Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 6

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 6
Þegur rítnefnd skólablaðs eins uf grunnskólum Reykjavíkur/ Hagaskólans bað Kvennaframboðið um grein, virtist liggja beinast við að fela fyrrverandi Hagaskólajnœr að verða við eríndinu. Magdatena Schram rifjaði upp unglingsárin eins og þatt voru i eina tíð, stelpurnar og strúkuna. Greinin er birt hér með góðfúslegu leyfi ritnefndar skólablaðsins og hefur niðurlagið verið stytt nokkuð. Einu sinni var ég líka í Hagaskólanum ... Þá var í tízku að hafa fölar varir. Ef ekki var til peningur fyrir alvöru varalit, mátti kaupa sinkpasta fyrir lítið í apótekinu. Stelpurnar í verzlunardeildinni notuðu eye-liner. Hann átti að ná út á gagnaugun. Svo var meik. Annaö hvort til að fela bólur eöa freknur eöa rjóðar kinnar. Eða bara einhvern voðalegan húögalla annan. Hárið var túberað meö stálgreiöu, sem hafði langt skaft. Þegar búið var að túbera og greiða yfir, var skaftinu stungið hér og þar inn í hárgreiðsluna til að lyfta henni. Margar áttu hárspray. Ódýrasta og vinsælasta sprayið var í Ijósbláum plastbrúsa, sem var kreistur eins og sítróna og þá sprautaðist stundum framan í stelpuna við næsta spegil. Þær, sem sprautuðu mcst, gátu farið í leikfimi án þess aö hárið eyöilegðist. Þetta var áður en Tampax kom til sögunnar og þess vegna voru alltaf nokkrar stelpur í pilsi eða óeðlilega síðum peysum svo bindið sæist ekki. Þ.e.a.s. þær, sem voru „byrjaðar". Stelpurnar vissu hverjar voru „byrjaðar" því þær gátu sagst vera fórfallaðar í leik- fimi. Það þótti dálítiö eftirsóknarvert að vera forfallaður í fyrsta bekk en ekkert tiltökumál í fjórða. Strákarnir þóttust sjá það á pilsunum og gerðu stundum grín að því svo stelpurnar roðnuðu. & 6 Það þótti líka öfundsvert í fyrsta bekk að hafa brjóst, en þau urðu að vera mátuleg. Þær, seni höfðu of stór brjóst, gengu bognar í baki. Sumar höfðu of lítil og notuöu bómull. Þegar litlu brjóstin byrjuöu að stækka, héldu stelpurnar töskunum í fanginu eins og á ungabarni til að enginn sæi vöxtinn. Þegar hringt var út í frímínútur, fóru sumarstelpur út að Háskóla- bíói til að reykja. Stubbarnir voru geymdir í pennaveskjunum á milli frimínútna. Sumar stelpur fóru inn á klósett til að laga á sér hárið og sumar húktu bara í gluggakistunum frammi á gangi, horfðu út í lottið og toguöu út úr sér tyggigúmmí. Þær þóttust allar vera aö pæla í einhverju ööru en strákunum. Strákarnir hölluðu sér upp aö veggjunum, oft á einum fæti með tærnar á hinum í krók viö hnésbótina og hendurnar langt ofan í vösunum. Sums staöar voru stelpur aö tala viö stráka, venjulegast vini þeirra, sem þær'voru skotnar í. því það þótti ekki ráðlegt að snúa sér beint aö „honum”. Það gat oröiö vandamál með „hann". T.d. þegar partý buðust. Það voru stelpurnar, sem héldu partýin, því þær voru að passa og máttu bjóða vinum sínum. Vandamálið var aö bjóða þeini rétta. Það var ekki hægt að hringja beint í strákinn, sem maður var skotinn í, heldur þurfti að koma skilaboðum eftir einhverjum krókaleiðum. Stundum tókst það —stundum ekki. En stelpa, sem talaöi mikiö við stráka, gat fengið á sig orö fyrir að vcra strákaflenna, jafnvel mella. Það þurfti því að þræða meðalveginn. Fara eftir reglunum. Og allt var háð reglum. Samskiptin við strákana, framkoman og útlitiö. Útlitið og klæðaburðurinn var eltingaleikur viö einhverja fullkomnun, sem blasti viö í bíó, í blööum og tímaritum. Strákarnir höfðu þessa fullkomnu fyrirmvnd á hreinu. Þeir hölluðu sér upp að

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.