Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 10

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 10
1. Konur endast ekki eins lengi í íþróttum. sérstaklega keppnisgreinum, eins og karlar. Mikið er um að stúlkur hætta reglubundinni íþróttaiðkun 15-16 ára gamlar. meðan piltar halda ótrauðir áfram undirogfram yfir tvítugsaldurinn. 2. Fjárhagsleg sjónarmið eru piltum í hag. Þeir hafa yfirleitt meiri fjárráð. eiga létt- ara með að greiða þann kostnað. sem íþróttaiðkun er samfara og karlaflokkar í keppnisíþróttum skapa meiri tekjur fyrir félögin með aögöngumiðasölu. Af þeim sökum hygla félögin frekar karla- tlokkunum með úthlutun æfingatíma. 3. Ekki liggur fyrir könnun á því sérstak- lega, en álíta verður þær íþróttir, sem kallast frekar ,,karla"-íþróttir (t.d. Ivft- ingar, judo, glíma) séu innan þeirrar könnunar, sem við erum að fjalla um. þar sem aftur á móti dæmigerðar kvennaíþróttir (fimleikar og sund t.d.) falla að verulegu leyti utan hennar. 4. Otrúlega margar konur stunda líkams- þjálfun utan vébanda ÍSÍ og eru þær vafalaust margfalt fleiri en karlar. Er hér átt viö líkamsþjálfun, sem sumpart fer fram í þeim sölum, sem hér hefur verið fjallað um (þ.e. íþróttahúsum) og sumart í sér innréttuöu húsnæði, sem ekki kall- ast íþróttasalir í daglegu umtali. Sem dæmi má nefna að hjá Judodeild Ár- manns um 350 konur í hressingarleik- fimi hjá Ástbjörgu Gunnarsdóttur um I 15 konur, hjá Gígju Hermannsdóttur og Hafdísi Árnadóttur eru fjölmargar, sömuleiðis hjá Heilsubótinni. hjá Jazz- balletskóla Báru auk margra smærri staða. Og þá spyr ég í framhaldi af þessu: Hví sækja konur svona mikiö út fyrir hina frjálsu íþróttahreyfingu til þess aö fá sína þjálfun? Er þarna eitthvað á ferð- inni. sem félögin geta ekki boðið upp á? Eða er þetta eitthvaö vinsælla og eftir- sóknarverðara hjá konum. þar sem þess- ari þjálfun fylgja engar félagslegar kvaö- ir?" Úr ræöu Svönu Jörgensdóttur. Framlög Reykjavíkurborgar til íþrótta árið 1983: Til frjálsra íþróttasamtaka þ.e. íþróttafélaganna ......................................... 9.7 milljónir Stofnkostnaður þ.e. gerfigras og skíðalyfta................................... 20.8 Rekstur á vegum borgarinnar: Bláfjallasvæðiö ................................................... 1.161.000 íþróttahúsiö v/Nesveg ......................................... 121.375 Laugardalshöll....................................................... 224.294 íþróttaráð......................................................... 1.088.484 Rekstrarkostnaðursundstaða ........................................ 6.312.745 Samtals: 39.407.898 Til samanburðar má geta þess að borgaryfirvöld hyggjast verja krónum 9 milljón- um til byggingar dagvistunarstofnana á þessu ári. Og að framlag borgarinnar til byggingar leiguhúsnæðis nemur 3.7 milljónum.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.