Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 13
Breska íþróttasambandið hefur á sama
hátt og þau skandjnavisku, fundað mikið
um þútttökuleysi kvenna í íþróttum og á
síðasta ári gerði sambandið 10 ára áætlun.
sem miðar að aukinni þátttöku kvenna. Ef
dæma má af grein í breska dagblaðinu The
Guardian, þar sem sagt er frá þessu, er einn
stærsti þröskuldurinn sá, „að íþróttakona
þykirekki aðdáunarverð kona." (Guardian
Women, 11. jan. 1983.) Þetta er skýrt
nánar: Flestar konur vita og viðurkenna, að
íþröttir samræmast ekki hugmyndum fólks
um þaö að vera kvenleg. Myndin af íþrótta-
konunni er sú af sveittri, másandi, vööva-
stæltri, keppnisfullri konu — sú mynd rekur
sig á allt þaö sem „eölilegt" þvkir hjá kven-
manni. Þessi árekstur tveggja hugmynda
aftrar mörgum frá því jafnvel að leggja
stund á heilsurækt sem tómstundagaman
og útilokar einnig þær, sem að öllu jöfnu
gætu náð umtalsverðum árangri í keppnis-
íþróttum.
Að gangct í augun á strákunum
Ef þetta er ein af ástæðunum fyrir slælegri
þátttöku kvenna í íþróttum, þá er hún e.t.v.
einmitt skýringin á því hvers vegna stelpur á
aldrinum 12-14 ára hætta að iðka sport.
Lektor við íþróttaháskólann í Lough-
borough er einmitt þeirrar skoðunar aö á
þeim aldri veröi áhugi stelpnanna á því að
ganga í augun á strákunum til. Strákar, pop-
músik og disko yfirtaka huga þeirra, þær
hætta aö gefa sér tíma í mikið annað og
íþróttaiðkunin fýkur l'yrst. Strákarnir vilja
nefnilega hafa stelpurnar eins og stelpur —
ekki framagjarnar á hlaupabrautinni heldur
bljúgar og undirgefnar!
I þeim umræðum sem blaðið segir frá
koma fram skoðanir á mun áhorfenda eftir
kynjum. Því er haldið fram að konur horfi á
íþróttir fremur til að skoða karlmennina,
sem þar eru að verki, en vegna áhuga á
leiknum sem slíkum. Bent cr á persónu-
dýrkun á borð við þá er tennisstjörnur
(Björn Borg, er gott dæmi) eða knatt-
spyrnuhetjur eru aðnjótandi. „Þaö eru kon-
urnar, sem skapa slíkar stjörnur." Um þetta
erum þó ekki allir sammála og segja rangt að
halda því fram að konur hafi ekki gaman af
íþróttunum sjálfum. í þessu sambandi er
bent á þá athyglisverðu staðreynd að vin-
sælasta íþróttin í sjónvarpinu breska er
glíma (wrestling) og snooker (billiard).
Konur eru í meirihluta áhofenda, þulir og
leikja-lýsendur þessara greina eru konur og
algengt er að kven-áhorfendur hringi í sjón-
varpið til að spyrjast fyrir um leikreglur.
Einn starfsmanna sjónvarpsins, sá er hélt
þessu fram, lýkur grein blaðsins meö þess-
um orðum: „Það getur verið að konur hafi
íþróttir í sjónvarpi á hornum sér vegna þess
eins að þær hafa aldrei iðkað íþróttina, þær
þekkja ekki reglurnar. Þó held ég frekar að
konur atyrðist út í íþróttaþættina vegna þcss
að þær vita að karlmenn eru eigingjarnir og
ef á annað borð eru íþróttir í sjónvarpinu, þá
muni liann horfa, hvort sem konan vill eða
ekki. Það er það sem fer i taugarnar á
þeim."
Hlutur fjölmiðla
Eitt af því sem verður strákum hvatning
til að halda áram aö ná árangri, eru íþrótta-
stjörnurnar og sá áhugi sem þeim og karla-
íþróttum er sýndur af fjölmiðlum. Stúlkur
eru án þeirrar hvatningar, rn.a.a. vegna þess
að kvennaíþróttir eiga síður upp á pallborð-
ið. Kvennaíþróttir eru hægari og kraft-
minni, vekja minni spennu — erein skýring-
in á því. Þetta á þó ekki viö í frjálsum íþrótt-
um. Þaö er athvglisvert hversu konur hafa
raunar bætt árangur sinn í því sviði meir en
karlarnir. Blaðið nefnir dæmi: Á Olympíu-
leikunum árið 1928 var tími sigurvegarans í
800 m karla 1 mín. 3 1.8 sek. Tími sigurveg-
arans í hópi kvennanna var þá 2.16.8. Árið
1976 hins vegar voru tímarnir í 800 m þess-
ir: 1.43.9 hjá krölum en 1.34.94 hjá konun-
um. Það vill scgja að karlarnir höfðu bætt
sinn árangur um 5.9 sekúnduren konurnar
21.86. önnur svipuð dæmi eru nefnd úr
frjálsum íþróttum.
Hvatningfrá skólunum
Bretar hafa einnig reynt að stemma stigu
viö þeirri stýringu, sern á sér stað innan
skólanna. Þar er knattleikjum beint að
strákunum, leikfimi og dansi að stúlkunum.
Væri mikið misrétti hvað varðaði íþrótta-
kennsluna og þyrfti að leiðrétta það ef hlut-
ur kvenna í íþróttum almennt ætti að auk-
ast.
13 fi