem eiga við erfiðleika að glíma. En hvers konar valdbeiting er henni á móti skapi. Þessi fyrsta, en vonandi ekki síðasta, bók hennar er uppbyggð á mörgum sterkum punktum, s. s. viðfangsefni, stíl og frásagn- artækni, sem saman mynda að mínu mati, eina sérstæðustu og athyglisverðustu bók sem komið hefur út nú á seinni tímum. Soffía Auður Birgisdóttir Soffía Auöur Birgisdóttir er nemandi í almennum bók- menntafræöum viö Háskóla íslands. Svava Jakobsdóttir: Gefið hvort öðru. Iðunn, 1982. ,,Gefið hvort öðru ...“ heitir nýútkomið smásagnasafn Svövu Jakobsdóttur, sem hefur að geyma níu sögur. Nokkur ár eru liðin síðan síðasta bók Svövu kom út og því vekur það áhuga og gleði hjá stórum les- endahópi hennar að finna þetta smásagna- safn mitt í öllu jólabókaflóðinu. Það er ekki nokkur leið að lýsa þessum níu sögunt í stuttu máli, eða segja um hvað þær eru. Til þess eru sögurnar og margræð- ar, því það sem í fljótu bragði virðist smá- vægilegt atvik verður í höndum Svövu og huga lesanda að margbrotnu lykilatriði sem túlka má á ýmsa vegu. Aftan á bókarkápu segir að sögurnar miðli „flestar reynslu og skynjun kvenna.“ Svava hefur sagt að rit- höfundur sent vilji ná árangri hljóti alltaf að verða að vera trúr reynslu sinni. Því miðla sögurnar allar okkur lesendum af reynslu og skynjun Svövu, sent með listrænni úr- vinnslu hennar birtist okkur í þessum sög- um hvert sem viðfangsefni þeirra er. Þessi reynsla er oft sameiginleg, en fáum hefur tekist að tjá hana svo vel sem Svava gerir. Konur eru aðalpersónur í flestum smá- sagnanna. Konur, ungar og gamlar, í ýms- um stéttum og búa þær við ntismunandi að- stæður. Við getum ef til vill ekki þekkt okkur sjálfar í sérhverri þessara kvenna en samt segja þær okkur margt um líf okkar, hugsun og aðstöðu, hver á sinn hátt. Til þessa beitir Svava margs konar tækni, til dæmis aðferð fantasíunnar, sem við þekkj- um úr ævintýrunum, þar sem allt getur gerst og hið óvenjulega og ómögulega verður alveg sjálfsagt. Þessu beitir Svava m. a. í fyrstu sögunni „Gefið hvort öðru . ..“ þar sem segir: Móðir hennar hafði einu sinni trúað henni fyrir því að nokkuð hefði sér fundist erfitt í fyrstu að hafa tvö höfuð. Pau höfðu þvælst hvort fyr- ir öðru, jafnvel deilt harkalega stundum því að bœði vildu snúa fram en það var náttúr- lega ekki hœgt, enda óþarfi þar sem þau væru sjaldnast ávörpuð í einu. Nema þá á opinberum skrifstofum.“ Þessi tækni ásamt íroníu, háði, sem Svava beitir oft, gerir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.