Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 3

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 3
Kæra Vera. Það var einhver sem óskaði eftir nratar- uppskriftum í síðasta blaði. Ég spyr til hvers? Er ekki komið nóg af þessari góm- sætu byigju í bili? Bókamarkaðurinn og öll dagblöðin, annað hvert tímarit og önnur hver manneskja eru gangandi matarupp- skriftir. Ég get ekki hugsað mér að nýtt tímarit kvenna eyði plássi í dekur við bragðlaukana. Hinsvegar finnst mér alltaf hálf atakanlegt hversu bágstaddar við konur erum, þegar kentur aö öllu sem lýtur tækni. Ég á bíl, gamla yndislega druslu, sem ég elska. þrátt fyrir skortinn á þægilegheit- um, 1 óveðrinu mikla varð ég mér til hábor- innar skammar, fór á druslunni á sumar- dekkjum í hringavitleysuna á götum borg- arinnar. Ekki nóg með það, ekkert vara- dekk og enginn tjakkur fyrirfannst í bíln- um. Oft hefur mér fundist þetta mjög sjarmerandi og kannski pínulítið kvenlegt. En í óveðrinu fékk ég nóg. Mér finnst að Vera gæti haft meira af verklegum lýsing- um um ýmis tæknileg atriöi á heimili og í sambandi við bíla, sem við konur getum lært af. Viö megum ekki afsaka okkur með því að við séum konur og viö höfum aldrei lært neitt í sambandi vö tækni. Ef við höld- um því áfram, þróast tæknin aðeins í hönd- um og heilum sérfróðra karlmanna. Og gleymum ekki að þaö felst vald í tækni- þekkingu. Annars vil ég hvetja lesendur blaðsins til að láta heyra í sér og ég sting uiip á að þaö verði alltaf eitt horn af spaugi í hverju blaði. Það vill því miður oft brenna viö aö frásagnir og skrif kvenna séu þrung- in einhverju píslarvætti og sjálfsmeð- aumkvun. hvar eru allar fyndnu hliðarnar á því aö vera kona? Kærar kveöjur Hrafnhildur Agnarsdótt- ir, ein á lekum voffa. . ' !••!?: i. ,.. . , ; , r •* Kæra Vera, ég Sendi þér þessar línur fyrst og fremst til að sýna þér að.ég er lifandi, og að ég les þig með méstd ánægju og finnst þu alveg ágæt. Þættirnir þrír úr. kvemia- sögusalninu eru alveg frábærir, auðvitað Iróðlegir og skemmtilegir, en einnig rnikil- vægir vegna þess að í þeim sést svo vel ástæðan fyrir því að konur verða að berjast otrauðar fyrir rétti sínum, og fyrir breyttum viðhorfum ef ekki á allt að sitja í sama far- inu öld eftir öld. í þriðja tölublaði var ein- mitt sagt frá Drekkingarhylnum fræga sem ferðamenn skoöa gjarnan á þeim sögu- fræga stað Þingvöllum. En leiöir fólk hug- ann aö því að enn í dag eru þau viðhorf ríkjandi í landinu sem ollu því að konum var drekkt þarna í hylnum l'oröum. Hér á ég að sjálfsögðu við umræðuna um fóstur- evðingar. Enn í dag verða konur ófrískar án þess að vilja né geta alið börn sín, en nú geta þær, vegna læknavísindanna. komið í veg fyrir aö bera þær þjáningar og hörmung sem fylgir því að ganga með og ala barn sem þær. margra hluta vegna, geta alls ekki. En hvað segja ekki hinir fornfálegur og afturhaldssömu, jú þeir vilja taka af konum þeirra rétt til að ráða málum sínunt sjálfar, eina neyðarúrræðið þegar allt ann- að bregst. þ.e. fóstureyðingu. Ég verö svo reiö þegar ég les í blöðunum allt þetta ömurlega ltjal gegn fóstureyðing- um aö ég gæti öskrað. Kæra Vera. ég vona að fleiri láti í sér Iteyra um þetta mál, kannski í lesendadálknum eins og ég. Og svo vil ég bæta viö að ég er ekkert hrifin af því aö þú farir að birta mataruppskriftir. notaðu plássið í annað, það er til nóg af metreiðslubókum og blöðum á markaðin- um, allt of mikið meira aö segja. Ég kveð þig að sinni. þín Elsa Kr. Hrafnhildur og Elsa — takk fyrir bréfin. Pví verður varht lýst, hverstt kátar við Veru- konur erum yfir þessu fjöri sem er að fœrast í bréfadálkinn! Pig, Elsa, getum við glatt með því að til- kynna, að nú er í undirbúningi sérstakur tœknidálkur fyrir okkur sem ekki kunnum að skipta um rafmagnsklœr, gera yið heim- ilistœki og vitum varla hvað á að snúa upp eða niður undir húddinu. Hvað varðar mataruppskriftir, þá er sá sannleikur sagna bestur, að við erum dálítið á báðum áttum með þær. Það er alveg rétt að fjölmiðlarnir fyllast nú óðum af bragð- laukadekri og finnst mörgum nóg um. Líka má segja sem svo að með því að birta mat- aruppskriftir, séum við að ítreka það, að við eigunt að halda okkur við pottana. Rökin með uppskriftum eru hins vegar þau, að það er mörgum okkar dágóð skemmtun að dunda við matargerð, matargerð er hluti af kvennamenningunni og engin ástæða til að láta kallana yfirtaka hana og gera að eigin. Og sumar benda á að mataruppskriftir, setn helst birtast opinberlega, séu fyrir fólk sem hefur óratíma til að kaupa inn og matreiða en taki of lítið mið af þeitn raunveruleika, sem flestar okkar búa við, svo sem tíma- skorti og auraleysi. Við höfum eiginlega ákveðið að hinkra við með matinn og erum að vonast eftir að þið látið í ykkur heyra hvað þetta varðar. Orðið er laust! Já — og í guðs bænum sendið okkur nokkrar fyndnar hliðar! Kæra Vera! Ég hef keypt 3 fyrstu tbl. (af þér) og œtla frá og með þessu tbl. að gerast áskrifandi. Ég þakka Ijómandi gott blað. Það er mikill léttir að fá eitt almennilegt kvennablað inn- an um öll tískublöðin og dönsku kvenna- blöðin sem m. a. eru full af slúðri um kóngafólk, leikara og annað fólk sem manni finnst að komi sér harla lítið við. Ég er nú satt að segja ekki ein af þeim sem oft dýfa penna í blek og læt álit mitt í Ijós í blöðum. En mér finnst Kvennafram- boðið gott framtak. Þótt seint gangi í jafn- réttisbaráttunni og við getum e. t. v. ekki vœnst þess að ástandið breytist á einni nóttu. þá finnst mér Kvennaframboðið gott kjafts- högg á helv... karlveldið. Ég hefalla œvi verið mjög ópólitísk og lítið leitt hugann að jafnrétti kynjanna þar til nú fyrir u. þ. b. 10 árum þegar ég 42 ára varð að fara út á vinnumarkaðinn og svo vakti nú Rauðsokkahreyfingin mikla athygli með öllu brambolti sínu. Ég giftist ung, átti börn og var heimavinnandi, hugsaði um bú og börn. Ég var sáitt við það, börnin voru ynd- isleg og ég var mjög heppin með eiginmann. Við lifðum svo sem engu kóngalífi en höfð- um það þó ágætt. En þegar ég var 42 ára jéll maðurinn minn frá og ég varð að fara út á vinnumarkaðinn. Min beið mikið áfall. Maðurinn minn liafði séð um alla skapaða hluti, greitt víxla o.þ.h. og ég var alveg eins og sauður hvað þau mál varðaði. En börnin mín, skólagengin, hjálpuðu mér mjög mikið. Það var erfitt að fá vinnu. Það vill enginn fertuga skruggu, bara ungar konur, augna- yndi. Manni finnst það nú ansi hart, að þeg- ar maður hefur goldið þjóðfélaginu það sem þess er, að þá sé hlutverki manns bara lokið. En ég œtla tiú ekki að vera að þreyta ykkur á þessu snakki mínu. En hvernig vœri að skrifa um þessi mál í Veru um „sérstöðu" kvenna yfir fertugt? Það er varla vitlausara en hvað annað? Við erum jú á besta aldri og kœrum okkur ekki um að leggja upp laupana strax. Með kœrri kveðju! Ein yfir fimmtugt.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.