Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 7

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 7
veggjunum og dæmdu: Pessi er of feit, þessi er of loðin á fótunum, þessi er með of langt nef. Stelpurnar reyndu að fara eftir reglunum. Þær máluðu yfir vankantana, klæddu af sér vöxtinn, breiddu yfir túrinn, biðu þess í eftirvæntingu að verða konur, en roðnuðu ef það sást á þeim. En það var alltaf eitthvað að. Of stór rass. Of lítil brjóst. Of lágt enni. Hárið of krullað eða of slétt. Þess vegna varð að fela frummyndina, breyta henni einhvern veginn. Ég var blind í öllum frímínútum í fyrsta bekk af því að ég vildi ekki fara með gleraugun fram á gang. Ein bekkjarsystir mín fór á sjúkrahús vegna næringaskorts eftir að hafa lifað á harðsoðnum eggjum í þrjár vikur. Hún var í megrun. Önnur svaf með toppinn límdan niður með cellotape til að venja úr honum krullurnar. Og enn ein svaf víst aldrei því hún fór alltaf í rúmið með rúllur. Hárið á henni var of slétt. Engin spurði: Hvaðan koma allar þessar reglur'? Hver bjó þær til? Hver gaf strákunum vald til að dænta'? Eða umhverfinu? Hvers vegna erunt við svona ósáttar við okkur sjálfar? Hvers vegna er frummyndin svona lítils viröi? Kannske var það ekkert skrýtið að engin spurði. Hvaða rétt höfðu stelpur svo sem til að spyrja — hvers virði voru þær svo sem, þær — sem engar kröfur uppfylltu? Hvað höfðu konur gert til að eignast þann rétt? Var einhver kvenhetja í sögunum. Guðrún Ösvífursdóttir olli dauða fjögurra karla. Hallgerður sent drap Gunnar. Vondar konur. Bergþóra lagðist nteð karli sínum til að ðeyja. Spurði einskis. Góð kona. Vegieg fyrirniynd. Var einhver saga eftir konu í sýnisbók bókmenntanna? Afrek honu í mannkynssögunni? Störf kvenna í skáldsögum? Hugsanir kvenna í ljóðunt? Skoðanir kvenna í stjórnmálasögunni? UppgötVr anir kvenna í vísindum'? Hvar voru konur? Hvergi. Hvers vegna? Vegna þess að verk þeirra og hugsanir skiptu ekki máli, voru einskis virði. Við veröum konur. Málum það, felunt það. breiðum yfir það, Það'? Það að vera öðruvísi en strákunum er þóknanlegt. Svo slitu þessar stelpur Hagaskólaskónum og fóru lengra út í lífið og hittu aðrar stelpur úr öðrum skólum. Þær veltu vöngunt, horfðu í kring um sig og veltu enn vöngunt. Þær komust að raun um að allt sem sagt er um stelpur, öll fyrirmælin, allar reglurnar, jafnvel fyrir- myndin stórkostlega, er skapað af einhverjum öðrum en stclp- unum sjálfunt. Þær skoðuöu það sem heitir þjóðarmenning og sáu að hún var sköpuð af öðrum en stelpum. Sköpuð af einhverjum, sem innir önnur störf af hendi, hefur önnur áhugamál, hugsar öðru vísi. Að allar þær mælistikur, sem umhverfið notar á manneskjuna, þessar mælistikur sem þær beygðu sig undir, eru sprottnar úr sant- félagi og menningu, sem þær og hinar stelpurnar í gegn unt aldirnar höfðu átt fjarska lítinn þátt í að móta. Og þær ákváðu að nú þyrfti að taka til höndunum. Sumar hittust í Kvennaframboðinu. Kvennaframboðiðerþeirrar skoðunar að konur og karlar séu jafn mikils virði og að þaö þurfi að breyta viöhorfum, stjórnfyrirkomulagi og skipulagi lifnaðarhátta okkar svo báðum kynjum sé gert jafn hátt undir höfði. Til þess að svo megi verða, þurfa konur að leita á vit þeirra kvenna, sem gerðar hafa verið ósýnilegar vegna þess að samkvæmt mælistiku karlanna voru þær ekki nógu góðar. Einhvern tíma skulu stelpurnar geta verið eins og þær vilja vera sjálfar, ekki eins og þeim er sagt að vera. Ms 1 &

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.