Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 15

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 15
meö brennandi kerti þær er börn eiga með bóndum sínum en allar aðrar með engu kerti."5 Ekki er nefnt að konur skuli lialda sig heima eftir fæðingu og ekki sjást þess dænti í Sturlunga sögu. Þórdís Snorradóttir Sturlu- sonar fór í ferðalag á fjórða degi eftir að hún ol barn. en að hún hafi verið leidd í kirkju ter engum söguin. Hún hefði Iteldur ekki veriö leidd í kirkju meö logandi kerti. því að barniö átti bóndi hennarekki.® Rúmum hundraö árum eftir skipan Magnúsar Gissurarsonar kont út mikill kirkjulegur siöareglubálkur — skipan Jóns Siguröarsonar biskups í Skálholti — árið 1345. Margar af reglunum eru endurtekn- ingar á fyrirskipunum sem norskir erki- biskupar og fyrirrennarar Jóns á biskups- stóli höföu sett. en aðrar hafði hann sjálfur endurnýjaö eöa santið. Helstu atriöa um kirkjuleiðslu kvenna í skipan Jóns biskups Sigurðarsonar skal hér getið: ..Fjóra tugi daga skal hver kona utan kirkju standa eftir barnsburö, en eigi lengur. Ganga má húri fyrr í kirkju ef henni líkar á hinum hæstu hátíöum ef mánuöur er liðinn frá barnsburðinum." ..Manna konur ef þær standa upp af sængurför fyrir páska gangi í kirkju án kertis og taki guös líkama á páskadag og séu í kirkju alla páska, en standi síðan utan kirkju eftir réttri tiltölu." ..Manna konur aðeins skal í kirkju leiöa með Iogandi kerti þær er börn eiga með bóndunt sínum, en allar konur aörar með engu kerti ganga í kirkju og eigi skal prestur meö hendi leiða þær, heldur stökkva aðeins vígðu vatni og gangi sjálfar í kirkju." ,,Þá er prestur leiðir konu manns í kirkju stökkvi hann á hana vígðu vatni og taki í hönd hennar hægri leiðandi hana inn með Ijósi og með þessum orðum: ..Ingredere in templum domini ut purificata a vivcijs omnibus digne possis accedere ad altare dontini dei tui. Anten." (Þetta mun þvða á íslensku: Gakk inn í musteri drottins til þess aö þú hreinsuð af öllum áVirðingum getir verðuglega gengiö upp aö altari drottins guös þín. Anten.) ,,Ef kona veikist af sængurrekkju þá sé henni eigi neitað olían et' hún er eiginkona. En frillu neitast, nema sá játi að eiga hana sem til hennar hel'ir tekið. Eða hún játi skilnaði cf henni batnar." ,,Ef sú kona andast fyrr en hún sé í kirkju leidd er barn átti með bónda sínum. þá sé kona leidd í kirkju fyrir líkinu meö logandi kerti."7 Kirkjuleiðsla eftir siðskiptin Um það bil tveim öldunt eftir aö Jón biskup Siguröarson leggur fram skipan sína kemur hin svokallaða siðbót til Islands — lútersk trú öðru nafni. Menn áttu nú aö hætta aö trúa sumum kenningum biblíunn- ar, svo sem því aö konur væru óhreinar eftir barnsburö og þar af leiðandi átti ekki að vera þörf á að leiöa konur í kirkju eftir að þær ólu börn. En svo fór aö kirkjuleiðsla kvenna varð að því er virðist enn þá alvarlegra mál en á katólskri tíö, og var ógiftum mæörum þá algjörlega meinaö að vera leiddar í kirkju eða að beðiö væri fyrir þeint af stól. Fram á síðari hluta 19. aldar var konum kennt að fæðingin eða ,.öll þessi kvöl sé verðlaun syndarinnar."8 Lúterska kirkjutilskipunin er ntjög langt mál um þá nýju siöi og serimoníur sem menn eiga að tileinka sé uni leið og siðir katólsku kirkjunnar eru afnumdir. Fyrir utan marga kafla um messur og aðrar skyldur og störf prestanna eru þar þrír kaflar sem sérstaklega koma konum við. auk kaflans unt nunnurnar. Einn kaflinn er um yfirsetukonur. annar um óléttar konur og sængurkonur og sá þriðji um þær mæður sent kæfa börn sín óviljandi í þrengslum í rúminu. Það er í kallanum um óléttar konur og sængurkonur sem segir aö ekki sé þörf á að leiða konur í kirkju eftir barnsburð. Kenni- mennirnir eiga að áminna konurnar urn að færa guði þakkir og fela honum barnið og sérstök bæn skal þeim kennd. Þeir eiga að hugga mæðurnar og láta þær vita að þær þurfi ckki að óttast að þær heyri djöfulinum til og segja þeim að þó börn deyi í móður- kviði sé „ekki haldandi að þau muni fyrir- dæmd vera, heldur er þeirrar sáluhjálp vissulega vonandi, svo sem börn ísraelslýð þau er dóu óumsniðin fyrir hinn áttunda daginn voru ekki fyrirdæmd haldin, svo er þetta þeirra huggun að þær þurfa þetta eigi að óttast aö þær séu í Satans valdi sem hér til dags hefir veriö meint." Þá er vitnað í annan kafla í fyrra bréfi Páls postula til Tímóteusar, þar sem segir m.a.: .. .Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adant lét ekki tælast, en kona lét að fullu tælast og gjörðist brotleg. En hún mun fyrir barngetnaðinn hólpin verða, ef þær standa stöðugar í trú og kærleika og helgun, sam- fara hóglæti." Þetta á að sanna siðskiptamönnum að sængurkona sé alls ekki óhrein. Samt sem áöur er eitthvert hik í þessari nýju kenningu, því áfram er haldið með þessum orðum: „Hér um fram þó að þær séu nti frjálsar af varðveitan Móses laga [þ.e. um sængurkon- ur] og þurfa ekki þénaranna umleiðslu nær sent þær viljti ganga í kirkju, þó skulu þær þó þaö gjöra fyrir hæversku sakir að þær séu ekki nokkrum öðrum til illseftirdæmis. hvar af ske mætti að fyrir gáleysis sakir væri lítt aðgætt barnanna heilsu."9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.