Vera - 01.02.1983, Page 8

Vera - 01.02.1983, Page 8
Iþróttir — drottinn minn dýri! Hefur nú ekki kvennablaö á borð við Veru nægu að sinna, sem skiptir okkur meira máli? Eru ókki blöð og tímarit, útvarp og sjónvarp fleytifull af íþróttum. Er ekki mælirinn full- ur? Kann að vera. En bíðum þó við. Hvaða íþróttir eru það, sem baðaðar eru í flóðljós- um fjölmiðlanna? Hvers koúar íþróttir þiggja stuðning frá hinu opinbera? Hvaða íþróttir njóta mestrar virðingar? — Það eru þessar og þvílíkar spurningar, sem við er- um að velta fyrir okkur. Okkur sýnist, að það séu nær eingöngu keppnisíþróttirnar, sem fá athyglina og aðhlynninguna. En annað er íþrótt en það að hlaupa á eftir verðlaunapeningum og lárviðarkrönsum. íþróttir eru heilsubót og tómstundagaman og það er sú hliðin, sem allur almenningur leggur ræktina við. Inn- an keppnisgreinanna sjálfra er það karl- mönnunum, sem hæst er hampað, bæði í fjölmiðlum og á fjárveitingum. Á þessu viljum við vekja athygli. Á þeirri þversögn, þegar sagt er annars vegar að íþróttir varði almenningsheill en þegar til kastanna kemur, er árangurinn metinn til fjár. Á sl. vori efndi íþróttasamband íslands til ráðstefnu um stöðu kvenna í íþrótta- hreyfingunni. Að baki þeirrar ráðstefnu lá vinna Kvennanefndar ÍSÍ, en hún starfaði frá 1978 til 1982. Tildrög kvennanefndar er m. a. að finna í norrænni ráðstefnu um sama málefni árið 1978. Nefndin lét gera könnun, sem okkur þykir allar athygli verð og birtast hér á eftir atriði úr niðurstöðum hennar. Vera mun taka þennan þráð upp aftur í næsta tölublaði með viðtali við konur sem eru virkar innan hinnar skipu- lögðu íþróttahreyfingar. í millitíðinni getið þið velt þessu máli fyrir ykkur og gaman væri að heyra hug ykkar um þetta mál. Það virðist alveg ljóst að konur stunda líkams- rækt í engu minni mæli en karlarnir, aðeins á öðrum vettvangi og stundum í greinum, sem oft eru fremur flokkaðar undir hé- góma en heilsurækt án þess rauhár að til þess liggi önnur ástæða en vanvirðing karl- anna á því sem við dundum okkur við. Sammála — eða alveg ósammála?

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.