Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 2

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 2
VERA 1/1983 FEBRÚAR Einu sinni — og e. t. v. enn þá, varð konum á að segjast vera ,,bara húsmœður“ þegar þcer voru inntar eftir starfi sínu. Þó vitum við allar hversu veigamikið starf það er að reka heimili, annust börn og fullorðna, sjá um þrif og mats- eld og hvað það nú allt satnan er, sem húsfreyjur hafa á sinni könnu. Aukin tækni hefur létt þessi störf og stytt vinnutímann. Breytt viðhorf hafa dregið úr þeirri yfirdrifnu samviskusemi, sem þrúgaöi tnurgar húsmœður. Breytt viðhorf hafa einnig orðið til að hvetja suma húsbcendur til að ganga til verkanna heitna hjá sér. En hvorki uukin tœkni né breytt viðhorf tnunu nokkru sinni draga úr ábyrgðinni, sem hvílir á burðarási heimilislífsins, hvort sem hann er karl eða kona. Þetta vitum við allar. Hiismóðurstarfið er ábyrgðarstaða og lœrdómsrík staða, sem óþarft er að fyrirverða sig fyrir. En e. t. v. er það ekkert skrýtið, þótt erfitt sé að lelja sjálf- um sér trú utn að svona sé — því sturfsreynsla húsmóður er ósköp lítils metin, raunar vanvirt oft á tíðutn. Kona, setn leitar eftir nýju starfi utan heitnilis, eftir að hafa varið áratugum til húsverka og umönnunar fjölskyldu, kemst Ijótt að raun um, að sú reynsla er ekki talin til tekna á vinnumarkaðinum. Þetta er nokkuð, sern Kvennaframboðið sér drjúgar ástœður til að ráða bót á. Þess vegna liajá fulltrú- ar þess í borgarstjórn lagt þar frarn tillögu, sem felur í sér að húsmóðurstörf verði metin til jafns við önnur störf í kjara- sumningum borgarstarfsmanna. Eins og tnálum er þar hátt- að núna, kemur starfsreynsla á hvaða sviði sem er til góða í kjörum opinberra starfsmanna. Á hvaða sviði sem er, NEMA húsveekasviðinu. Það munar launaflokkurn hafir þú starfað sem sendill, sölutnaður eða hvað sem er í vissan ára- fjölda. En hafir þú ,,bara“ verið húsmóðir svo árum skiptir, þá ertu ekki talin hafa neina starfsreynslu! Slíkt er mat vald- hafa á þeitn verkutn, sem við vinnum heitna fyriri Samþykkt tillögu Kvennaframboðsins myndi fela í sér aukna og réttmæta virðingu fyrir þeim störfum, sem konur inna af hendi heima fyrir. Hún myndi fela í sér endurmat á veigatnikilli vinnu og viðurkenningu á því að sú vinna ketnur þjóðinni til góðs engu síður en önnur vinna. Það yrði höfuð- borginni til mikils sóma, ef hún hefði frumkvœði að slíkri viðurkenningu. Ms Útgefandi: Kvennaframboðið í Reykjavík, Hótel Vík sími 22188 og 21500 Ritncfnd: Elísabet Guðbjörnsdóttir Hlín Agnarsdóttir Kristín Jónsdóttir Magdalena Schram Sigurrós Erlingsdóttir Kristíti Sigurðardóttir Útlit, forsíða: Hildigunnur Gunnarsdóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir Þóra Sigurðardóttir Forsíðumynd: Svala Jónsdóttir Auglýsing og dreifing: Guðrún Alfreðsdóttir Á by rgöarmaður: Kristín Jónsdóttir Setning og prentun: Prentsmiðjan Hólar h.f. Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna Kvennaframboðsins í Reykjavík. LANDSBCKASAfN 378203 ÍSIANOS Ath.: Frá og með þessu tölublaöi er áskriftarverö Veru kr. 40.- Lausasöluverö er kr. 50.-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.