Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 12

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 12
Frúarleikfimi — líkamsrækt Innan skóla Báru er líkamsrækt sjálfstæö heild, þar sem stunduö er leikfimi viö létta músík. Frúarleikfimi, segir fólk oft í niðr- andi tón, og á þá við líkamsrækt og leikfimi kvenna scm oft er meö ööru móti en líkams- rækt karla. Fleiri þúsund konur stunda þessa tegund íþrótta eða þjálfunar og Bára sagöi aö þaö væri undarlegt hve mikill háv- aði varð er líkamsræktarstöðvarnar spruttu upp á síöasta ári, alveg eins og eitthvað glæ- nýtt hefði veriö fundið upp. Líkamsrækt Báru er aö hefja sitt I6da starfsár og heilsu- ræktarstöövar kvenna hafa fleiri starfað um árabil. Bára sagöi aö hún heföi orðið aö spyrja sig ,,Flvaö hef ég veriö aö gera, og konurnar hjá mér í 15 ár? Var loksins nú veriö aö finna upp líkamsrækt á íslandi, eöa erum viö konurnar ekki íslendingar?“, en séö síöan aö svarið felst auövitaö í því aö ekki er haft hátt urn þaö sem konur taka sér fyrir hendur og sýna áhuga á. Konur sem stunda leikfimi gera þaö til aö styrkja sig og liöka en félagsskapurinn sem þær fá í hóp- tímum er ekki síður mikilvægur. Petta verö- ur sameiginlegt áhugamál kvennanna, þeirra vettvangur til aö koma saman ásamt því aö stuöla að eigin vellíðan og heilbrigði. Bára sagöi aö lokum aö hún tcldi aö þetta væri hentugri líkamsrækt fyrir konur en ströng leikfimi eða þjálfun meö tækjum en auðvitað mætti ofgera öllu og hver og ein yröi aö velja og meta hvaö hentaöi sér best. Það væri bara því miður alltof lítiö gert af því aö stuöla að því aö konur veldu sér líkamsræktarform eftir eigin smekk, heldur væri þaö of oft tekið sem gefið aö þaö sem hentaði áhuga og getu karla hlyti aö vera fi 12 best fyrir alla. Þetta kæmi skýrt í Ijós í leik- fimikennslu skólanna þar sem margar stelp- ur mundu kjósa lcikfimi meö músik ogjaz.z- dans fremuren harða þrekþjálfun. Dansa, dansa .. . Spurningunni um mörkin milli íþrótta og Iista er ekki svaraö en ef til vill erum viö nokkru nær um hvað dönsurum okkar finnst um þessi mál. Ljóst er aö áhugamál kvenna eru í skugganum og þau ekki metin til jafnsá viö áhugamál karla, eins og líkamsrækt, frú- arleikfimi kvenna er ekki talin eins merkileg og líkamsrækt karla. Eitt stefiö enn í and- stæöusafniö, eöa hvað? Konur einar hefja kvennalist til vegs og viröingar; konur velja sjálfar hvernig þær kjósa aö þjálfa líkama sinn; konur munu alltaf dansa þó lífið sé ekki bara dans á diskótekum. Kristin Jónsdóttir. Finnsk heimsfræg Gönguskíði sem allir skíöagöngumenn þekkja • A Jarvinen gönguskiöum hafa unnist 132 Olympiuverðlaun og 227 heimsverðlaun. • Gæðin mikil og verðið er hreint ótrúlegt. Aðeins frá kr. 995,- Fyrir yy allaSPORTVAL fjolskylduna !

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.